Í kringum tuttugu erlendir blaðamenn komu hingað til lands í tengslum við landsleik Íslands og Englands á laugardaginn. Nokkrir af þeim komu skömmu fyrir leik eftir að hafa sótt um, og fengið, heimild til þess að fara í svokallaða aðlagaða sóttkví.
Eins og greint hefur frá í íslenskum fjölmiðlum komu nokkrir enskir blaðamenn hingað til lands að minnsta kosti fimm dögum fyrir leik. Þeir, líkt og aðrir, sem koma hingað til lands þurftu að fara í skimun við komuna til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstöður seinni skimunar lá fyrir. Sóttkvíin lagðist misvel í blaðamennina, eins og Vísir hefur greint frá.

Ekki lögðu þó allir erlendir blaðamenn sem vildi fylgjast með leiknum í það að fara í fimm daga sóttkví. Þannig greindi Oliver Holt, blaðamaður á Daily Mail, að hann hafi komið hingað til lands til þess að fylgjast með leiknum.
Ef marka má Twitter-færslu hans var hann þó hér aðeins í skamma stund en hann birti meðfylgjandi mynd af sér fyrir utan Laugardalsvöll á laugardaginn.
Flying the flag in Reykjavik @StockportCounty pic.twitter.com/Cr0WAR4Y5t
— Oliver Holt (@OllieHolt22) September 5, 2020
„Reykjavík er svo falleg borg. Ég hef reyndar einungis séð miðborgina í gegnum rúðuna á leigubíl, en ég myndi vilja koma aftur. Landslagið er frábært líka. Ég hef reyndar líka bara séð það í gegnum rúðuna á leigubíl,“ skrifar Holt á Twitter.
What a beautiful city Reykavik is. I've only seen the centre through the window of a taxi, sadly, but I'd love to come back. Scenery is amazing, too. I've mainly seen that through the window of a taxi as well.
— Oliver Holt (@OllieHolt22) September 5, 2020
Í samtali við Vísi segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis að um tuttugu erlendir blaðamenn hafi komið hingað til lands til að fylgjast með leiknum. Sumir hafi lokið sóttkví en nokkrir aðrir hafi sótt um og fengið heimild til að fara í svokallaða aðlagaða sóttkví, þar sem fylgja þurfi sérstökum reglum, sem lesa má hér.
Samkvæmt þeim þurfa blaðamennirnir almennt að fylgja sóttvarnarreglum í hvívetna en fá hins vegar leyfi til þess að sinna þeirri vinnu sem þeir komu hingað til lands að sinna, í þessu tilfelli landsleikur Íslands og Englands. Segir Holt að þetta leyfi hafi fengist á síðustu stundu en þó í tæka tíð.
Yeah. We got a journalist's exemption to cover the game at the last minute but that means you have to go from airport to hotel to stadium and back to hotel so haven't seen anything of anything really. Except the match and the inside of my hotel room.
— Oliver Holt (@OllieHolt22) September 5, 2020