Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 12:24 Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Fundurinn hófst á munnlegri skýrslu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hún fór yfir þau skref sem hafa verið stigin undanfarna mánuði. Vísir/Vilhelm Baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar er hvergi nærri lokið og líklega stöndum við frammi fyrir dýpstu efnahagslægð í heila öld, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Þing kom saman eftir sumarfrí í morgun, sem hófst með munnlegri skýrslu Katrínar á stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Svokallaður þingstubbur fer fram á Alþingi í dag þar sem Covid-faraldurinn verður hvað fyrirferðamestur en til umræðu verður uppfærð fjármálastefna, ríkisábyrgð vegna Icelandair, tekjutenging atvinnuleysisbóta og framlenging hlutabótaleiðar. Fundurinn hófst á munnlegri skýrslu Katrínar þar sem hún fór yfir þau skref sem hafa verið stigin undanfarna mánuði. „Sú aðgerð og ákvörðun um að halda skólunum opnum var ein mikilvægasta samfélagslega aðgerðin sem stjórnvöld gripu til, til að mæta þessum faraldri,“ sagði Katrín. Þá ræddi hún einnig ferðatakmarkanir og vísaði í nýja skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif á ferðaþjónustuna. „Ég hlýt að segja hér að þær ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna. Þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli þar sem Ísland hefur ýmist verið að færast nær rauðum listum annarra ríkja eða er beinlínis lent þar inni,“ sagði Katrín. Ferðavilji fólks dregist saman Forsætisráðherra sagði staðreyndinna vera þá að 120 milljónir starfa séu í hættu. „Sömuleiðis hefur ferðavilji fólks dregist saman, eðlilega, og þegar við skoðum stöðu ferðaþjónustunnar í heiminum er útlit fyrir að þeim sem ferðist í heiminum ferðist um rúman milljarð á þessu ári, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna á ferðaþjónustuna. Þar kemur fram að millilandafarþegum hafi fækkað um 56 prósent fyrstu fimm mánuði ársins og í maí hafi fækkunin verið 98 prósent frá sama mánuði í fyrra. Að heildarfækkun verði á árinu 2020 allt að 58-78 prósent sem þýðir fækkun um rúman milljarð farþega. Það eru 120 milljónir starfa í hættu.“ Baráttunni við kórónuveiruna sé hvergi nærri lokið. „Það er ekki ofsögum sagt að við stöndum frammi fyrir líklega dýpstu efnahagslægð í heila öld,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Sjá meira
Baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar er hvergi nærri lokið og líklega stöndum við frammi fyrir dýpstu efnahagslægð í heila öld, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Þing kom saman eftir sumarfrí í morgun, sem hófst með munnlegri skýrslu Katrínar á stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Svokallaður þingstubbur fer fram á Alþingi í dag þar sem Covid-faraldurinn verður hvað fyrirferðamestur en til umræðu verður uppfærð fjármálastefna, ríkisábyrgð vegna Icelandair, tekjutenging atvinnuleysisbóta og framlenging hlutabótaleiðar. Fundurinn hófst á munnlegri skýrslu Katrínar þar sem hún fór yfir þau skref sem hafa verið stigin undanfarna mánuði. „Sú aðgerð og ákvörðun um að halda skólunum opnum var ein mikilvægasta samfélagslega aðgerðin sem stjórnvöld gripu til, til að mæta þessum faraldri,“ sagði Katrín. Þá ræddi hún einnig ferðatakmarkanir og vísaði í nýja skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif á ferðaþjónustuna. „Ég hlýt að segja hér að þær ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna. Þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli þar sem Ísland hefur ýmist verið að færast nær rauðum listum annarra ríkja eða er beinlínis lent þar inni,“ sagði Katrín. Ferðavilji fólks dregist saman Forsætisráðherra sagði staðreyndinna vera þá að 120 milljónir starfa séu í hættu. „Sömuleiðis hefur ferðavilji fólks dregist saman, eðlilega, og þegar við skoðum stöðu ferðaþjónustunnar í heiminum er útlit fyrir að þeim sem ferðist í heiminum ferðist um rúman milljarð á þessu ári, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna á ferðaþjónustuna. Þar kemur fram að millilandafarþegum hafi fækkað um 56 prósent fyrstu fimm mánuði ársins og í maí hafi fækkunin verið 98 prósent frá sama mánuði í fyrra. Að heildarfækkun verði á árinu 2020 allt að 58-78 prósent sem þýðir fækkun um rúman milljarð farþega. Það eru 120 milljónir starfa í hættu.“ Baráttunni við kórónuveiruna sé hvergi nærri lokið. „Það er ekki ofsögum sagt að við stöndum frammi fyrir líklega dýpstu efnahagslægð í heila öld,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Sjá meira