Feðgar syntu í Brimkatli, annar í jakkafötum og hinn í sundskýlu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. september 2020 13:40 Feðgarnir Guðmundur Gunnarsson og Gunnar Árnason úr Hafnarfirði, sem skelltu sér nýlega til sunds í Brimkatli á Reykjanesi. Guðmundur var í sundskýlunni sinni en Gunnar synti í jakkafötum og skóm. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Brimketill er sérstakt náttúrufyrirbæri á Reykjanesi sem margir hafa skoðað í sumar. Um er að ræða laug í sjávarborðinu sem minnir helst á stóran heitan pott nema að því leyti að vatnið er ísskalt. Feðgar syntu nýlega í pottinum, sonurinn synti í sundskýlu en pabbinn var í jakkafötum með bindi og í skóm. Brimketill er vestast í Staðarbergi. Sjórinn úr Norður Atlantshafinu skellur á briminu. Hraunið umhverfis Brimketil er gróft en talið er að það hafi runnið í Reykjaneseldum á árunum 1210 til 1240. Eitthvað er um að fólk stingi sér til sunds í Brimkatlinum, það gerðu allavega feðgar úr Hafnarfirði nýlega. Pabbinn synti í jakkafötum og sonurinn lét sundbuxur duga. „Pabbi dró mig hingað, við ákváðum að synda hérna og kæla okkur aðeins niður í sólinni. Við erum búnir að vera að skoða Ísland, ferðast um landið, því landið hefur upp á svo ótrúlega mikið að bjóða. Við höfum verið að rýna þetta svolítið nánar í þessu ástandi og þetta er bara ein upplifunin, sem er ekki hægt að láta fram hjá sér fara,“ segir Guðmundur Gunnarsson háskólanemi og sundkappi. Brimketill minnir helst á stóran pott en margir hafa lagt leið sína í sumar að katlinum til að skoða þetta sérstaka náttúrufyrirbæri á Reykjanesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er líka íslenskt sport að kæla sig, baða sig í köldu vatni. Þetta er algjör gimsteinn og ekki eins kalt og maður heldur en vel kalt samt,“ segir Gunnar Árnason, sem starfar við arkitektúr en hann ákvað að synda fullklæddur í jakkafötum með bindi og í skóm í pottinum. „Já, maður ber virðingu fyrir landinu og staðnum og þá mætir maður svona. Maður er af þeirri kynslóð. Þá hefur maður sig til, það er eitthvað annað en unga fólkið,“ segir Gunnar og hlær. En mæla feðgarnir með því að fólk mæti á Reykjanesið til að skoða Brimketil? „Já, ekki spurning. En bara þegar það er fjara, ekki koma hingað þegar það er flóð. Þetta er náttúrulega varasamt þegar sjávarstaðan er hærri og það er mikilvægt að það komi fram. Það þarf að vera lág sjávarstaða,“ segir Guðmundur. Grindavík Ferðamennska á Íslandi Sjósund Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Brimketill er sérstakt náttúrufyrirbæri á Reykjanesi sem margir hafa skoðað í sumar. Um er að ræða laug í sjávarborðinu sem minnir helst á stóran heitan pott nema að því leyti að vatnið er ísskalt. Feðgar syntu nýlega í pottinum, sonurinn synti í sundskýlu en pabbinn var í jakkafötum með bindi og í skóm. Brimketill er vestast í Staðarbergi. Sjórinn úr Norður Atlantshafinu skellur á briminu. Hraunið umhverfis Brimketil er gróft en talið er að það hafi runnið í Reykjaneseldum á árunum 1210 til 1240. Eitthvað er um að fólk stingi sér til sunds í Brimkatlinum, það gerðu allavega feðgar úr Hafnarfirði nýlega. Pabbinn synti í jakkafötum og sonurinn lét sundbuxur duga. „Pabbi dró mig hingað, við ákváðum að synda hérna og kæla okkur aðeins niður í sólinni. Við erum búnir að vera að skoða Ísland, ferðast um landið, því landið hefur upp á svo ótrúlega mikið að bjóða. Við höfum verið að rýna þetta svolítið nánar í þessu ástandi og þetta er bara ein upplifunin, sem er ekki hægt að láta fram hjá sér fara,“ segir Guðmundur Gunnarsson háskólanemi og sundkappi. Brimketill minnir helst á stóran pott en margir hafa lagt leið sína í sumar að katlinum til að skoða þetta sérstaka náttúrufyrirbæri á Reykjanesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er líka íslenskt sport að kæla sig, baða sig í köldu vatni. Þetta er algjör gimsteinn og ekki eins kalt og maður heldur en vel kalt samt,“ segir Gunnar Árnason, sem starfar við arkitektúr en hann ákvað að synda fullklæddur í jakkafötum með bindi og í skóm í pottinum. „Já, maður ber virðingu fyrir landinu og staðnum og þá mætir maður svona. Maður er af þeirri kynslóð. Þá hefur maður sig til, það er eitthvað annað en unga fólkið,“ segir Gunnar og hlær. En mæla feðgarnir með því að fólk mæti á Reykjanesið til að skoða Brimketil? „Já, ekki spurning. En bara þegar það er fjara, ekki koma hingað þegar það er flóð. Þetta er náttúrulega varasamt þegar sjávarstaðan er hærri og það er mikilvægt að það komi fram. Það þarf að vera lág sjávarstaða,“ segir Guðmundur.
Grindavík Ferðamennska á Íslandi Sjósund Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira