Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás í Garðabæ. Fimm sextán til sautján ára gamlir unglingar eru grunaðir um líkamsárásina, auk þess sem að talið að þeir hafi beitt rafbyssu.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem segir að þeir sem hafi mátt þola líkamsárásina séu á svipuðum aldri og hinir meintu gerendur.
Fengu þeir rafstuð með rafbyssunni en í færslunni segir að þeir sem grunaðir eru um verknaðinn hafi verið á bak og burt þegar lögreglan mætti á svæðið.
Lögregla telur sig hins vegar hafa nöfn þeirra sem frömdu líkamsárásina og er málið í rannsókn, unnið með aðkomu foreldra og forráðamanna.