Harma að gerðardómur hafi ekki leiðrétt launin Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2020 18:01 Gerðardómur taldi í greinargerð sinni vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar væru vanmetnir í launum. Stjórn Fíh harmar að ekki hafi verið tekið frekara mið af þeim rökum í niðurstöðunni. Vísir/Vilhelm Rúmlega milljarður króna sem gerðardómur ákvað að ríkið skuli fá heilbrigðisstofnunum til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga dugar ekki til að leiðrétta launin til samræmis við viðmiðunarstéttir að mati stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún harmar að gerðardómur hafi ekki leiðrétt laun hjúkrunarfræðinga. Greinargerð og niðurstaða gerðardóms sem var skipaður vegna kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins var gerð opinber í gær. Niðurstaðan var að ríkið skuli leggja Landspítalanum til 900 milljónir króna og öðrum heilbrigðisstofnunum 200 milljónir króna til þess að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Samningar hjúkrunarfræðinga hafa verið lausir frá því í lok mars í fyrra. Í ályktun stjórnar Fíh í dag lýsir hún vonbrigðum með niðurstöðuna. Hún taki ekki mið af rökum sem koma fram í greinargerð sem stjórnin telur að hefði mátt nýta til þess að bæta launasetningu hjúkrunarfræðinga og hækka laun þeirra umtalsvert. Í greinargerðinni kom meðal annars fram að vísbendingar væru um að hjúkrunarfræðingar væru vanmetin kvennastétt í launum og þeim væru ekki greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Með því að láta ríkið veita heilbrigðisstofunum sem hjúkrunarfræðingar starfa fyrir fjármagn til endurskoðunar á stofnanasamningum telur stjórn Fíh að gerðardómur hafi „ýtt verkefninu til baka í nærumhverfið á stofnunum“. Fjármunirnir muni deilast á nærri 2.700 hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu og telur stjórn Fíh þá ekki duga til þess að leiðrétta laun vanmetinnar kvennastéttar til samræmis við aðrar viðmiðunarstéttir eða tryggja að hjúkrunarfræðingar fái laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Stór hluti af fjármagninu sé auk þess þegar bundinn í að tryggja þau sértæku úrræði sem einstaka stofnanir hafa gripið til síðustu ár. „Mun meira hefði þurft til og harmar stjórn Fíh að gerðardómur hafi ekki stigið það mikilvæga skref að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Heilbrigðismál Kjaramál Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetnir hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar Í gerðardómi í deilu Félags hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið kemur fram að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. 1. september 2020 18:53 Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27 Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Rúmlega milljarður króna sem gerðardómur ákvað að ríkið skuli fá heilbrigðisstofnunum til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga dugar ekki til að leiðrétta launin til samræmis við viðmiðunarstéttir að mati stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún harmar að gerðardómur hafi ekki leiðrétt laun hjúkrunarfræðinga. Greinargerð og niðurstaða gerðardóms sem var skipaður vegna kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins var gerð opinber í gær. Niðurstaðan var að ríkið skuli leggja Landspítalanum til 900 milljónir króna og öðrum heilbrigðisstofnunum 200 milljónir króna til þess að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Samningar hjúkrunarfræðinga hafa verið lausir frá því í lok mars í fyrra. Í ályktun stjórnar Fíh í dag lýsir hún vonbrigðum með niðurstöðuna. Hún taki ekki mið af rökum sem koma fram í greinargerð sem stjórnin telur að hefði mátt nýta til þess að bæta launasetningu hjúkrunarfræðinga og hækka laun þeirra umtalsvert. Í greinargerðinni kom meðal annars fram að vísbendingar væru um að hjúkrunarfræðingar væru vanmetin kvennastétt í launum og þeim væru ekki greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Með því að láta ríkið veita heilbrigðisstofunum sem hjúkrunarfræðingar starfa fyrir fjármagn til endurskoðunar á stofnanasamningum telur stjórn Fíh að gerðardómur hafi „ýtt verkefninu til baka í nærumhverfið á stofnunum“. Fjármunirnir muni deilast á nærri 2.700 hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu og telur stjórn Fíh þá ekki duga til þess að leiðrétta laun vanmetinnar kvennastéttar til samræmis við aðrar viðmiðunarstéttir eða tryggja að hjúkrunarfræðingar fái laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Stór hluti af fjármagninu sé auk þess þegar bundinn í að tryggja þau sértæku úrræði sem einstaka stofnanir hafa gripið til síðustu ár. „Mun meira hefði þurft til og harmar stjórn Fíh að gerðardómur hafi ekki stigið það mikilvæga skref að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga,“ segir í ályktun stjórnarinnar.
Heilbrigðismál Kjaramál Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetnir hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar Í gerðardómi í deilu Félags hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið kemur fram að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. 1. september 2020 18:53 Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27 Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetnir hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar Í gerðardómi í deilu Félags hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið kemur fram að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. 1. september 2020 18:53
Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27
Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59