Aðgát skal höfð í nærveru sálar Jón Pétur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 16:30 Á undangengnum mánuðum hafa íbúar á Suðurnesjum hrokkið reglulega upp vegna jarðskjálftahrinu sem á upptök sín í námunda við Þorbjörn. Hið sama má segja um fréttaflutning af lögreglunni á Suðurnesjum en reglulega berast fréttir af óróa þar á bæ en nú hefur dómsmálaráðherra tekið þá ákvörðun að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri, víki úr sinni stöðu. Sá sem þetta ritar starfaði sem deilarstjóri flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum til margra ára og þekkir því nokkuð vel til starfsemi embættisins og starfsmanna þess. Það voru miklar áskoranir sem lögreglan á Suðurnesjum stóð frammi fyrir á árunum 2011 til 2018 þegar farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll óx um 20-40% á ári, ár eftir ár, en beita þurfti ýmis konar úrræðum til að bregðast við því ástandi. Samhliða því fjölgaði íbúum á Suðurnesjum vegna aukinna umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Ólafur Helgi beitti sér af öllum mætti til þess að sinna þeim áskorunum sem starfsemi lögreglu á alþjóðaflugvellinum kallaði á en ekki síður að löggæslan í umdæminu væri eins og best væri á kosið. Lögreglustjórar landsins standa oft frammi fyrir erfiðum og umdeildum ákvörðunum og því hefur Ólafur Helgi kynnst. Við sem störfum í lögreglunni erum alls ekki hafin yfir gagnrýni og viljum við fá gagnrýni frá fólkinu sem við erum að þjóna. Óskað er þó eftir því að hún sé málefnaleg en ekki byggð á rógburði og getgátum. Umfjöllunin um embættið hefur verið óvægin og margar persónur nafngreindar, bæði sem þolendur eða gerendur í umfjölluninni. Það sem ég hef hins vegar sannfæringu fyrir er að hlutaðeigandi aðilar séu í sínum daglegum störfum að gera sitt besta og jafnvel meira til. Það verður að hafa það í huga að það eru persónur og fjölskyldur á bak við starfsmenn sem sinna löggæslustörfum og því er vel við hæfi að rifja upp spakmælin: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Kastljósinu hefur m.a. verið beint að lögfræðisviði embættisins sem Alda Hrönn Jóhannesdóttir fer fyrir. Alda hefur beitt sér fyrir margskonar umbótum í löggæslumálum. Má í því sambandi sérstaklega nefna málsmeðferð mansalsmála og innleiðing á aðgerðum gegn heimillsofbeldi. Vona ég svo sannarlega að við fáum að njóta krafta Öldu Hrannar í þeim verkefnum sem framundan eru. Heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina hefur áhrif á okkur öll. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum gegnir lykilhlutverki við eftirfylgni með sóttvarnaraðgerðum á landamærum og reynir þar á samhæfingu allra hlutaðeigandi aðila. Hafa lögreglumenn, landamæraverðir og aðrir starfsmenn embættisins hafa staðið vaktina af mikilli elju og þrautseigju. Nú tekur Grímur Hergeirsson við keflinu sem lögreglustjóri og Margrét K. Pálsdóttir verður honum til aðstoðar við að finna leiðir fram á veginn hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Óska ég þeim og öllum starfsmönnum embættisins alls hins besta á komandi mánuðum við úrlausn þeirra áskorana sem starfsmenn embættisins standa frammi fyrir. Þá þakka ég Ólafi Helga fyrir framlag hans til löggæslumála á Íslandi og óska honum alls hins besta í nýju starfi í dómsmálaráðuneytinu. Höfundur er lögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra (og fyrrum yfirmaður flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Lögreglan Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Á undangengnum mánuðum hafa íbúar á Suðurnesjum hrokkið reglulega upp vegna jarðskjálftahrinu sem á upptök sín í námunda við Þorbjörn. Hið sama má segja um fréttaflutning af lögreglunni á Suðurnesjum en reglulega berast fréttir af óróa þar á bæ en nú hefur dómsmálaráðherra tekið þá ákvörðun að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri, víki úr sinni stöðu. Sá sem þetta ritar starfaði sem deilarstjóri flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum til margra ára og þekkir því nokkuð vel til starfsemi embættisins og starfsmanna þess. Það voru miklar áskoranir sem lögreglan á Suðurnesjum stóð frammi fyrir á árunum 2011 til 2018 þegar farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll óx um 20-40% á ári, ár eftir ár, en beita þurfti ýmis konar úrræðum til að bregðast við því ástandi. Samhliða því fjölgaði íbúum á Suðurnesjum vegna aukinna umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Ólafur Helgi beitti sér af öllum mætti til þess að sinna þeim áskorunum sem starfsemi lögreglu á alþjóðaflugvellinum kallaði á en ekki síður að löggæslan í umdæminu væri eins og best væri á kosið. Lögreglustjórar landsins standa oft frammi fyrir erfiðum og umdeildum ákvörðunum og því hefur Ólafur Helgi kynnst. Við sem störfum í lögreglunni erum alls ekki hafin yfir gagnrýni og viljum við fá gagnrýni frá fólkinu sem við erum að þjóna. Óskað er þó eftir því að hún sé málefnaleg en ekki byggð á rógburði og getgátum. Umfjöllunin um embættið hefur verið óvægin og margar persónur nafngreindar, bæði sem þolendur eða gerendur í umfjölluninni. Það sem ég hef hins vegar sannfæringu fyrir er að hlutaðeigandi aðilar séu í sínum daglegum störfum að gera sitt besta og jafnvel meira til. Það verður að hafa það í huga að það eru persónur og fjölskyldur á bak við starfsmenn sem sinna löggæslustörfum og því er vel við hæfi að rifja upp spakmælin: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Kastljósinu hefur m.a. verið beint að lögfræðisviði embættisins sem Alda Hrönn Jóhannesdóttir fer fyrir. Alda hefur beitt sér fyrir margskonar umbótum í löggæslumálum. Má í því sambandi sérstaklega nefna málsmeðferð mansalsmála og innleiðing á aðgerðum gegn heimillsofbeldi. Vona ég svo sannarlega að við fáum að njóta krafta Öldu Hrannar í þeim verkefnum sem framundan eru. Heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina hefur áhrif á okkur öll. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum gegnir lykilhlutverki við eftirfylgni með sóttvarnaraðgerðum á landamærum og reynir þar á samhæfingu allra hlutaðeigandi aðila. Hafa lögreglumenn, landamæraverðir og aðrir starfsmenn embættisins hafa staðið vaktina af mikilli elju og þrautseigju. Nú tekur Grímur Hergeirsson við keflinu sem lögreglustjóri og Margrét K. Pálsdóttir verður honum til aðstoðar við að finna leiðir fram á veginn hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Óska ég þeim og öllum starfsmönnum embættisins alls hins besta á komandi mánuðum við úrlausn þeirra áskorana sem starfsmenn embættisins standa frammi fyrir. Þá þakka ég Ólafi Helga fyrir framlag hans til löggæslumála á Íslandi og óska honum alls hins besta í nýju starfi í dómsmálaráðuneytinu. Höfundur er lögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra (og fyrrum yfirmaður flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum)
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun