Talsvert um úrsagnir úr þjóðkirkjunni Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2020 13:27 Trans-Jesú ætlar að reynast Agnesi Sigurðardóttur biskupi yfir Íslandi erfiður. Nokkuð er um úrsagnir sem rekja má til hins umdeilda kynningarefnis og vænta má þess að málið verði tekið fyrir á kirkjuþingi á morgun. Vísir/Vilhelm/kirkjan Fyrstu 8 mánuðina sögðu 176 að meðaltali sig úr þjóðkirkjunni. Fyrstu sjö dagana í september sögðu 165 sig úr Þjóðkirkjunni. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Jón Már Halldórsson sérfræðingur Þjóðskrár tók saman fyrir Vísi. Daganna 4. til 7. september, samkvæmt breytingaskrá, voru framkvæmdir alls 132 flutningar úr þjóðkirkjunni yfir í aðra flokka hvort sem er önnur trú/lífsskoðunarfélög eða utan trúfélaga. Þannig líta gögn Þjóðskrár út í gær, 8. september. Þannig má glögglega sjá að hin umdeilda auglýsing Biskupsstofu þar sem Trans-Jesú er teflt fram til að kynna Sunnudagsskólann, hefur haft áhrif á úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Eins og Vísir hefur greint frá olli umrædd auglýsing verulegri ólgu og þannig virtist sem kirkjunni tækist að móðga bæði leika og lærða sem og þá sem ætla má að auglýsingin hafi átt að höfða til. Einn þriðji í þjóðkirkjunni Þessar úrsagnir eru í sjálfu sér hlutfallslega ekki stór biti en samkvæmt frétt Vísis frá í sumar kemur fram að tæp 231 þúsund eru þar meðlimir. Sem þýðir að einn þriðji þjóðarinnar stendur utan hennar. En þær segja sína sögu um nokkrar hræringar. Á athugasemdum við fréttir af Trans-Jesú sem og á samfélagsmiðlum hafa ýmsir sagst ætla, vegna málsins, að segja sig úr þjóðkirkjunni og hafa samkvæmt þessu fylgt orðum sínum eftir. Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að Séra Hildur Björk Hörpudóttir, sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar, segir Krist allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. „Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans.“ Séra Hildur Björk var sérstaklega að ávarpa hinsegin-samfélagið þar sem hún útskýrði hugmyndafræðina sem er að baki hinu umdeilda kynningarefni. Hún segir að skrefið hafi verið stórt fyrir kirkjuna að stíga og er það ekki orðum aukið. Krefst þess að biskup verði áminntur Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti, skrifaði grein í Morgunblaðið, þar sem hann krefst þess að þeir sem beri ábyrgð á uppátækinu verði látnir taka hatt sinn og staf. Hann bendir á að æðsta stofnun þjóðkirkjunnar, sem er kirkjuþing, komi saman á morgun til að samþykkja nýja skipan kirkjumála í framhaldi af viðbótarsamningi ríkisins og kirkjunnar frá 6. september 2019. Halldór skorar á þingfulltrúa að taka til afgreiðslu með afbrigðum á þingsköpum ... „þá ósmekkvísi og trúarbrenglun, sem fræðslunefnd þjóðkirkjunnar á biskupsstofu hefur sett fram sem nýtt efni sunnudagaskólans, með forsíðumynd af Kristi í litum regnbogans, sem varalitaðri konu með brjóst!“ Halldór segir að ekkert geti bætt þessa framkomu Biskupsstofu og fræðslunefndar kirkjunnar nema afdráttarlaust samþykki kirkjuþings um að afturkalla þetta efni sunnudagaskóla kirkjunnar. Og að auki veita biskupi Íslands áminningu um þessa framkvæmd; „með ósk um að fræðslunefnd þjóðkirkjunnar og samskiptastjóra hennar, sem í fjölmiðlum hefur rökstutt ákvörðunina, verði sagt upp.“ Urgur er meðal presta vegna málsins eins og sjá má í grein Séra Skúla Ólafssonar í Neskirkju sem kallar einnig eftir breyttu verklagi í kynningarmálum í grein sem hann birti á Vísi. Trúmál Þjóðkirkjan Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Flugdrekaheilkennið Nokkur orð um trans-Jesú 7. september 2020 10:00 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Fyrstu 8 mánuðina sögðu 176 að meðaltali sig úr þjóðkirkjunni. Fyrstu sjö dagana í september sögðu 165 sig úr Þjóðkirkjunni. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Jón Már Halldórsson sérfræðingur Þjóðskrár tók saman fyrir Vísi. Daganna 4. til 7. september, samkvæmt breytingaskrá, voru framkvæmdir alls 132 flutningar úr þjóðkirkjunni yfir í aðra flokka hvort sem er önnur trú/lífsskoðunarfélög eða utan trúfélaga. Þannig líta gögn Þjóðskrár út í gær, 8. september. Þannig má glögglega sjá að hin umdeilda auglýsing Biskupsstofu þar sem Trans-Jesú er teflt fram til að kynna Sunnudagsskólann, hefur haft áhrif á úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Eins og Vísir hefur greint frá olli umrædd auglýsing verulegri ólgu og þannig virtist sem kirkjunni tækist að móðga bæði leika og lærða sem og þá sem ætla má að auglýsingin hafi átt að höfða til. Einn þriðji í þjóðkirkjunni Þessar úrsagnir eru í sjálfu sér hlutfallslega ekki stór biti en samkvæmt frétt Vísis frá í sumar kemur fram að tæp 231 þúsund eru þar meðlimir. Sem þýðir að einn þriðji þjóðarinnar stendur utan hennar. En þær segja sína sögu um nokkrar hræringar. Á athugasemdum við fréttir af Trans-Jesú sem og á samfélagsmiðlum hafa ýmsir sagst ætla, vegna málsins, að segja sig úr þjóðkirkjunni og hafa samkvæmt þessu fylgt orðum sínum eftir. Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að Séra Hildur Björk Hörpudóttir, sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar, segir Krist allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. „Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans.“ Séra Hildur Björk var sérstaklega að ávarpa hinsegin-samfélagið þar sem hún útskýrði hugmyndafræðina sem er að baki hinu umdeilda kynningarefni. Hún segir að skrefið hafi verið stórt fyrir kirkjuna að stíga og er það ekki orðum aukið. Krefst þess að biskup verði áminntur Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti, skrifaði grein í Morgunblaðið, þar sem hann krefst þess að þeir sem beri ábyrgð á uppátækinu verði látnir taka hatt sinn og staf. Hann bendir á að æðsta stofnun þjóðkirkjunnar, sem er kirkjuþing, komi saman á morgun til að samþykkja nýja skipan kirkjumála í framhaldi af viðbótarsamningi ríkisins og kirkjunnar frá 6. september 2019. Halldór skorar á þingfulltrúa að taka til afgreiðslu með afbrigðum á þingsköpum ... „þá ósmekkvísi og trúarbrenglun, sem fræðslunefnd þjóðkirkjunnar á biskupsstofu hefur sett fram sem nýtt efni sunnudagaskólans, með forsíðumynd af Kristi í litum regnbogans, sem varalitaðri konu með brjóst!“ Halldór segir að ekkert geti bætt þessa framkomu Biskupsstofu og fræðslunefndar kirkjunnar nema afdráttarlaust samþykki kirkjuþings um að afturkalla þetta efni sunnudagaskóla kirkjunnar. Og að auki veita biskupi Íslands áminningu um þessa framkvæmd; „með ósk um að fræðslunefnd þjóðkirkjunnar og samskiptastjóra hennar, sem í fjölmiðlum hefur rökstutt ákvörðunina, verði sagt upp.“ Urgur er meðal presta vegna málsins eins og sjá má í grein Séra Skúla Ólafssonar í Neskirkju sem kallar einnig eftir breyttu verklagi í kynningarmálum í grein sem hann birti á Vísi.
Trúmál Þjóðkirkjan Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Flugdrekaheilkennið Nokkur orð um trans-Jesú 7. september 2020 10:00 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent