Innlent

Sprengi­sandur: Bjarni og Þor­gerður Katrín ræða við­brögð ríkis­stjórnarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi sem hefst strax að loknum tíufréttum á Bylgjunni.

Þorgerður Katrín hefur gagnrýnt viðbrögð ríkisstjórnarinnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Segir hún að ríkisstjórnin hafi brugðist of lítið og of seint við á efnahagssviðinu.

Bjarni bregst við þeirri gagnrýni en svo verður líka rætt um ríkisábyrgð á rekstri flugfélags og mögulegar afleiðingar hennar en þar greinir þessa flokka líka hressilega á.

Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, munu ræða Sundabraut – kosti og galla slíkrar framkvæmdar.

Loks verður rætt um neytendamál. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, mætir og fjallar um málshöfðun á hendur bönkum vegna - að því er samtökin telja - ólögmætra skilmála á lánum með breytilegum vöxtum. Skulda bankarnir neytendum milljarða af þessum sökum, þarf enn og aftur að endurreikna lán, að því er fram kemur í máli Breka.

Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×