Erlendir ferðamenn skoða Stuðlagil þrátt fyrir grugguga Jöklu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 16:04 Áin er venjulega grænblá en er nú orðin gruggug og mórauð eftir að hleypt var úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar. Vísir/Vilhelm - Aðsend/Stefanía Katrín Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar í Jöklu. Seint á laugardag fylltist lónið og var losað úr því á föstudag að sögn Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, eins landeigenda á Grund. Jökla sé því gruggug og mórauð líkt og aðrar jökulsár en ekki grænblá líkt og gilið hefur orðið frægt fyrir undanfarið. Náttúruperlan er orðin einn vinsælasti ferðamannastaður landsins þó að ásýnd gilsins hafi ekki komið almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun. Finna fyrir minnkandi aðsókn „Íslendingarnir sprungu út í ferðalög frá 25. júní til 10. ágúst. Ég var þarna, kom heim fyrir viku síðan og hafði þá verið í tíu daga, þetta er alveg áberandi að Íslendingarnir eru fram í fyrstu vikuna í ágúst en það er slatti af erlendum ferðamönnum á landinu,“ segir Stefanía. Jökla er orðin mjög gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni í ána.Aðsend/Stefanía Katrín Karlsdóttir „Við finnum fyrir fækkun núna, sennilega út af því að það er erfiðara að koma hingað sem ferðamaður, sæta sóttkví og alls konar, þannig að það er alveg eitthvað fólk á ferðinni en það er færra núna.“ „Ég skynja það ekki að erlendir ferðamenn, auðvitað verða þeir fyrir vonbrigðum að sjá ekki græna vatnið, en þeir koma samt ef þeir eru á ferðinni. Íslendingar ákveða miklu frekar að koma seinna ef yfirfall er byrjað að flæða í ána úr lóninu. Erlendur ferðamaður sem reiknar ekki með að koma aftur til Íslands í bráð nýtir tækifærið og skoðar allt mögulegt,“ segir Stefanía. Mikil ásókn ferðamanna hefur verið að gilinu í sumar og er nú verið að reisa útsýnispall á Grundarlandi. Verkið er komið vel á veg að sögn Stefaníu og stendur til að verkinu verði lokið í september. Stefanía segir það ekki óvenjulegt að Hálslón fyllist á þessum tíma, það hafi jafnvel gerst fyrr en í fyrra flæddi úr lóninu rétt eftir verslunarmannahelgi. „Það getur alveg verið breytileiki á milli ára og breytileikinn undanfarin ár er þannig að okkur þykir snemmt þegar þetta er svona í byrjun ágúst og svo hafa komið einhver ár þar sem þetta gerist í lok ágúst. Núna þykir okkur þetta í seinna lagi.“ Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40 Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar í Jöklu. Seint á laugardag fylltist lónið og var losað úr því á föstudag að sögn Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, eins landeigenda á Grund. Jökla sé því gruggug og mórauð líkt og aðrar jökulsár en ekki grænblá líkt og gilið hefur orðið frægt fyrir undanfarið. Náttúruperlan er orðin einn vinsælasti ferðamannastaður landsins þó að ásýnd gilsins hafi ekki komið almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun. Finna fyrir minnkandi aðsókn „Íslendingarnir sprungu út í ferðalög frá 25. júní til 10. ágúst. Ég var þarna, kom heim fyrir viku síðan og hafði þá verið í tíu daga, þetta er alveg áberandi að Íslendingarnir eru fram í fyrstu vikuna í ágúst en það er slatti af erlendum ferðamönnum á landinu,“ segir Stefanía. Jökla er orðin mjög gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni í ána.Aðsend/Stefanía Katrín Karlsdóttir „Við finnum fyrir fækkun núna, sennilega út af því að það er erfiðara að koma hingað sem ferðamaður, sæta sóttkví og alls konar, þannig að það er alveg eitthvað fólk á ferðinni en það er færra núna.“ „Ég skynja það ekki að erlendir ferðamenn, auðvitað verða þeir fyrir vonbrigðum að sjá ekki græna vatnið, en þeir koma samt ef þeir eru á ferðinni. Íslendingar ákveða miklu frekar að koma seinna ef yfirfall er byrjað að flæða í ána úr lóninu. Erlendur ferðamaður sem reiknar ekki með að koma aftur til Íslands í bráð nýtir tækifærið og skoðar allt mögulegt,“ segir Stefanía. Mikil ásókn ferðamanna hefur verið að gilinu í sumar og er nú verið að reisa útsýnispall á Grundarlandi. Verkið er komið vel á veg að sögn Stefaníu og stendur til að verkinu verði lokið í september. Stefanía segir það ekki óvenjulegt að Hálslón fyllist á þessum tíma, það hafi jafnvel gerst fyrr en í fyrra flæddi úr lóninu rétt eftir verslunarmannahelgi. „Það getur alveg verið breytileiki á milli ára og breytileikinn undanfarin ár er þannig að okkur þykir snemmt þegar þetta er svona í byrjun ágúst og svo hafa komið einhver ár þar sem þetta gerist í lok ágúst. Núna þykir okkur þetta í seinna lagi.“
Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40 Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40
Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44