Plastleysi - er það eitthvað? Þórdís V. Þórhallsdóttir skrifar 4. september 2020 08:00 Síðustu ár höfum við fjölskyldan verið að færa okkur meira og meira í umhverfisvæna átt. Við höfum tekið þetta í nokkrum skrefum og þegar Plastlaus september byrjaði árið 2017, notuðum við tækifærið og prófuðum allskonar vörur og settum okkur markmið til að prófa næstu ellefu mánuði á eftir, eða áður en Plastlaus september kæmi upp aftur. Þetta höfum við svo gert síðan. Ekkert átak, sama í hverju það felst, virkar er maður ætlar að taka það með trukki á núll einni. Við ákváðum í byrjun t.d. að muna alltaf eftir fjölnotapokunum okkar, líka fyrir grænmetið. Kaupa pappírs- eða bambuseyrnapinna, prófa sjampóstykki og bambustannbursta, fylla á sápuna okkar sjálf, kaupa túrnærbuxur og tannkremstöflur. Í öllum tilvikum kláruðum við fyrst það sem við áttum hér heima. Stundum vorum við ekki glöð með vöruna, t.d. þurfum við að prófa nokkra bambustannbursta áður en við fundum bambustannbursta sem við vildum halda áfram að kaupa. Sama átti við um sjampóstykkin. Svo settum við okkur ný markmið árið eftir, prófuðum eitthvað nýtt. Stundum er markmiðið líka að gefa gjafir sem falla í plastlausan flokk, pakka inn í gömul blöð eða landakort, gefa upplifanir eða pening í stað hluta. Þrátt fyrir að hafa unnið að því markvisst að minnka plast síðustu þrjú ár, er plastruslatunnan okkar samt sú sem fyllist hraðast. Helstu sökudólgarnir þar eru matvæli sem oft eru margpökkuð, í pappír og í eitt eða tvö lög af plasti. Má þar helst nefna morgunkorn, kex og grænmeti. Við kaupum kaffi í pokum sem flokkast með pappír og reynum að beina viðskiptum okkar í plastlausan farveg þar sem það er hægt. Það er nefnilega þannig að í hvert sinn sem við notum peninga erum við að kjósa í hvernig heimi við ætlum að lifa. Ég vona að þið setjið ykkur nokkur plastlaus markmið og fylgið þeim eftir, endurskoðið og prófið ykkur áfram. Gerið plastlausan september að upphafspunktinum að því að breyta til hins betra. Höfundur er í framkvæmdashóp um Plastlausan september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár höfum við fjölskyldan verið að færa okkur meira og meira í umhverfisvæna átt. Við höfum tekið þetta í nokkrum skrefum og þegar Plastlaus september byrjaði árið 2017, notuðum við tækifærið og prófuðum allskonar vörur og settum okkur markmið til að prófa næstu ellefu mánuði á eftir, eða áður en Plastlaus september kæmi upp aftur. Þetta höfum við svo gert síðan. Ekkert átak, sama í hverju það felst, virkar er maður ætlar að taka það með trukki á núll einni. Við ákváðum í byrjun t.d. að muna alltaf eftir fjölnotapokunum okkar, líka fyrir grænmetið. Kaupa pappírs- eða bambuseyrnapinna, prófa sjampóstykki og bambustannbursta, fylla á sápuna okkar sjálf, kaupa túrnærbuxur og tannkremstöflur. Í öllum tilvikum kláruðum við fyrst það sem við áttum hér heima. Stundum vorum við ekki glöð með vöruna, t.d. þurfum við að prófa nokkra bambustannbursta áður en við fundum bambustannbursta sem við vildum halda áfram að kaupa. Sama átti við um sjampóstykkin. Svo settum við okkur ný markmið árið eftir, prófuðum eitthvað nýtt. Stundum er markmiðið líka að gefa gjafir sem falla í plastlausan flokk, pakka inn í gömul blöð eða landakort, gefa upplifanir eða pening í stað hluta. Þrátt fyrir að hafa unnið að því markvisst að minnka plast síðustu þrjú ár, er plastruslatunnan okkar samt sú sem fyllist hraðast. Helstu sökudólgarnir þar eru matvæli sem oft eru margpökkuð, í pappír og í eitt eða tvö lög af plasti. Má þar helst nefna morgunkorn, kex og grænmeti. Við kaupum kaffi í pokum sem flokkast með pappír og reynum að beina viðskiptum okkar í plastlausan farveg þar sem það er hægt. Það er nefnilega þannig að í hvert sinn sem við notum peninga erum við að kjósa í hvernig heimi við ætlum að lifa. Ég vona að þið setjið ykkur nokkur plastlaus markmið og fylgið þeim eftir, endurskoðið og prófið ykkur áfram. Gerið plastlausan september að upphafspunktinum að því að breyta til hins betra. Höfundur er í framkvæmdashóp um Plastlausan september.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun