Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Jakob Bjarnar skrifar 7. september 2020 15:22 Séra Hildur Björk Hörpudóttir starfar á Biskupsstofu, er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar, segir Krist allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. „Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans.“ Séra Hildur Björk steig fyrr í dag fram á Facebookhópnum „Hinseginspjallið“, þar sem hinn umdeildi Trans-Jesú hefur verið til umræðu og sýnist sitt hverjum, og útskýrði fyrir meðlimum þar hvað býr að baki hugmyndinni um að stilla Jesú fram með brjóst dansandi undir regnboga. Vísir hefur fjallað um málið en svo virðist sem ekki aðeins séu það ýmsir prestar og kirkjuræknir sem setja spurningarmerki við þessa framsetningu heldur einnig þeir sem þessi auglýsingaherferð á að höfða til. Jesú getur líka verið non-binary og trans „Heil og sæl dásamlega hinseginspjall. Ég viðurkenni fúslega að ég er ein af þeim sem ber ábyrgð á þessu sem prestur og sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar.“ Þannig ávarpar Séra Hildur Björk hópinn en pistill hennar ætti að varpa ljósi á hugmyndafræðina sem að baki býr. „Grunnurinn er að birta mynd af samfélaginu eins og það er – sleppa staðamyndum sem kirkjan hefur mikið keyrt á og hafa verið í forgrunni í efni kirkjunnar. Kristur er allra – ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. Pistill Séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur í heild sinni en hún er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar. Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans. Kristur er fyrst og fremst boðberi kærleika, mannvirðingar, umhverfisvitundar og framtíðar sem við öll þráum og viljum. Þar sem við erum þau sem við erum og njótum virðingar, kærleika og réttlætis.“ Stórt skref fyrir kirkjuna að stíga Séra Hildur Björk segir að þau hjá þjóðkirkjunni séu ekkert endilega að birta einhvern sérstakan Jesú heldur meira Jesú allra; hvar sem við erum stödd í að kljást við lífið og tilveruna þá finnum við okkar Jesú, ef við viljum. „Ég vona svo sannarlega að þetta útskýri máið. Þetta er mikið skref innan kirkjunnar og ekki auðvelt. Ég vona að þið takið frekar undir þá veröld sem við viljum leiða fram í stað þess að finna okkur í andstæðingum. Sem við erum svo sannarlega ekki. Það hefur verið mesta blessun kirkjunnar í lengri tíma að fá að eiga ykkur sem tilheyrið hinsegin samfélaginu sem fyrirmynd að samfélagi þar sem kærleikur mannvirðing, mannréttindi og ástin lifir,“ segir Séra Hildur Björk. Hún segist gera sér grein fyrir því að þetta geti verið viðkvæmt og biðst afsökunar ef einhverjum þyki sem kirkjan hafi farið ógætilega. „Það var alls ekki meiningin. Meiningin er að taka eitt skref í átt að samfélagi þar sem við öll erum eitt.“ Eins og Vísir hefur greint frá er hinn svonefndi Trans-Jesú umdeildur. Ein fjölmargra sem hefur látið málið til sín taka og fordæmt framsetninguna eindregið er Margrét Friðriksdóttir sem meðal annars stýrir Facebookhópnum Stjórnmálaspjallið. Margrét birtir pistil fræðslustjórans á þeim vettvangi, gefur lítið fyrir útskýringarnar og tilkynnir að til standi að boða til mótmæla næstkomandi laugardag fyrir utan biskupsstofu. Þjóðkirkjan Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Trúmál Hinsegin Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Séra Hildur Björk Hörpudóttir starfar á Biskupsstofu, er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar, segir Krist allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. „Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans.“ Séra Hildur Björk steig fyrr í dag fram á Facebookhópnum „Hinseginspjallið“, þar sem hinn umdeildi Trans-Jesú hefur verið til umræðu og sýnist sitt hverjum, og útskýrði fyrir meðlimum þar hvað býr að baki hugmyndinni um að stilla Jesú fram með brjóst dansandi undir regnboga. Vísir hefur fjallað um málið en svo virðist sem ekki aðeins séu það ýmsir prestar og kirkjuræknir sem setja spurningarmerki við þessa framsetningu heldur einnig þeir sem þessi auglýsingaherferð á að höfða til. Jesú getur líka verið non-binary og trans „Heil og sæl dásamlega hinseginspjall. Ég viðurkenni fúslega að ég er ein af þeim sem ber ábyrgð á þessu sem prestur og sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar.“ Þannig ávarpar Séra Hildur Björk hópinn en pistill hennar ætti að varpa ljósi á hugmyndafræðina sem að baki býr. „Grunnurinn er að birta mynd af samfélaginu eins og það er – sleppa staðamyndum sem kirkjan hefur mikið keyrt á og hafa verið í forgrunni í efni kirkjunnar. Kristur er allra – ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. Pistill Séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur í heild sinni en hún er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar. Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans. Kristur er fyrst og fremst boðberi kærleika, mannvirðingar, umhverfisvitundar og framtíðar sem við öll þráum og viljum. Þar sem við erum þau sem við erum og njótum virðingar, kærleika og réttlætis.“ Stórt skref fyrir kirkjuna að stíga Séra Hildur Björk segir að þau hjá þjóðkirkjunni séu ekkert endilega að birta einhvern sérstakan Jesú heldur meira Jesú allra; hvar sem við erum stödd í að kljást við lífið og tilveruna þá finnum við okkar Jesú, ef við viljum. „Ég vona svo sannarlega að þetta útskýri máið. Þetta er mikið skref innan kirkjunnar og ekki auðvelt. Ég vona að þið takið frekar undir þá veröld sem við viljum leiða fram í stað þess að finna okkur í andstæðingum. Sem við erum svo sannarlega ekki. Það hefur verið mesta blessun kirkjunnar í lengri tíma að fá að eiga ykkur sem tilheyrið hinsegin samfélaginu sem fyrirmynd að samfélagi þar sem kærleikur mannvirðing, mannréttindi og ástin lifir,“ segir Séra Hildur Björk. Hún segist gera sér grein fyrir því að þetta geti verið viðkvæmt og biðst afsökunar ef einhverjum þyki sem kirkjan hafi farið ógætilega. „Það var alls ekki meiningin. Meiningin er að taka eitt skref í átt að samfélagi þar sem við öll erum eitt.“ Eins og Vísir hefur greint frá er hinn svonefndi Trans-Jesú umdeildur. Ein fjölmargra sem hefur látið málið til sín taka og fordæmt framsetninguna eindregið er Margrét Friðriksdóttir sem meðal annars stýrir Facebookhópnum Stjórnmálaspjallið. Margrét birtir pistil fræðslustjórans á þeim vettvangi, gefur lítið fyrir útskýringarnar og tilkynnir að til standi að boða til mótmæla næstkomandi laugardag fyrir utan biskupsstofu.
Þjóðkirkjan Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Trúmál Hinsegin Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira