Ótrúlegustu afrek David Blaine Stefán Árni Pálsson skrifar 9. september 2020 14:29 David Blaine á fjölmörg heimsmet. Árið 1997 kom fram á sjónarsviðið maður að nafni David Blaine sem er í dag þekktasti töframaður heims. Hann byrjaði með sinn eigin sjónvarpsþátt sem hét Street Magic og hefur nánast síðan þá verið heimsþekktur. Hann er fæddur 4. apríl árið 1973. Hann var asmasjúklingur en þrátt fyrir það á hann heimsmetið að halda niðri í sér andanum. Árið 1999 var hann í glerkistu ofan í jörðinni án matar og drykkja í heila viku. Árið 2000 var hann umkringdur klaka á Times Square í New York í þrjá sólahringa. Í raun náði hann ekki að klára það verkefni og var fjarlægður eftir að hann fór að upplifa ofsjónir og gríðarlega mikinn sársauka. Það tók hann marga mánuði að jafna sig. Árið 2002 stóð Blaine á sérútbúnum turni í Bryant Park í New York og stökk síðan niður á fjöldann allan af pakkakössum eftir 35 klukkustundir. Hann fékk heilahristing og brákaði í sér rifbein. Ári seinna fastaði hann í 44 daga í plexiglerkassa í London. Hann drakk aðeins vatn allan tímann. Hann hefur verið í heila viku í sérstakri vatnsglerkúlu í New York og reyndi að bæta heimsmetið í því að halda niðri í sér andanum undir lok vikunnar. Metið var þá 8 mínútur og 58 sekúndur en eftir sjö mínútur varð að bjarga honum úr aðstæðunum. Eftir það æfði hann í tvö ár til þess að bæta metið og slátraði hann metinu 30.apríl árið 2008 í beinni útsendingu hjá Oprah Winfrey þegar hann hélt niðri í sér andanum í sautján mínútur. Þjóðverjinn Tom Sietas sló síðan met Blaine árið 2012 þegar hann var í kafi í yfir 22 mínútur. Hér að neðan má sjá myndband af YouTube-síðu Blaine þar sem hann fer yfir afrek sín. Bíó og sjónvarp Grín og gaman Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Árið 1997 kom fram á sjónarsviðið maður að nafni David Blaine sem er í dag þekktasti töframaður heims. Hann byrjaði með sinn eigin sjónvarpsþátt sem hét Street Magic og hefur nánast síðan þá verið heimsþekktur. Hann er fæddur 4. apríl árið 1973. Hann var asmasjúklingur en þrátt fyrir það á hann heimsmetið að halda niðri í sér andanum. Árið 1999 var hann í glerkistu ofan í jörðinni án matar og drykkja í heila viku. Árið 2000 var hann umkringdur klaka á Times Square í New York í þrjá sólahringa. Í raun náði hann ekki að klára það verkefni og var fjarlægður eftir að hann fór að upplifa ofsjónir og gríðarlega mikinn sársauka. Það tók hann marga mánuði að jafna sig. Árið 2002 stóð Blaine á sérútbúnum turni í Bryant Park í New York og stökk síðan niður á fjöldann allan af pakkakössum eftir 35 klukkustundir. Hann fékk heilahristing og brákaði í sér rifbein. Ári seinna fastaði hann í 44 daga í plexiglerkassa í London. Hann drakk aðeins vatn allan tímann. Hann hefur verið í heila viku í sérstakri vatnsglerkúlu í New York og reyndi að bæta heimsmetið í því að halda niðri í sér andanum undir lok vikunnar. Metið var þá 8 mínútur og 58 sekúndur en eftir sjö mínútur varð að bjarga honum úr aðstæðunum. Eftir það æfði hann í tvö ár til þess að bæta metið og slátraði hann metinu 30.apríl árið 2008 í beinni útsendingu hjá Oprah Winfrey þegar hann hélt niðri í sér andanum í sautján mínútur. Þjóðverjinn Tom Sietas sló síðan met Blaine árið 2012 þegar hann var í kafi í yfir 22 mínútur. Hér að neðan má sjá myndband af YouTube-síðu Blaine þar sem hann fer yfir afrek sín.
Bíó og sjónvarp Grín og gaman Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira