Sæstrengur í óskilum Starri Reynisson skrifar 2. september 2020 14:00 Síðasta sumar komst fátt annað en þriðji orkupakkinn að í stjórnmálaumræðunni hér á landi. Umræðan var bæði löng og hávær, endalaus uppspretta gífuryrða, dylgja og samsæriskenninga. Miðflokkurinn hélt Alþingi í gíslingu svo vikum skipti. Margt var fullyrt sem átti sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum og fjölmörgum dómsdagsspám varpað fram. Í dag er eitt ár liðið frá því að þriðji orkupakkinn var samþykktur á Alþingi og því vel við hæfi að líta aðeins um öxl og skoða hvort eitthvað hafi ræst úr þeim spádómum. Því var ítrekað haldið fram að samþykkt þriðja orkupakkans myndi færa yfirráð yfir orkuauðlindum úr landi. Hingað myndi koma embættismaður að utan til að sjá um eftirlit með íslenskum orkumarkaði, svokallaður “landsreglari”. Ekkert bólar á þessum embættismanni, eftir sem áður sér Orkustofnun um innlent eftirlit, rammaáætlun er enn í gildi og Alþingi hefur enn ákvörðunarvaldið þegar kemur að virkjanaframkvæmdum. Lagning sæstrengs er annað þeirra atriða sem mest var hamrað á. Ýmsir fullyrtu að yrði þriðji orkupakkinn samþykktur yrðu íslensk stjórnvöld tilneydd til að leggja sæstreng til meginlands Evrópu. Það er álitamál hvort slík framkvæmd væri jákvæð eða ekki, gott og vel, en umræðan um sæstreng er enn ekkert meira en umræða. Hún hefur lítið þróast eða breyst á síðasta árinu þrátt fyrir samþykkt orkupakkans og ekkert bólar á strengnum. Þá eru mýmörg dæmi um aðra spádóma Miðflokksins og fylgitungla hans sem ekki hafa ræst. Landsvirkjun hefur ekki verið seld, rafmagnsreikningar landsmanna hafa ekki rokið upp úr öllu valdi, matvælaverð hefur ekki hækkað umfram almenna verðlagsþróun og engar atvinnugreinar hafa lagst niður vegna samþykktar þriðja orkupakkans. Umræða byggð á staðreyndum er forsenda heilbrigðrar ákvarðanatöku. Víða um heim hefur þó orðið þróun í gangstæða átt, stjórnmálamenn og flokkar sem virða staðreyndir að vettugi og skrumskæla sannleikann til að auka eigin áhrif hafa skotið upp kollinum og náð að hasla sér völl. Umræðan um orkupakkann sýnir svart á hvítu að við höfum ekki farið varhluta af þeirri þróun. Kjósendur ættu að varast snákaolíuna sem slíkir stjórnmálamenn munu reyna að selja í kosningunum að ári. Höfundur er forseti Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Viðreisn Þriðji orkupakkinn Orkumál Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Síðasta sumar komst fátt annað en þriðji orkupakkinn að í stjórnmálaumræðunni hér á landi. Umræðan var bæði löng og hávær, endalaus uppspretta gífuryrða, dylgja og samsæriskenninga. Miðflokkurinn hélt Alþingi í gíslingu svo vikum skipti. Margt var fullyrt sem átti sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum og fjölmörgum dómsdagsspám varpað fram. Í dag er eitt ár liðið frá því að þriðji orkupakkinn var samþykktur á Alþingi og því vel við hæfi að líta aðeins um öxl og skoða hvort eitthvað hafi ræst úr þeim spádómum. Því var ítrekað haldið fram að samþykkt þriðja orkupakkans myndi færa yfirráð yfir orkuauðlindum úr landi. Hingað myndi koma embættismaður að utan til að sjá um eftirlit með íslenskum orkumarkaði, svokallaður “landsreglari”. Ekkert bólar á þessum embættismanni, eftir sem áður sér Orkustofnun um innlent eftirlit, rammaáætlun er enn í gildi og Alþingi hefur enn ákvörðunarvaldið þegar kemur að virkjanaframkvæmdum. Lagning sæstrengs er annað þeirra atriða sem mest var hamrað á. Ýmsir fullyrtu að yrði þriðji orkupakkinn samþykktur yrðu íslensk stjórnvöld tilneydd til að leggja sæstreng til meginlands Evrópu. Það er álitamál hvort slík framkvæmd væri jákvæð eða ekki, gott og vel, en umræðan um sæstreng er enn ekkert meira en umræða. Hún hefur lítið þróast eða breyst á síðasta árinu þrátt fyrir samþykkt orkupakkans og ekkert bólar á strengnum. Þá eru mýmörg dæmi um aðra spádóma Miðflokksins og fylgitungla hans sem ekki hafa ræst. Landsvirkjun hefur ekki verið seld, rafmagnsreikningar landsmanna hafa ekki rokið upp úr öllu valdi, matvælaverð hefur ekki hækkað umfram almenna verðlagsþróun og engar atvinnugreinar hafa lagst niður vegna samþykktar þriðja orkupakkans. Umræða byggð á staðreyndum er forsenda heilbrigðrar ákvarðanatöku. Víða um heim hefur þó orðið þróun í gangstæða átt, stjórnmálamenn og flokkar sem virða staðreyndir að vettugi og skrumskæla sannleikann til að auka eigin áhrif hafa skotið upp kollinum og náð að hasla sér völl. Umræðan um orkupakkann sýnir svart á hvítu að við höfum ekki farið varhluta af þeirri þróun. Kjósendur ættu að varast snákaolíuna sem slíkir stjórnmálamenn munu reyna að selja í kosningunum að ári. Höfundur er forseti Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun