„Í dag 9. september eru akkúrat 3 ár síðan ég fékk vægt heilablóðfall. Ég lamaðist og missti málið,“ skrifar athafnakonan Linda Pétursdóttir í færslu á Facebook og endurbirtir í leiðinni þriggja ára færslu.
„Það sem bjargaði mér þarna var að ég hef lifað heilbrigðum lífsstíl til langs tíma. Sem betur fer urðu engar skemmdir á heila eða annarsstaðar í líkamanum. Slagæðar mínar voru hreinar og tærar en álagið á mér var heldur mikið; Stress getur drepið.“
Hún segir að það hafi verið vægast sagt ógnvekjandi að geta ekki hreyft sig né tjáð sig.
„Það var lítil manneskja sem stóð við rúm mitt, hélt í hönd mér og horfði með sínum stóru dökkbrúnu augum djúpt í augu mín og sagði „Mamma, þetta verður allt í lagi. Ég elska þig.” Og hún hafði rétt fyrir sér. Munum; Lífið er núna.“