Fyrst og fremst mjög þakklátur að fá þetta tækifæri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2020 19:15 Ísak Bergmann var hógvær með eindæmum er hann ræddi við Gaupa í dag. Mynd/Stöð 2 Nýjasta stjarna íslenska fótboltans - Ísak Bergmann Jóhannesson - ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Hann er þakklátur fyrir að hafa verið valinn í U21 árs landslið Íslands þrátt fyrir ungan aldur. Ísak Bergmann var aðeins 15 ára gamall þegar hann fór til Norrköping í Svíþjóð. Nú 17 ára gamall er hann orðinn fastamaður í liðinu sem er í efri hluta deildarinnar, þá var hann valinn í U21 árs landslið Íslands og æfði með þeim í dag. Viðtal hans við Gaupa í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Mjög þakklátur fyrir tækifærið og traustið sem ég hef fengið frá þjálfaranum. Það var náttúrulega gaman að geta hjálpað liðinu eins mikið og ég gat með því að leggja upp eða skora. En ég reyni bara alltaf að gera mitt besta,“ sagði Ísak Bergmann við Gaupa á Víkingsvelli í dag. Norrköping byrjaði tímabilið af krafti en situr nú í 5. sæti með 28 stig eftir 18 leiki en liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Liðinu ekki gengið alveg eins og við viljum en tímabil eru upp og niður. Við þurfum bara að tækla það og koma til baka sterkari.“ „Ég fór inn í tímabilið með það að markmiði að vinna mér inn byrjunarliðssæti eins fljótt og ég gæti. Það tókst og núna er ég á þeim stað ég vill halda sætinu mínu og ég ætla mér að gera það,“ sagði Ísak um markmið sitt fyrir tímabilið. Þá spurði Gaupi hann út í alla þá athygli sem hann hefur fengið frá fjölmiðlum, bæði hér heima sem og ytra. „Ég reyni að pæla sem minnst í því. Ég hef lært að vera ekkert að spá í því þegar gengur vel og heldur ekki þegar gengur illa. Auðvitað er samt gaman að sjá í fjölmiðlum þegar gengur vel.“ „Ég er fyrst og fremst þakklátur að fá þetta tækifæri. Að fá að spila með U21 árs landsliðinu er geggjað svo nei ég spáði voða lítið í því. Var mjög þakklátur að fá að spila hér í þessu skemmtilega verkefni sem við fáum gegn Svíþjóð á morgun. Þekki nokkra í sænska liðinu svo þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak Bergmenn að lokum aðspurður hvort það hefði verið svekkjandi að fá ekki tækifæri með A-landsliðinu. Ísland mætir Svíþjóð á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumóts landsliða 21 árs og yngri á Víkingsvelli á morgun. Ísland þarf sigur til að komast nær toppliðum riðilsins sem og að hleypa sænska liðinu ekki upp fyrir sig. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst útsending þar klukkan 16:20. Klippa: Ísak Bergman þakklátur fyrir tækifærið Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Nýjasta stjarna íslenska fótboltans - Ísak Bergmann Jóhannesson - ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Hann er þakklátur fyrir að hafa verið valinn í U21 árs landslið Íslands þrátt fyrir ungan aldur. Ísak Bergmann var aðeins 15 ára gamall þegar hann fór til Norrköping í Svíþjóð. Nú 17 ára gamall er hann orðinn fastamaður í liðinu sem er í efri hluta deildarinnar, þá var hann valinn í U21 árs landslið Íslands og æfði með þeim í dag. Viðtal hans við Gaupa í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Mjög þakklátur fyrir tækifærið og traustið sem ég hef fengið frá þjálfaranum. Það var náttúrulega gaman að geta hjálpað liðinu eins mikið og ég gat með því að leggja upp eða skora. En ég reyni bara alltaf að gera mitt besta,“ sagði Ísak Bergmann við Gaupa á Víkingsvelli í dag. Norrköping byrjaði tímabilið af krafti en situr nú í 5. sæti með 28 stig eftir 18 leiki en liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Liðinu ekki gengið alveg eins og við viljum en tímabil eru upp og niður. Við þurfum bara að tækla það og koma til baka sterkari.“ „Ég fór inn í tímabilið með það að markmiði að vinna mér inn byrjunarliðssæti eins fljótt og ég gæti. Það tókst og núna er ég á þeim stað ég vill halda sætinu mínu og ég ætla mér að gera það,“ sagði Ísak um markmið sitt fyrir tímabilið. Þá spurði Gaupi hann út í alla þá athygli sem hann hefur fengið frá fjölmiðlum, bæði hér heima sem og ytra. „Ég reyni að pæla sem minnst í því. Ég hef lært að vera ekkert að spá í því þegar gengur vel og heldur ekki þegar gengur illa. Auðvitað er samt gaman að sjá í fjölmiðlum þegar gengur vel.“ „Ég er fyrst og fremst þakklátur að fá þetta tækifæri. Að fá að spila með U21 árs landsliðinu er geggjað svo nei ég spáði voða lítið í því. Var mjög þakklátur að fá að spila hér í þessu skemmtilega verkefni sem við fáum gegn Svíþjóð á morgun. Þekki nokkra í sænska liðinu svo þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak Bergmenn að lokum aðspurður hvort það hefði verið svekkjandi að fá ekki tækifæri með A-landsliðinu. Ísland mætir Svíþjóð á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumóts landsliða 21 árs og yngri á Víkingsvelli á morgun. Ísland þarf sigur til að komast nær toppliðum riðilsins sem og að hleypa sænska liðinu ekki upp fyrir sig. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst útsending þar klukkan 16:20. Klippa: Ísak Bergman þakklátur fyrir tækifærið
Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira