Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eitt marka Burnley er liðið vann 3-0 sigur á Tranmere Rovers í æfingarleik.
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þriðja mark Burnley og á heimasíðu Burnley var Jóhanni hrósað fyrir góða frammistöðu.
Nokkra lykilmenn vantaði í lið Burnley og fengu yngri og óreyndari leikmenn að spreyta sig.
Jóhann Berg er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Englandi og Belgíu í næstu viku en hann glímdi við mikil meiðsli á síðustu leiktíð.
BURTRA: 62 GOAL! Burnley have a third, a wonderful finish from JBG, after latching onto Pieters pass. 3-0 #BurTra
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 29, 2020