Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 16:45 Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Icelandair hefur endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. Í dag eru rúmlega 28 þúsund beiðnir útistandandi. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur upplýsingafulltrúa Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Millilandaflug hefur verið í lágmarki í alllangan tíma vegna faraldursins og hafa niðurfellingar á flugi því haft áhrif a hundruð þúsund farþega Icelandair. Greint var frá því fyrr í dag að hundruð mála eru á borði Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslna sem ekki hafa borist fyrir flugmiða í ferðum sem ekki voru farnar hjá Icelandair. Til standi að funda með forsvarsmönnum Icelandair um mánaðamótin um lausn þessara mála. Þriðjungur farþega sem ekki fengu að fara í flug hafa óskað eftir endurgreiðslu Gríðarlegur fjöldi mála er því á borði félagsins auk þess sem hluti starfsmanna Icelandair var í hlutastarfi um tíma. Endurgreiðslur hafa því tekið töluvert lengri tíma en undir venjulegum kringumstæðum að því er fram kemur í svarinu. „Markmið okkar er að leysa úr þessum málum gagnvart viðskiptavinum okkar eins fljótt og auðið er og við höfum til að mynda innleitt tæknilausn til að einfalda endurgreiðsluferlið og auka afkastagetu,“ segir í svarinu. Um þriðjungur þeirra farþega sem komust ekki í flug sitt sökum niðurfellingar hefur óskað eftir endurgreiðslu. Tveir þriðjungar hafa því óskað eftir breytingum á flugáætlun eða eftir því að fá inneign hjá félaginu. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Endurgreiðslukröfur á Icelandair á borði Neytendasamtakanna hlaupa á hundruðum Hundruð mála eru á borði Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslna sem ekki hafa borist fyrir flugmiða sem keyptir voru í ferðum sem ekki voru farnar. 25. ágúst 2020 13:51 Skoða að sölutryggja hlutafjárútboðið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að það komi til greina og sé til skoðunar að sölutryggja fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 20. ágúst 2020 06:34 Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. 19. ágúst 2020 20:58 Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Icelandair hefur endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. Í dag eru rúmlega 28 þúsund beiðnir útistandandi. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur upplýsingafulltrúa Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Millilandaflug hefur verið í lágmarki í alllangan tíma vegna faraldursins og hafa niðurfellingar á flugi því haft áhrif a hundruð þúsund farþega Icelandair. Greint var frá því fyrr í dag að hundruð mála eru á borði Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslna sem ekki hafa borist fyrir flugmiða í ferðum sem ekki voru farnar hjá Icelandair. Til standi að funda með forsvarsmönnum Icelandair um mánaðamótin um lausn þessara mála. Þriðjungur farþega sem ekki fengu að fara í flug hafa óskað eftir endurgreiðslu Gríðarlegur fjöldi mála er því á borði félagsins auk þess sem hluti starfsmanna Icelandair var í hlutastarfi um tíma. Endurgreiðslur hafa því tekið töluvert lengri tíma en undir venjulegum kringumstæðum að því er fram kemur í svarinu. „Markmið okkar er að leysa úr þessum málum gagnvart viðskiptavinum okkar eins fljótt og auðið er og við höfum til að mynda innleitt tæknilausn til að einfalda endurgreiðsluferlið og auka afkastagetu,“ segir í svarinu. Um þriðjungur þeirra farþega sem komust ekki í flug sitt sökum niðurfellingar hefur óskað eftir endurgreiðslu. Tveir þriðjungar hafa því óskað eftir breytingum á flugáætlun eða eftir því að fá inneign hjá félaginu.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Endurgreiðslukröfur á Icelandair á borði Neytendasamtakanna hlaupa á hundruðum Hundruð mála eru á borði Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslna sem ekki hafa borist fyrir flugmiða sem keyptir voru í ferðum sem ekki voru farnar. 25. ágúst 2020 13:51 Skoða að sölutryggja hlutafjárútboðið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að það komi til greina og sé til skoðunar að sölutryggja fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 20. ágúst 2020 06:34 Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. 19. ágúst 2020 20:58 Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Endurgreiðslukröfur á Icelandair á borði Neytendasamtakanna hlaupa á hundruðum Hundruð mála eru á borði Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslna sem ekki hafa borist fyrir flugmiða sem keyptir voru í ferðum sem ekki voru farnar. 25. ágúst 2020 13:51
Skoða að sölutryggja hlutafjárútboðið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að það komi til greina og sé til skoðunar að sölutryggja fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 20. ágúst 2020 06:34
Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. 19. ágúst 2020 20:58