Álfarnir á Húsavík fóðraðir með smákökum og bjór Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2020 20:45 Álfahúsið góða. Þeir sem heimsótt hafa Húsavík í sumar vegna Eurovision-myndar Will Ferrel hafa meðal annars tekið upp á því að fóðra „álfana“ sem léku hlutverk í myndinni með smákökum og bjór. Þetta segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hóteleigandi á Húsavík, sem ræddi sumarið og þau áhrif sem myndin hefur haft á Húsavík í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum inn í sumar sem að vissum ekkert hvernig yrði. En við fundum það strax eftir að myndin kom út að fólk fór að gera sér ferð til Húsavíkur sérstaklega út af myndinni,“ sagði Örlygur Hnefill. Líkt og kunnugt er leikur Húsavík stórt hlutverk í myndinni og hafa bæði Íslendingar og þeir erlendir ferðamenn sem komið hafa hingað til lands í sumar streymt í bæinn, fyrst Íslendingarnir, svo erlendu ferðamennirnir. Örlygur Hnefill Örlygsson og Leonardo Piccione, báðir miklir Eurovision aðdáendur og veitingamenn á Jaja Ding Dong HúsavíkAðsend „Svo seinni part sumars þegar var farið af sjást meira af erlendu ferðafólki urðum við svolítið vör við það. Við urðum svolítið vör við það að fólk sem var komið til Íslands, ætlaði kannski ekki á Húsavík en hafði séð myndina og lagði leið sína sérstaklega norður út af henni,“ sagði Örlygur Hnefill. Ferðamennirnir séu mikið í því að mynda þá staði sem sjást í myndinni og þar á meðal álfahús sem Örlygur Hnefill og félagar byggðu eftir fyrirmyndinni sem bregður fyrir í myndinni sjálfri. „Það er búið að vera gríðarlegur straumur að húsinu í sumar. Og fólk er að skilja eftir, leikföng hafa verið skilinn eftir, smákökur líka og í tvo skipti bjór,“ sagði Örlygur Hnefill sem tók eftir bjórnum eitt kvöldið. Hugsaði hann þá með sér að hann myndi sækja bjórinn daginn eftir, en þá var búið að drekka hann. „Hvort það voru álfarnir eða einhver annar það verður að koma í ljós seinna.“ Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Bakvið tjöldin við tökur á Eurovision-myndinni Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 10. ágúst 2020 13:30 Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. 28. júlí 2020 23:23 Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31 Netflix gefur út tíu klukkustunda útgáfu af Jaja Ding Dong Lagið Jaja Ding Dong hefur vakið heimsathygli frá því að það kom fyrst út í kvikmynd Will Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. 17. júlí 2020 15:29 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Þeir sem heimsótt hafa Húsavík í sumar vegna Eurovision-myndar Will Ferrel hafa meðal annars tekið upp á því að fóðra „álfana“ sem léku hlutverk í myndinni með smákökum og bjór. Þetta segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hóteleigandi á Húsavík, sem ræddi sumarið og þau áhrif sem myndin hefur haft á Húsavík í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum inn í sumar sem að vissum ekkert hvernig yrði. En við fundum það strax eftir að myndin kom út að fólk fór að gera sér ferð til Húsavíkur sérstaklega út af myndinni,“ sagði Örlygur Hnefill. Líkt og kunnugt er leikur Húsavík stórt hlutverk í myndinni og hafa bæði Íslendingar og þeir erlendir ferðamenn sem komið hafa hingað til lands í sumar streymt í bæinn, fyrst Íslendingarnir, svo erlendu ferðamennirnir. Örlygur Hnefill Örlygsson og Leonardo Piccione, báðir miklir Eurovision aðdáendur og veitingamenn á Jaja Ding Dong HúsavíkAðsend „Svo seinni part sumars þegar var farið af sjást meira af erlendu ferðafólki urðum við svolítið vör við það. Við urðum svolítið vör við það að fólk sem var komið til Íslands, ætlaði kannski ekki á Húsavík en hafði séð myndina og lagði leið sína sérstaklega norður út af henni,“ sagði Örlygur Hnefill. Ferðamennirnir séu mikið í því að mynda þá staði sem sjást í myndinni og þar á meðal álfahús sem Örlygur Hnefill og félagar byggðu eftir fyrirmyndinni sem bregður fyrir í myndinni sjálfri. „Það er búið að vera gríðarlegur straumur að húsinu í sumar. Og fólk er að skilja eftir, leikföng hafa verið skilinn eftir, smákökur líka og í tvo skipti bjór,“ sagði Örlygur Hnefill sem tók eftir bjórnum eitt kvöldið. Hugsaði hann þá með sér að hann myndi sækja bjórinn daginn eftir, en þá var búið að drekka hann. „Hvort það voru álfarnir eða einhver annar það verður að koma í ljós seinna.“ Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Bakvið tjöldin við tökur á Eurovision-myndinni Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 10. ágúst 2020 13:30 Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. 28. júlí 2020 23:23 Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31 Netflix gefur út tíu klukkustunda útgáfu af Jaja Ding Dong Lagið Jaja Ding Dong hefur vakið heimsathygli frá því að það kom fyrst út í kvikmynd Will Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. 17. júlí 2020 15:29 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Bakvið tjöldin við tökur á Eurovision-myndinni Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 10. ágúst 2020 13:30
Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. 28. júlí 2020 23:23
Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31
Netflix gefur út tíu klukkustunda útgáfu af Jaja Ding Dong Lagið Jaja Ding Dong hefur vakið heimsathygli frá því að það kom fyrst út í kvikmynd Will Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. 17. júlí 2020 15:29