Jóhann Kristófer og Lóa Björk hafa verið með þáttinn Tala Saman undanfarnar vikur á Stöð 2.
Þættirnir fjalla um það að Jói og Lóa hafa sett sér það markmið að gera besta sjónvarpsþátt í heimi. Til að ná markmiðum sínum fá þau til sín reynslubolta úr faginu til að læra af og þiggja góð ráð. Meðal annars verður horft á klippur úr sjónvarpssögu okkar Íslendinga.
Síðan ætla þau að senda lokaþáttinn út í beinni útsendingu en stóra spurningin er hvort þeim takist ætlunarverk sitt með allan þennan lærdóm í farteskinu og viljann að vopni.
Í þætti kvöldsins fengu þau Íslendinga á Laugaveginum til að svara spurningu sem var ekki betur hægt að heyra en að hljóðaði svona, „hversu oft fróar þú þér?“ Í rauninni voru vegfarendur spurðir um það hversu oft þeir kíkja á símann sinn á dag.
Svörin virtust vera vægast sagt skrautleg eins og sjá má hér að neðan.