Kletturinn og fjölskylda smituðust öll af kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 06:28 Leikarinn Dwayne Johnson er betur þekktur sem The Rock. Getty/Albert L. Ortega Bandaríski leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock eða Kletturinn, smitaðist á dögunum af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Þá smituðust eiginkona hans og tvær dætur einnig en Johnson tilkynnti um veikindi fjölskyldunnar á Instagram-síðu sinni. Fjallað er um málið á vef BBC. Hann sagði að það hefði verið líkt og að fá spark í magann að greinast jákvæður. „Nú erum við komin yfir þetta og ekki lengur smitandi. Þökk sé guði þá erum við heilbrigð,“ sagði Johnson. Fjölskyldan smitaðist af veirunni fyrir um tveimur og hálfri viku af nánum vinum sínum sem hafa ekki hugmynd um hvernig þeir smituðust. „Ég get sagt ykkur að þetta hefur verið eitt af því erfiðasta og mest krefjandi sem við fjölskyldan höfum gengið í gegnum. Að fá Covid-19 er miklu verra en að komast yfir slæm meiðsli, vera borinn út eða í fjárhagsvandræðum, sem ég hef verið oftar en einu sinni,“ sagði Johnson og bætti við að það væri alltaf efst á forgangslista hans að vernda fjölskylduna sína. Þá sagðist hann vera hissa á því hvernig stjórnmálamenn beiti umræðunni um grímunotkun í pólitískum tilgangi. „Þetta hefur ekkert með pólitík að gera. Vertu með grímu. Það er það sem er rétt að gera,“ sagði Johnson. View this post on Instagram Stay disciplined. Boost your immune system. Commit to wellness. Wear your mask. Protect your family. Be strict about having people over your house or gatherings. Stay positive. And care for your fellow human beings. Stay healthy, my friends. DJ #controlthecontrollables A post shared by therock (@therock) on Sep 2, 2020 at 3:26pm PDT Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Hollywood Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira
Bandaríski leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock eða Kletturinn, smitaðist á dögunum af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Þá smituðust eiginkona hans og tvær dætur einnig en Johnson tilkynnti um veikindi fjölskyldunnar á Instagram-síðu sinni. Fjallað er um málið á vef BBC. Hann sagði að það hefði verið líkt og að fá spark í magann að greinast jákvæður. „Nú erum við komin yfir þetta og ekki lengur smitandi. Þökk sé guði þá erum við heilbrigð,“ sagði Johnson. Fjölskyldan smitaðist af veirunni fyrir um tveimur og hálfri viku af nánum vinum sínum sem hafa ekki hugmynd um hvernig þeir smituðust. „Ég get sagt ykkur að þetta hefur verið eitt af því erfiðasta og mest krefjandi sem við fjölskyldan höfum gengið í gegnum. Að fá Covid-19 er miklu verra en að komast yfir slæm meiðsli, vera borinn út eða í fjárhagsvandræðum, sem ég hef verið oftar en einu sinni,“ sagði Johnson og bætti við að það væri alltaf efst á forgangslista hans að vernda fjölskylduna sína. Þá sagðist hann vera hissa á því hvernig stjórnmálamenn beiti umræðunni um grímunotkun í pólitískum tilgangi. „Þetta hefur ekkert með pólitík að gera. Vertu með grímu. Það er það sem er rétt að gera,“ sagði Johnson. View this post on Instagram Stay disciplined. Boost your immune system. Commit to wellness. Wear your mask. Protect your family. Be strict about having people over your house or gatherings. Stay positive. And care for your fellow human beings. Stay healthy, my friends. DJ #controlthecontrollables A post shared by therock (@therock) on Sep 2, 2020 at 3:26pm PDT
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Hollywood Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira