Úrsögn úr stéttarfélagi Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 4. september 2020 14:00 Eftir að hafa íhugað málið lengi og vandlega ákvað ég nýverið að segja mig úr VR sem hafði verið mitt stéttarfélag um árabil. Ákvörðunin var ekki léttvæg því ég hafði verið aðili að stéttarfélagi frá unglingsaldri og áleit það í raun vera nokkurs konar skyldu að tilheyra stéttarfélagi. Ég hafði í sjálfu sér ekkert út á þjónustu VR að setja, en það var aðild þess að Alþýðusambandi Íslands, í gegn um Landssamband íslenskra verslunarmanna, sem lá að baki úrsögn minni. Aðildarfélög greiða árlega skatt til ASÍ (Sjá 11. kafla, 41. grein í lögum ASÍ) og þær tekjur koma, í það minnsta að hluta, frá félagsmönnum eins og mér. Allt frá því að forseti ASÍ ákvað í fyrra að nota samtökin sem vettvang til að tjá sína persónulegu pólitísku afstöðu um milliríkjadeiluna fyrir botni Miðjarðarhafs – afstöðu sem ég er algjörlega ósammála – hafði mér ekki liðið vel í VR. Þessi afstaða birtist meðal annars í grein sem var birt á vefsíðu ASÍ undir fyrirsögninni „Drífa Snædal – Með Palestínumönnum gegn kúgun“. Á ljósmynd sem var birt með greininni skartar hún trefli merktum PGFTU-samtökunum, en það eru palestínsk verkalýðssamtök með aðild að Alþjóðasambandi verkalýðsfélaga. PGFTU eru hins vegar ekki hefðbundin verkalýðssamtök heldur taka þau pólitíska afstöðu umfram það sem almennt fellur undir hlutverk slíkra samtaka. Þau hafa m.a. verið gagnrýnd af Palestínumönnum á Vesturbakkanum fyrir að vera á mála hjá Fatah-samtökunum, en þau ráða lögum og lofum á sjálfstjórnarsvæðum Vesturbakkans.1 Í einkennismerki samtakanna er mynd af landsvæði sem endurspeglar ákallið „Frjáls Palestína frá ánni að sjónum!“ Þessi orð eiga við um svæðið á milli Jórdanar og Miðjarðarhafsins – með öðrum orðum, allt landsvæðið sem í dag skiptist í umráðasvæði ísraelskra og palestínskra yfirvalda. Samkvæmt þessari afstöðu er ekkert rými fyrir Ísrael, sem er eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Það hefur hins vegar aldrei staðið til skv. nokkrum alþjóðasamþykktum að þetta landsvæði verði í heild sinni lagt undir stjórn Palestínumanna. Í ákallinu felst því greinileg ögrun sem á ekkert erindi til samtaka launafólks. Í sömu grein notaði forseti ASÍ tækifærið til að lýsa yfir stuðningi við BDS-samtökin, sem kenna sig við sniðgöngu á Ísraelsríki og öllu sem þaðan kemur. Í reynd vinna samtökin gegn þeirri tveggja ríkja lausn sem stjórnvöld á Íslandi hafa alla tíð lagt stuðning sinn við. Stofnendur og meðlimir samtakanna hafa ítrekað talað gegn sjálfsákvörðunarrétti Gyðinga í Ísrael. Öll uppbyggileg samskipti milli Ísraelsmanna og Palestínumanna eru álitin óæskileg og þeim hugnast frekar að Palestínumenn séu atvinnulausir en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. Samtökunum tókst t.d. að fá fyrirtækið SodaStream til að loka verksmiðjum sínum á Vesturbakkanum og hundruð Palestínumanna misstu vinnuna í kjölfarið.2 Eftir að hafa grennslast fyrir um regluverk ASÍ varð mér ljóst að því er ábótavant að mikilvægu leyti. Það er nefnilega ekkert í regluverkinu sem hindrar stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir pólitískar yfirlýsingar sem gætu gengið þvert á pólitíska sannfæringu félagsmanna. ASÍ eru yfirlýst hagsmunasamtök launþega og það segir sig sjálft að launþegar spanna allt pólitíska litrófið. Það er því algjörlega ótækt að engar reglur séu til staðar sem hindra stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir sínar persónulegu skoðanir, sérstaklega þegar þær hafa ekkert að gera með hagsmuni launafólks á Íslandi. Þeir ættu að sjá sóma sinn í að gera það í eigin frítíma og á öðrum vettvangi. Það þyrfti að uppfæra regluverk samtakanna á þann hátt að stjórnarmönnum væri einfaldlega óheimilt að nota vefsíðu eða annan opinberan vettvang á þennan hátt, og það sama á við um regluverk aðildarfélaga ASÍ. Að lokum langar mig að taka fram að mér er enn mjög umhugað um mikilvægt starf samtaka launafólks á Íslandi, en af ofangreindum ástæðum mun ég að öllu óbreyttu standa utan aðildarfélaga ASÍ. Heimildir 1 https://www.advocacynet.org/wp-content/uploads/2012/12/PR-123-Palestinian-unions.pdf 2 https://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/middleeast/israel/12178844/Last-Palestinians-lose-SodaStream-jobs-after-West-Bank-factory-closes.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Eftir að hafa íhugað málið lengi og vandlega ákvað ég nýverið að segja mig úr VR sem hafði verið mitt stéttarfélag um árabil. Ákvörðunin var ekki léttvæg því ég hafði verið aðili að stéttarfélagi frá unglingsaldri og áleit það í raun vera nokkurs konar skyldu að tilheyra stéttarfélagi. Ég hafði í sjálfu sér ekkert út á þjónustu VR að setja, en það var aðild þess að Alþýðusambandi Íslands, í gegn um Landssamband íslenskra verslunarmanna, sem lá að baki úrsögn minni. Aðildarfélög greiða árlega skatt til ASÍ (Sjá 11. kafla, 41. grein í lögum ASÍ) og þær tekjur koma, í það minnsta að hluta, frá félagsmönnum eins og mér. Allt frá því að forseti ASÍ ákvað í fyrra að nota samtökin sem vettvang til að tjá sína persónulegu pólitísku afstöðu um milliríkjadeiluna fyrir botni Miðjarðarhafs – afstöðu sem ég er algjörlega ósammála – hafði mér ekki liðið vel í VR. Þessi afstaða birtist meðal annars í grein sem var birt á vefsíðu ASÍ undir fyrirsögninni „Drífa Snædal – Með Palestínumönnum gegn kúgun“. Á ljósmynd sem var birt með greininni skartar hún trefli merktum PGFTU-samtökunum, en það eru palestínsk verkalýðssamtök með aðild að Alþjóðasambandi verkalýðsfélaga. PGFTU eru hins vegar ekki hefðbundin verkalýðssamtök heldur taka þau pólitíska afstöðu umfram það sem almennt fellur undir hlutverk slíkra samtaka. Þau hafa m.a. verið gagnrýnd af Palestínumönnum á Vesturbakkanum fyrir að vera á mála hjá Fatah-samtökunum, en þau ráða lögum og lofum á sjálfstjórnarsvæðum Vesturbakkans.1 Í einkennismerki samtakanna er mynd af landsvæði sem endurspeglar ákallið „Frjáls Palestína frá ánni að sjónum!“ Þessi orð eiga við um svæðið á milli Jórdanar og Miðjarðarhafsins – með öðrum orðum, allt landsvæðið sem í dag skiptist í umráðasvæði ísraelskra og palestínskra yfirvalda. Samkvæmt þessari afstöðu er ekkert rými fyrir Ísrael, sem er eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Það hefur hins vegar aldrei staðið til skv. nokkrum alþjóðasamþykktum að þetta landsvæði verði í heild sinni lagt undir stjórn Palestínumanna. Í ákallinu felst því greinileg ögrun sem á ekkert erindi til samtaka launafólks. Í sömu grein notaði forseti ASÍ tækifærið til að lýsa yfir stuðningi við BDS-samtökin, sem kenna sig við sniðgöngu á Ísraelsríki og öllu sem þaðan kemur. Í reynd vinna samtökin gegn þeirri tveggja ríkja lausn sem stjórnvöld á Íslandi hafa alla tíð lagt stuðning sinn við. Stofnendur og meðlimir samtakanna hafa ítrekað talað gegn sjálfsákvörðunarrétti Gyðinga í Ísrael. Öll uppbyggileg samskipti milli Ísraelsmanna og Palestínumanna eru álitin óæskileg og þeim hugnast frekar að Palestínumenn séu atvinnulausir en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. Samtökunum tókst t.d. að fá fyrirtækið SodaStream til að loka verksmiðjum sínum á Vesturbakkanum og hundruð Palestínumanna misstu vinnuna í kjölfarið.2 Eftir að hafa grennslast fyrir um regluverk ASÍ varð mér ljóst að því er ábótavant að mikilvægu leyti. Það er nefnilega ekkert í regluverkinu sem hindrar stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir pólitískar yfirlýsingar sem gætu gengið þvert á pólitíska sannfæringu félagsmanna. ASÍ eru yfirlýst hagsmunasamtök launþega og það segir sig sjálft að launþegar spanna allt pólitíska litrófið. Það er því algjörlega ótækt að engar reglur séu til staðar sem hindra stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir sínar persónulegu skoðanir, sérstaklega þegar þær hafa ekkert að gera með hagsmuni launafólks á Íslandi. Þeir ættu að sjá sóma sinn í að gera það í eigin frítíma og á öðrum vettvangi. Það þyrfti að uppfæra regluverk samtakanna á þann hátt að stjórnarmönnum væri einfaldlega óheimilt að nota vefsíðu eða annan opinberan vettvang á þennan hátt, og það sama á við um regluverk aðildarfélaga ASÍ. Að lokum langar mig að taka fram að mér er enn mjög umhugað um mikilvægt starf samtaka launafólks á Íslandi, en af ofangreindum ástæðum mun ég að öllu óbreyttu standa utan aðildarfélaga ASÍ. Heimildir 1 https://www.advocacynet.org/wp-content/uploads/2012/12/PR-123-Palestinian-unions.pdf 2 https://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/middleeast/israel/12178844/Last-Palestinians-lose-SodaStream-jobs-after-West-Bank-factory-closes.html
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun