Samkeppnin harðnar gríðarlega hjá Gylfa á næstu dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 17:00 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu í æfingaleik á móti Blackpool á dögunum. Getty/Nathan Stirk Gylfi Þór Sigurðsson valdi það að æfa með Everton í stað þess að koma til móts við íslenska landsliðið og missir því að leikjunum við England og Belgíu. Gylfi þarf að sýna sig og sanna fyrir knattspyrnustjóranum Carli Ancelotti sem ætlar sér að dæla miðjumönnum inn í leikmannahópinn á næstunni. Það er því ljóst að samkeppnin á miðju Everton liðsins mun líta allt öðruvísi út eftir nokkra daga en hún var á síðustu leiktíð. Gylfi fékk mikið að spila undir stjórn Ancelotti á síðustu leiktíð en ítalski stjórinn færði Gylfa aftur á móti mun aftar á völlinn. Fabrizio Romano, sem er oftast á undan með fréttirnar, segir frá því að Everton sé að vinna að því að fá þrjá leikmenn á næstu dögum. Everton updates. #EFC- The board is planning medicals for Allan [done deal].- Last details completed and green light arrived from Real Madrid for James Rodriguez, confirmed and here-we-go! - Talks progressing with Watford to sign also Doucouré [personal terms agreed].— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2020 Paul Joyce hjá enska blaðinu The Times hefur líka heimildir fyrir því að þessir þrír miðjumenn séu á leiðinni á Goodison Park. Leikmennirnir sem um ræðir eru Abdoulaye Doucouré, sem kemur frá Watford, James Rodríguez sem kemur frá Real Madrid og Allan sem kemur frá Napoli á Ítalíu en þeir eru allir sagði kosta um tuttugu milljónir punda. Frakkinn Abdoulaye Doucouré er 27 ára gamall og hans besta staða er á miðri miðjunni þótt hann geti bæði spilað framar og aftar. Kólumbíumaðurinn James Rodríguez er 29 ára gamall og spilar sem sóknarmiðjumaður. Hann getur spilað á vængnum en besta staða hans er í holunni. Brasilíumaðurinn Allan er 29 ára gamall og spilar á miðri miðjunni eða sem varnartengiliður. Everton would be willing to accept offers for Gylfi Sigurdsson, Theo Walcott, Bernard, Fabian Delph, Yannick Bolasie, Sandro Ramirez and Muhamed Besic. (Source: The Times)#EFC pic.twitter.com/sokSJVN93L— The Gwladys Street (@TheGwladysSt) September 3, 2020 Everton mun hlusta á tilboð í Gylfa sem hefur verið orðaður við bandarísku deildina. Það er því mikið undir hjá Gylfa í byrjun tímabilsins ætli hann að spila sig inn í hlutverk hjá Everton liðinu. Gylfi er ekki sá eini sem svitnar yfir þessum fréttum frá Paul Joyce. Theo Walcott, Fabian Delph og Bernard eru allir til sölu sem og þeir Mohamed Besic, Sandro Ramírez og Yannick Bolasie sem hafa verið lengi á leiðinni í burtu frá Everton. Carlo Ancelotti spilaði oftast með tvo miðjumenn í leikkerfinu 4-4-2 á síðustu leiktíð og áttu þeir báðir að halda stöðu. Ancelotti gæti skipt í 4-2-3-1 til að koma þriðja miðjumanninum inn en það er ljóst að það verða margir um hituna hjá Everton á komandi leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson valdi það að æfa með Everton í stað þess að koma til móts við íslenska landsliðið og missir því að leikjunum við England og Belgíu. Gylfi þarf að sýna sig og sanna fyrir knattspyrnustjóranum Carli Ancelotti sem ætlar sér að dæla miðjumönnum inn í leikmannahópinn á næstunni. Það er því ljóst að samkeppnin á miðju Everton liðsins mun líta allt öðruvísi út eftir nokkra daga en hún var á síðustu leiktíð. Gylfi fékk mikið að spila undir stjórn Ancelotti á síðustu leiktíð en ítalski stjórinn færði Gylfa aftur á móti mun aftar á völlinn. Fabrizio Romano, sem er oftast á undan með fréttirnar, segir frá því að Everton sé að vinna að því að fá þrjá leikmenn á næstu dögum. Everton updates. #EFC- The board is planning medicals for Allan [done deal].- Last details completed and green light arrived from Real Madrid for James Rodriguez, confirmed and here-we-go! - Talks progressing with Watford to sign also Doucouré [personal terms agreed].— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2020 Paul Joyce hjá enska blaðinu The Times hefur líka heimildir fyrir því að þessir þrír miðjumenn séu á leiðinni á Goodison Park. Leikmennirnir sem um ræðir eru Abdoulaye Doucouré, sem kemur frá Watford, James Rodríguez sem kemur frá Real Madrid og Allan sem kemur frá Napoli á Ítalíu en þeir eru allir sagði kosta um tuttugu milljónir punda. Frakkinn Abdoulaye Doucouré er 27 ára gamall og hans besta staða er á miðri miðjunni þótt hann geti bæði spilað framar og aftar. Kólumbíumaðurinn James Rodríguez er 29 ára gamall og spilar sem sóknarmiðjumaður. Hann getur spilað á vængnum en besta staða hans er í holunni. Brasilíumaðurinn Allan er 29 ára gamall og spilar á miðri miðjunni eða sem varnartengiliður. Everton would be willing to accept offers for Gylfi Sigurdsson, Theo Walcott, Bernard, Fabian Delph, Yannick Bolasie, Sandro Ramirez and Muhamed Besic. (Source: The Times)#EFC pic.twitter.com/sokSJVN93L— The Gwladys Street (@TheGwladysSt) September 3, 2020 Everton mun hlusta á tilboð í Gylfa sem hefur verið orðaður við bandarísku deildina. Það er því mikið undir hjá Gylfa í byrjun tímabilsins ætli hann að spila sig inn í hlutverk hjá Everton liðinu. Gylfi er ekki sá eini sem svitnar yfir þessum fréttum frá Paul Joyce. Theo Walcott, Fabian Delph og Bernard eru allir til sölu sem og þeir Mohamed Besic, Sandro Ramírez og Yannick Bolasie sem hafa verið lengi á leiðinni í burtu frá Everton. Carlo Ancelotti spilaði oftast með tvo miðjumenn í leikkerfinu 4-4-2 á síðustu leiktíð og áttu þeir báðir að halda stöðu. Ancelotti gæti skipt í 4-2-3-1 til að koma þriðja miðjumanninum inn en það er ljóst að það verða margir um hituna hjá Everton á komandi leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira