Harma að gerðardómur hafi ekki leiðrétt launin Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2020 18:01 Gerðardómur taldi í greinargerð sinni vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar væru vanmetnir í launum. Stjórn Fíh harmar að ekki hafi verið tekið frekara mið af þeim rökum í niðurstöðunni. Vísir/Vilhelm Rúmlega milljarður króna sem gerðardómur ákvað að ríkið skuli fá heilbrigðisstofnunum til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga dugar ekki til að leiðrétta launin til samræmis við viðmiðunarstéttir að mati stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún harmar að gerðardómur hafi ekki leiðrétt laun hjúkrunarfræðinga. Greinargerð og niðurstaða gerðardóms sem var skipaður vegna kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins var gerð opinber í gær. Niðurstaðan var að ríkið skuli leggja Landspítalanum til 900 milljónir króna og öðrum heilbrigðisstofnunum 200 milljónir króna til þess að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Samningar hjúkrunarfræðinga hafa verið lausir frá því í lok mars í fyrra. Í ályktun stjórnar Fíh í dag lýsir hún vonbrigðum með niðurstöðuna. Hún taki ekki mið af rökum sem koma fram í greinargerð sem stjórnin telur að hefði mátt nýta til þess að bæta launasetningu hjúkrunarfræðinga og hækka laun þeirra umtalsvert. Í greinargerðinni kom meðal annars fram að vísbendingar væru um að hjúkrunarfræðingar væru vanmetin kvennastétt í launum og þeim væru ekki greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Með því að láta ríkið veita heilbrigðisstofunum sem hjúkrunarfræðingar starfa fyrir fjármagn til endurskoðunar á stofnanasamningum telur stjórn Fíh að gerðardómur hafi „ýtt verkefninu til baka í nærumhverfið á stofnunum“. Fjármunirnir muni deilast á nærri 2.700 hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu og telur stjórn Fíh þá ekki duga til þess að leiðrétta laun vanmetinnar kvennastéttar til samræmis við aðrar viðmiðunarstéttir eða tryggja að hjúkrunarfræðingar fái laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Stór hluti af fjármagninu sé auk þess þegar bundinn í að tryggja þau sértæku úrræði sem einstaka stofnanir hafa gripið til síðustu ár. „Mun meira hefði þurft til og harmar stjórn Fíh að gerðardómur hafi ekki stigið það mikilvæga skref að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Heilbrigðismál Kjaramál Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetnir hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar Í gerðardómi í deilu Félags hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið kemur fram að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. 1. september 2020 18:53 Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27 Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Rúmlega milljarður króna sem gerðardómur ákvað að ríkið skuli fá heilbrigðisstofnunum til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga dugar ekki til að leiðrétta launin til samræmis við viðmiðunarstéttir að mati stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún harmar að gerðardómur hafi ekki leiðrétt laun hjúkrunarfræðinga. Greinargerð og niðurstaða gerðardóms sem var skipaður vegna kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins var gerð opinber í gær. Niðurstaðan var að ríkið skuli leggja Landspítalanum til 900 milljónir króna og öðrum heilbrigðisstofnunum 200 milljónir króna til þess að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Samningar hjúkrunarfræðinga hafa verið lausir frá því í lok mars í fyrra. Í ályktun stjórnar Fíh í dag lýsir hún vonbrigðum með niðurstöðuna. Hún taki ekki mið af rökum sem koma fram í greinargerð sem stjórnin telur að hefði mátt nýta til þess að bæta launasetningu hjúkrunarfræðinga og hækka laun þeirra umtalsvert. Í greinargerðinni kom meðal annars fram að vísbendingar væru um að hjúkrunarfræðingar væru vanmetin kvennastétt í launum og þeim væru ekki greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Með því að láta ríkið veita heilbrigðisstofunum sem hjúkrunarfræðingar starfa fyrir fjármagn til endurskoðunar á stofnanasamningum telur stjórn Fíh að gerðardómur hafi „ýtt verkefninu til baka í nærumhverfið á stofnunum“. Fjármunirnir muni deilast á nærri 2.700 hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu og telur stjórn Fíh þá ekki duga til þess að leiðrétta laun vanmetinnar kvennastéttar til samræmis við aðrar viðmiðunarstéttir eða tryggja að hjúkrunarfræðingar fái laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Stór hluti af fjármagninu sé auk þess þegar bundinn í að tryggja þau sértæku úrræði sem einstaka stofnanir hafa gripið til síðustu ár. „Mun meira hefði þurft til og harmar stjórn Fíh að gerðardómur hafi ekki stigið það mikilvæga skref að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga,“ segir í ályktun stjórnarinnar.
Heilbrigðismál Kjaramál Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetnir hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar Í gerðardómi í deilu Félags hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið kemur fram að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. 1. september 2020 18:53 Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27 Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetnir hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar Í gerðardómi í deilu Félags hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið kemur fram að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. 1. september 2020 18:53
Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27
Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59