Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Jakob Bjarnar skrifar 7. september 2020 15:22 Séra Hildur Björk Hörpudóttir starfar á Biskupsstofu, er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar, segir Krist allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. „Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans.“ Séra Hildur Björk steig fyrr í dag fram á Facebookhópnum „Hinseginspjallið“, þar sem hinn umdeildi Trans-Jesú hefur verið til umræðu og sýnist sitt hverjum, og útskýrði fyrir meðlimum þar hvað býr að baki hugmyndinni um að stilla Jesú fram með brjóst dansandi undir regnboga. Vísir hefur fjallað um málið en svo virðist sem ekki aðeins séu það ýmsir prestar og kirkjuræknir sem setja spurningarmerki við þessa framsetningu heldur einnig þeir sem þessi auglýsingaherferð á að höfða til. Jesú getur líka verið non-binary og trans „Heil og sæl dásamlega hinseginspjall. Ég viðurkenni fúslega að ég er ein af þeim sem ber ábyrgð á þessu sem prestur og sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar.“ Þannig ávarpar Séra Hildur Björk hópinn en pistill hennar ætti að varpa ljósi á hugmyndafræðina sem að baki býr. „Grunnurinn er að birta mynd af samfélaginu eins og það er – sleppa staðamyndum sem kirkjan hefur mikið keyrt á og hafa verið í forgrunni í efni kirkjunnar. Kristur er allra – ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. Pistill Séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur í heild sinni en hún er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar. Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans. Kristur er fyrst og fremst boðberi kærleika, mannvirðingar, umhverfisvitundar og framtíðar sem við öll þráum og viljum. Þar sem við erum þau sem við erum og njótum virðingar, kærleika og réttlætis.“ Stórt skref fyrir kirkjuna að stíga Séra Hildur Björk segir að þau hjá þjóðkirkjunni séu ekkert endilega að birta einhvern sérstakan Jesú heldur meira Jesú allra; hvar sem við erum stödd í að kljást við lífið og tilveruna þá finnum við okkar Jesú, ef við viljum. „Ég vona svo sannarlega að þetta útskýri máið. Þetta er mikið skref innan kirkjunnar og ekki auðvelt. Ég vona að þið takið frekar undir þá veröld sem við viljum leiða fram í stað þess að finna okkur í andstæðingum. Sem við erum svo sannarlega ekki. Það hefur verið mesta blessun kirkjunnar í lengri tíma að fá að eiga ykkur sem tilheyrið hinsegin samfélaginu sem fyrirmynd að samfélagi þar sem kærleikur mannvirðing, mannréttindi og ástin lifir,“ segir Séra Hildur Björk. Hún segist gera sér grein fyrir því að þetta geti verið viðkvæmt og biðst afsökunar ef einhverjum þyki sem kirkjan hafi farið ógætilega. „Það var alls ekki meiningin. Meiningin er að taka eitt skref í átt að samfélagi þar sem við öll erum eitt.“ Eins og Vísir hefur greint frá er hinn svonefndi Trans-Jesú umdeildur. Ein fjölmargra sem hefur látið málið til sín taka og fordæmt framsetninguna eindregið er Margrét Friðriksdóttir sem meðal annars stýrir Facebookhópnum Stjórnmálaspjallið. Margrét birtir pistil fræðslustjórans á þeim vettvangi, gefur lítið fyrir útskýringarnar og tilkynnir að til standi að boða til mótmæla næstkomandi laugardag fyrir utan biskupsstofu. Þjóðkirkjan Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Trúmál Hinsegin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Séra Hildur Björk Hörpudóttir starfar á Biskupsstofu, er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar, segir Krist allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. „Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans.“ Séra Hildur Björk steig fyrr í dag fram á Facebookhópnum „Hinseginspjallið“, þar sem hinn umdeildi Trans-Jesú hefur verið til umræðu og sýnist sitt hverjum, og útskýrði fyrir meðlimum þar hvað býr að baki hugmyndinni um að stilla Jesú fram með brjóst dansandi undir regnboga. Vísir hefur fjallað um málið en svo virðist sem ekki aðeins séu það ýmsir prestar og kirkjuræknir sem setja spurningarmerki við þessa framsetningu heldur einnig þeir sem þessi auglýsingaherferð á að höfða til. Jesú getur líka verið non-binary og trans „Heil og sæl dásamlega hinseginspjall. Ég viðurkenni fúslega að ég er ein af þeim sem ber ábyrgð á þessu sem prestur og sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar.“ Þannig ávarpar Séra Hildur Björk hópinn en pistill hennar ætti að varpa ljósi á hugmyndafræðina sem að baki býr. „Grunnurinn er að birta mynd af samfélaginu eins og það er – sleppa staðamyndum sem kirkjan hefur mikið keyrt á og hafa verið í forgrunni í efni kirkjunnar. Kristur er allra – ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. Pistill Séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur í heild sinni en hún er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar. Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans. Kristur er fyrst og fremst boðberi kærleika, mannvirðingar, umhverfisvitundar og framtíðar sem við öll þráum og viljum. Þar sem við erum þau sem við erum og njótum virðingar, kærleika og réttlætis.“ Stórt skref fyrir kirkjuna að stíga Séra Hildur Björk segir að þau hjá þjóðkirkjunni séu ekkert endilega að birta einhvern sérstakan Jesú heldur meira Jesú allra; hvar sem við erum stödd í að kljást við lífið og tilveruna þá finnum við okkar Jesú, ef við viljum. „Ég vona svo sannarlega að þetta útskýri máið. Þetta er mikið skref innan kirkjunnar og ekki auðvelt. Ég vona að þið takið frekar undir þá veröld sem við viljum leiða fram í stað þess að finna okkur í andstæðingum. Sem við erum svo sannarlega ekki. Það hefur verið mesta blessun kirkjunnar í lengri tíma að fá að eiga ykkur sem tilheyrið hinsegin samfélaginu sem fyrirmynd að samfélagi þar sem kærleikur mannvirðing, mannréttindi og ástin lifir,“ segir Séra Hildur Björk. Hún segist gera sér grein fyrir því að þetta geti verið viðkvæmt og biðst afsökunar ef einhverjum þyki sem kirkjan hafi farið ógætilega. „Það var alls ekki meiningin. Meiningin er að taka eitt skref í átt að samfélagi þar sem við öll erum eitt.“ Eins og Vísir hefur greint frá er hinn svonefndi Trans-Jesú umdeildur. Ein fjölmargra sem hefur látið málið til sín taka og fordæmt framsetninguna eindregið er Margrét Friðriksdóttir sem meðal annars stýrir Facebookhópnum Stjórnmálaspjallið. Margrét birtir pistil fræðslustjórans á þeim vettvangi, gefur lítið fyrir útskýringarnar og tilkynnir að til standi að boða til mótmæla næstkomandi laugardag fyrir utan biskupsstofu.
Þjóðkirkjan Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Trúmál Hinsegin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira