Giannis í hóp með Jordan, Olajuwon, Garnett og Robinson Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2020 23:00 Giannis Antetokounmpo er fyrsti leikmaður Milwaukee Bucks í 36 ár sem er valinn varnarmaður ársins í NBA. getty/Ashley Landis Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks, fékk yfirburðakosningu í valinu á besta varnarmanni NBA-deildarinnar í körfubolta. Mike Budenholzer tilkynnti Antetokounmpo þetta að viðstöddum leikmönnum og starfsfólki Milwaukee á mánudaginn. Í gær gaf NBA-deildin það svo formlega út að Grikkinn hefði verið valinn varnarmaður ársins. The 2019-20 #KiaDPOY is @Giannis_An34! #NBAAwards pic.twitter.com/lhzlxAc4yR— NBA (@NBA) August 25, 2020 Antetokounmpo fékk 432 stig í kjörinu. Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, kom næstur með 200 stig. Rudy Gobert, miðherji Utah Jazz, varð í 3. sæti með 187 stig en hann var valinn varnamaður ársins 2018 og 2019. Antetokounmpo átti hvað stærstan þátt í að Milwaukee var með besta varnarlið NBA í vetur. Hann tók 13,6 fráköst að meðaltali í leik og mótherjar Milwaukee voru aðeins með 36,3 prósent skotnýtingu þegar Antetokounmpo var næsti varnarmaður við þá. Gríski landsliðsmaðurinn er aðeins annar leikmaður Milwaukee sem er valinn varnarmaður ársins í NBA. Sidney Moncrief var sá fyrsti til að hljóta verðlaunin tímabilið 1982-83. Hann fékk þau aftur tímabilið 1983-84. Antetokounmpo var valinn verðmætasti leikmaður NBA á síðasta tímabili (MVP). Hann er aðeins sá fimmti í sögu deildarinnar sem er bæði valinn verðmætasti leikmaður NBA og besti varnarmaðurinn. Hinir fjórir eru Michael Jordan, Hakeem Olajuwon, Kevin Garnett og David Robinson. Giannis Antetokounmpo is the 5th player to win both NBA MVP and NBA DPOY in a career, joining Kevin Garnett, Hakeem Olajuwon, Michael Jordan and David Robinson. As a reminder, the Defensive Player of the Year has only been awarded since the 1982-83 season. pic.twitter.com/GYTdH9JJlG— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 25, 2020 Jordan og Olajuwon eru þeir einu sem hafa verið valdir verðmætasti leikmaður NBA og besti varnarmaðurinn á sama tímabilinu. Antetokounmpo bætist væntanlega í þann hóp en yfirgnæfandi líkur er á að hann verði valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins 2019-20. Antetokounmpo og félagar í Milwaukee mættu ekki til leiks gegn Orlando Magic í kvöld í mótmælaskyni. NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira
Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks, fékk yfirburðakosningu í valinu á besta varnarmanni NBA-deildarinnar í körfubolta. Mike Budenholzer tilkynnti Antetokounmpo þetta að viðstöddum leikmönnum og starfsfólki Milwaukee á mánudaginn. Í gær gaf NBA-deildin það svo formlega út að Grikkinn hefði verið valinn varnarmaður ársins. The 2019-20 #KiaDPOY is @Giannis_An34! #NBAAwards pic.twitter.com/lhzlxAc4yR— NBA (@NBA) August 25, 2020 Antetokounmpo fékk 432 stig í kjörinu. Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, kom næstur með 200 stig. Rudy Gobert, miðherji Utah Jazz, varð í 3. sæti með 187 stig en hann var valinn varnamaður ársins 2018 og 2019. Antetokounmpo átti hvað stærstan þátt í að Milwaukee var með besta varnarlið NBA í vetur. Hann tók 13,6 fráköst að meðaltali í leik og mótherjar Milwaukee voru aðeins með 36,3 prósent skotnýtingu þegar Antetokounmpo var næsti varnarmaður við þá. Gríski landsliðsmaðurinn er aðeins annar leikmaður Milwaukee sem er valinn varnarmaður ársins í NBA. Sidney Moncrief var sá fyrsti til að hljóta verðlaunin tímabilið 1982-83. Hann fékk þau aftur tímabilið 1983-84. Antetokounmpo var valinn verðmætasti leikmaður NBA á síðasta tímabili (MVP). Hann er aðeins sá fimmti í sögu deildarinnar sem er bæði valinn verðmætasti leikmaður NBA og besti varnarmaðurinn. Hinir fjórir eru Michael Jordan, Hakeem Olajuwon, Kevin Garnett og David Robinson. Giannis Antetokounmpo is the 5th player to win both NBA MVP and NBA DPOY in a career, joining Kevin Garnett, Hakeem Olajuwon, Michael Jordan and David Robinson. As a reminder, the Defensive Player of the Year has only been awarded since the 1982-83 season. pic.twitter.com/GYTdH9JJlG— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 25, 2020 Jordan og Olajuwon eru þeir einu sem hafa verið valdir verðmætasti leikmaður NBA og besti varnarmaðurinn á sama tímabilinu. Antetokounmpo bætist væntanlega í þann hóp en yfirgnæfandi líkur er á að hann verði valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins 2019-20. Antetokounmpo og félagar í Milwaukee mættu ekki til leiks gegn Orlando Magic í kvöld í mótmælaskyni.
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira