Opnast líklega fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í útlöndum í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2020 12:08 Gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni hefur fallið um 20 prósent frá upphafi kórónufaraldursins. Kemur sér vel fyrir útflutningsgreinar en illa fyrir innflutning og Íslendinga á ferðalögum í útlöndum eða í netverslunum. Getty/Dinendra Haria/SOPA Images/LightRocket Líklegt er að samkomulag lífeyrissjóða og Seðlabanka um að þeir haldi sér til hlés í fjárfestingum í útlöndum til að verja krónuna í kórónufaraldrinum verði ekki endurnýjað þegar það rennur út seinnipartinn í næstu viku. Lífeyrissjóðirnir gerðu fyrst þriggja mánaða hlé á gjaldeyriskaupum til erlendra fjárfestinga í samráði við Seðlabankann hinn 17. mars í upphafi kórónufaraldurins. Það samkomulag var síðan endurnýjað til annarra þriggja mánaða hinn 15. júní og rennur út á fimmtudag í næstu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur þegar gengi krónunnar hafði fallið um 20 prósent í upphafi kórónufaraldursins. Nú hefur það fallið um 20 prósent.Vísir/Vilhelm Þegar lífeyrissjóðirnir samþykktu fyrst í mars að gera hlé á erlendum fjárfestingum fagnaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri því á fréttamannafundi. Hann ryfjaði upp að á árinu 2019 hafi viðskiptaafgangur þjóðarbúsins verið um 172 milljarðar króna sem hafi verið íslandsmet. „Og lífeyrissjóðirnir tóku sirka 120 milljarða af honum til að fjárfesta erlendis og það er mjög gott. Eins og lífeyriskerfið á að virka hjá okkur þá eigum við að vera með viðskiptaafgang sem lífeyrissjóðirnir síðan taka út og fjárfesta erlendis til að dreifa áhættu með lífeyrissparnaðinn okkar. Þess vegna eru þessi viðbrögð vel við hæfi núna þegar útflutningstekjur minnka að lífeyrissjóðirnir þá hinkri aðeins,“ sagði seðlabankastjóri hinn 18. mars síðast liðinn. Talsmenn lífeyrissjóðanna hafa margir sagt að framlengda samkomulagið verði ekki endurnýjað þegar það rennur út í næstu viku. En miðað við fjárfestingar þeirra í fyrra hafa lífeyrissjóðirnir haldið að sér höndum í útlöndum upp á um 60 milljarða króna. Á sama tíma hefur gengi krónunnar gagnvart evrunni fallið um 20 prósent. Seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur af gengi krónunnar þegar það hafði fallið um tíu prósent í mars frá áramótum. „Ef það er óvissa eða óstöðugleiki á alþjóðavettvangi þá sækja fjárfestar í þessar stóru seljanlegu myntir. Eins og evruna, dollarinn, jenið, svissneska frankann. Þannig að þá veikjast hinar smærri myntir,“ sagði Ásgeir Jónsson um efnahagsástandið í upphafi kórónufaraldursins í mars. Gjaldeyrissútstreymi hefur verið minna en Seðlabankinn og fleiri óttuðust í upphafi kórónufaraldursins og bankinn á enn tæpa þúsund milljarða í gjaldeyrisforða. Þá var afgangur á viðskiptum við útlönd 24 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Seðlabankinn ekki óskað eftir því að lög verði sett til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum tímabundið. Þótt gefið hafi verið í skyn að það hefði verið gert í mars, ef lífeyrissjóðirnir hefðu ekki þá gert hlé á fjárfestingunum að eigin frumkvæði eftir samtal við seðlabankastjóra. Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Líklegt er að samkomulag lífeyrissjóða og Seðlabanka um að þeir haldi sér til hlés í fjárfestingum í útlöndum til að verja krónuna í kórónufaraldrinum verði ekki endurnýjað þegar það rennur út seinnipartinn í næstu viku. Lífeyrissjóðirnir gerðu fyrst þriggja mánaða hlé á gjaldeyriskaupum til erlendra fjárfestinga í samráði við Seðlabankann hinn 17. mars í upphafi kórónufaraldurins. Það samkomulag var síðan endurnýjað til annarra þriggja mánaða hinn 15. júní og rennur út á fimmtudag í næstu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur þegar gengi krónunnar hafði fallið um 20 prósent í upphafi kórónufaraldursins. Nú hefur það fallið um 20 prósent.Vísir/Vilhelm Þegar lífeyrissjóðirnir samþykktu fyrst í mars að gera hlé á erlendum fjárfestingum fagnaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri því á fréttamannafundi. Hann ryfjaði upp að á árinu 2019 hafi viðskiptaafgangur þjóðarbúsins verið um 172 milljarðar króna sem hafi verið íslandsmet. „Og lífeyrissjóðirnir tóku sirka 120 milljarða af honum til að fjárfesta erlendis og það er mjög gott. Eins og lífeyriskerfið á að virka hjá okkur þá eigum við að vera með viðskiptaafgang sem lífeyrissjóðirnir síðan taka út og fjárfesta erlendis til að dreifa áhættu með lífeyrissparnaðinn okkar. Þess vegna eru þessi viðbrögð vel við hæfi núna þegar útflutningstekjur minnka að lífeyrissjóðirnir þá hinkri aðeins,“ sagði seðlabankastjóri hinn 18. mars síðast liðinn. Talsmenn lífeyrissjóðanna hafa margir sagt að framlengda samkomulagið verði ekki endurnýjað þegar það rennur út í næstu viku. En miðað við fjárfestingar þeirra í fyrra hafa lífeyrissjóðirnir haldið að sér höndum í útlöndum upp á um 60 milljarða króna. Á sama tíma hefur gengi krónunnar gagnvart evrunni fallið um 20 prósent. Seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur af gengi krónunnar þegar það hafði fallið um tíu prósent í mars frá áramótum. „Ef það er óvissa eða óstöðugleiki á alþjóðavettvangi þá sækja fjárfestar í þessar stóru seljanlegu myntir. Eins og evruna, dollarinn, jenið, svissneska frankann. Þannig að þá veikjast hinar smærri myntir,“ sagði Ásgeir Jónsson um efnahagsástandið í upphafi kórónufaraldursins í mars. Gjaldeyrissútstreymi hefur verið minna en Seðlabankinn og fleiri óttuðust í upphafi kórónufaraldursins og bankinn á enn tæpa þúsund milljarða í gjaldeyrisforða. Þá var afgangur á viðskiptum við útlönd 24 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Seðlabankinn ekki óskað eftir því að lög verði sett til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum tímabundið. Þótt gefið hafi verið í skyn að það hefði verið gert í mars, ef lífeyrissjóðirnir hefðu ekki þá gert hlé á fjárfestingunum að eigin frumkvæði eftir samtal við seðlabankastjóra.
Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira