Faðir Mason Mount leikmanns Chelsea er ekki sáttur með fréttaflutning þýskra fjölmiðla varðandi félagaskipti Kai Havertz og son hans.
Chelsea keypti fyrir helgi Kai Havertz á 80 milljónir punda og því hefur Roman Abrahomivic eytt um 230 milljónum punda í leikmenn í sumar.
Koma Havertz þýðir að hinn uppaldi Mount muni fá enn meiri samkeppni en Mount missti einungis af einum leik á síðustu leiktíð fyrir Chelsea.
Mason Mount's DAD speaks out to slam 'bulls***' reports from Germany that his son is 'not happy with Kai Havertz joining Chelsea' https://t.co/HX3J7jK0gT
— MailOnline Sport (@MailSport) September 6, 2020
Christian Falk, ritstjóri BILD, grindi frá því fyrir helgina að Mount væri ekki sáttur með komu Havertz því það þýddi meiri samkeppni fyrir hann.
Tony Mount, pabbi Mount, svaraði þessu hins vegar um helgina á Twitter með ansi einfödu tísti.
Bull
— Tony Mount (@Mounty57) September 6, 2020
Havertz getur leikið í flestum af fremstu stöðum vallarins en líklegt er að Lampard hugsi hann sem fremsta miðjumann.
Enski boltinn hefst um næstu helgi og það verður að minnsta kosti fróðlegt að fylgjast með liðinu sem Chelsea hefur sett saman.