Gæti orðið fjölmiðlasirkus á Íslandi ef Southgate velur Harry Maguire í hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 08:00 Harry Maguire gæti misst fyrirliðabandið hjá Manchester United og sætið í enska landsliðinu. Getty/Alex Gottschalk Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. Ein af stóru spurningunum er hvort að Gareth Southgate ákveði að velja Harry Maguire í hópinn sinn eða ekki. Það er ekki spurning um hæfileika Harry Maguire enda einn allra besti miðvörður enska landsliðsins. Gareth Southgate faces a dilemma over whether to call up Harry Maguire for England's upcoming Nations League games. https://t.co/UmnvUiNg5v#bbcfootball pic.twitter.com/EYogjok8Ea— BBC Sport (@BBCSport) August 24, 2020 Vandamálið eru aftur á mót vandræði Harry Maguire í sumarfríinu í Grikklandi þar sem hann endaði á bak við lás og slá eftir handalögmál við gríska lögreglumenn. Gareth Southgate ætlar að velja sinn sterkasta hóp fyrir þennan langþráða landsleik enda hafa allir A-landsleikir sem áttu á vera á árinu 2020 fallið niður vegna kórónuveirufaraldursins. Englendingar ætluðu að spila tvo æfingalandsleiki í mars, tvo í byrjun júní og taka svo þátt í Evrópukeppninni en ekkert varð af þessum leikjum. Það er því langt síðan enska landsliðið kom síðast saman sem var fyrir leiki í nóvember 2019. There should be no rush to judgement but Maguire has put Ole Gunnar Solskjaer and Gareth Southgate in a difficult position https://t.co/CT7Ih4p7tJ— The Telegraph (@Telegraph) August 22, 2020 Heimildir Sky Sports eru að Gareth Southgate sé að fylgjast með gangi mála hjá Harry Maguire á eyjunni Mykonos í Grikklandi. Harry Maguire hefur lýst yfir sakleysi sínu en hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum löndum sínum eftir átök við lögregluna fyrir utan bar. Gareth Southgate hefur tekið hart á agamálum landsliðsmanna og henti Raheem Sterling meðal annars út úr landsliðinu eftir deilur við Joe Gomez. Það má líka búast við hálfgerðum fjölmiðlasirkus á Íslandi verði Harry Maguire með í hópnum enda hafa slúðurblöðin mikinn áhuga á vandræðum hans í Grikklandi. Enska landsliðið ætlar að vera lengur á Íslandi en í fyrstu var búist við og því enn meiri ástæða fyrir ensku blöðin að senda sitt fólk hingað til lands. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. Ein af stóru spurningunum er hvort að Gareth Southgate ákveði að velja Harry Maguire í hópinn sinn eða ekki. Það er ekki spurning um hæfileika Harry Maguire enda einn allra besti miðvörður enska landsliðsins. Gareth Southgate faces a dilemma over whether to call up Harry Maguire for England's upcoming Nations League games. https://t.co/UmnvUiNg5v#bbcfootball pic.twitter.com/EYogjok8Ea— BBC Sport (@BBCSport) August 24, 2020 Vandamálið eru aftur á mót vandræði Harry Maguire í sumarfríinu í Grikklandi þar sem hann endaði á bak við lás og slá eftir handalögmál við gríska lögreglumenn. Gareth Southgate ætlar að velja sinn sterkasta hóp fyrir þennan langþráða landsleik enda hafa allir A-landsleikir sem áttu á vera á árinu 2020 fallið niður vegna kórónuveirufaraldursins. Englendingar ætluðu að spila tvo æfingalandsleiki í mars, tvo í byrjun júní og taka svo þátt í Evrópukeppninni en ekkert varð af þessum leikjum. Það er því langt síðan enska landsliðið kom síðast saman sem var fyrir leiki í nóvember 2019. There should be no rush to judgement but Maguire has put Ole Gunnar Solskjaer and Gareth Southgate in a difficult position https://t.co/CT7Ih4p7tJ— The Telegraph (@Telegraph) August 22, 2020 Heimildir Sky Sports eru að Gareth Southgate sé að fylgjast með gangi mála hjá Harry Maguire á eyjunni Mykonos í Grikklandi. Harry Maguire hefur lýst yfir sakleysi sínu en hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum löndum sínum eftir átök við lögregluna fyrir utan bar. Gareth Southgate hefur tekið hart á agamálum landsliðsmanna og henti Raheem Sterling meðal annars út úr landsliðinu eftir deilur við Joe Gomez. Það má líka búast við hálfgerðum fjölmiðlasirkus á Íslandi verði Harry Maguire með í hópnum enda hafa slúðurblöðin mikinn áhuga á vandræðum hans í Grikklandi. Enska landsliðið ætlar að vera lengur á Íslandi en í fyrstu var búist við og því enn meiri ástæða fyrir ensku blöðin að senda sitt fólk hingað til lands.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira