Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2020 16:47 Trump kepptist við að gera lítið úr hættunni af kórónuveirufaraldrinum við upphaf hans. Í nýrri bók er fullyrt að hann hafi vitað af hættunni en vísvitandi logið að almenningi. Vísir/EPA Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. Í nýrri bók Watergate-blaðamanns er fullyrt að Trump hafi viðurkennt að hann vildi reyna að gera sem minnst úr hættunni. Það tók Trump forseta fleiri vikur að segja opinberlega að nýtt afbrigði kórónuveiru væri mannskætt og að mikil smithætta væri til staðar. Við upphaf faraldursins tönglaðist hann í sífellu á því að veiran væri engu verri en árstíðarbundin flensa og fullyrti ranglega að bandarísk yfirvöld hefðu fullkomna stjórn á faraldrinum þar. Hvergi hafa nú fleiri látist af völdum veirunnar en í Bandaríkjunum og hefur það meðal annars verið rakið til klúðurs alríkisstjórnarinnar sem Trump stýrir. Í bókinni „Ofsi“ [e. Rage] eftir Bob Woodward, annan blaðamanna Washington Post sem hefur verið eignaður heiður af því að afhjúpa Watergate-hneykslið á 8. áratug síðustu aldar, fullyrðir höfundurinn að Trump hafi lýst því fyrir sér í símtölum hversu hættuleg veiran væri, mun banvænni en flensan, þegar í febrúar. Á sama tíma spáði Trump því opinberlega að veiran hyrfi fljótt og að ekkert væri að óttast. Síðar sagði Trump Woodward að það hefði verið með ráðum gert. „Ég vildi alltaf gera lítið úr þessu,“ staðhæfir Woodward að Trump hafi sagt sér í símtali 19. mars. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Þjóðaröryggisráðgjafar Trump tjáðu honum þegar í lok janúar að kórónuveirufaraldurinn yrði stærsta þjóðaröryggismál sem hann ætti eftir að standa frammi fyrir. Hann gæti jafnast á við inflúensufaraldurinn sem dró fimmtíu milljónir manna til dauða árið 1918. Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPA „Eina markmið hans er að ná endurkjöri“ Bók Woodward byggir meðal annars á átján viðtölum sem hann átti við Trump frá desember og fram í júlí, að sögn Washington Post. Í henni fara James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trump, og Dan Coats, fyrrverandi leyniþjónustustjóra Bandaríkjanna, einnig hörðum orðum um forsetann. Woodward styðst einnig við ónefnda heimildarmenn innan ríkisstjórnar Trump. Lýsingar á viðbrögðum ríkisstjórnar vegna kórónuveirufaraldursins og axarsköftum þeim tengdum er lýst í bókinni. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur ríkisstjórnarinnar, er sagður hafa rætt við fólk um að Trump væri „á annarri rás“ og héldi ekki einbeitingu á fundum. „Athyglissvið hans er eins og mínustala,“ á Fauci að hafa sagt. „Eina markmið hans er að ná endurkjöri,“ er Fauci sagður hafa harmað sömuleiðis. Þegar Fauci varaði við því á fundi í Hvíta húsinu að Trump færi með ósannindi um faraldurinn opinberlega sem gætu komið í bakið á honum síðar segir Woodward að nánustu ráðgjafar Trump hafi verið sem steinrunnir og forviða yfir því að Fauci skyldi segja slíkt fyrir framan forsetann. George W. Bush, fyrrverandi forseti og repúblikani, er sagður hafa tekið fáleg í hugmynd Lindsey Graham, öldungadeildarþingmanns flokksins og náins bandamanns Trump, að hann ræddi við Trump um alþjóðlegar tilraunir til að þróa bóluefni. „Nei, nei. Hann myndi rangtúlka allt sem ég segði,“ á Bush að hafa svarað. Trump lýsti Kim einræðisherra sem afburðagáfuðum við Woodward.Vísir/Getty Kim spilaði inn á hégóma Trump Þeir Mattis og Coats eru sagðir hafa verið með böggum hildar yfir framferði og skapgerð Trump þegar þeir voru enn embættismenn í ríkisstjórninni. Mattis hafi talið um að raunverulegur möguleiki væri á því að þeir þyrftu að grípa inn í því forsetinn væri gersamlega vanhæfur. Coats tók undir álit Mattis að Trump skorti allt siðferði og sagðist telja að forsetinn skildi ekki muninn á sannleika og lygi. Trump hafði að sama skapi ekki mikið álit á mörgum undirmönnum sínum eða forverum í embætti. Hann kallaði herforingja sína „píkur“ [e. pussies] sem hefðu meiri áhuga á alþjóðlegum bandalögum en viðskiptasamningum. Hann sagði Woodward að Barack Obama væri „ekki gáfaður“ og væri verulega ofmetinn. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefði sagt sér að honum fyndist Obama vera „fáviti“ [e. Asshole]. Woodward vitnar í hluta af bréfum sem Kim sendi Trump í kringum sögulega fundi þeirra. Kim hafi þannig skrifað um ósk sína um „annan sögulegan fund mín og yðar hágöfgi sem minnir á atriði úr ævintýrakvikmynd“. Fundir þeirra væru Kim „dýrmæt minning“ sem undirstrikuðu hvernig „djúpt og einstakt vinasamband okkar mun virka eins og töframáttur“. „Ég er ánægður með að hafa myndað svo góð tengsl við svo valdamikinn og framúrskarandi stjórnvitring eins og yðar hágöfgi,“ á Kim að hafa skrifað Trump. Trump er sagður hafa fallið kylliflatur fyrir skjalli Kim og verið sérstaklega upp með sér að Kim hafi kallað hann „yðar hágöfgi“. Hann sagði Woodward að þegar þeir Kim hittust í fyrsta skipti hafi hann verið fullur lotningar fyrir einræðisherranum. Grobbaði Trump sig af því að Kim segði honum „allt“, þar á meðal myndrænar lýsingar á hvernig Kim hefði látið drepa frænda sinn. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Nýr tónn í Trump Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Það breyttist í gær. 17. mars 2020 12:36 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. Í nýrri bók Watergate-blaðamanns er fullyrt að Trump hafi viðurkennt að hann vildi reyna að gera sem minnst úr hættunni. Það tók Trump forseta fleiri vikur að segja opinberlega að nýtt afbrigði kórónuveiru væri mannskætt og að mikil smithætta væri til staðar. Við upphaf faraldursins tönglaðist hann í sífellu á því að veiran væri engu verri en árstíðarbundin flensa og fullyrti ranglega að bandarísk yfirvöld hefðu fullkomna stjórn á faraldrinum þar. Hvergi hafa nú fleiri látist af völdum veirunnar en í Bandaríkjunum og hefur það meðal annars verið rakið til klúðurs alríkisstjórnarinnar sem Trump stýrir. Í bókinni „Ofsi“ [e. Rage] eftir Bob Woodward, annan blaðamanna Washington Post sem hefur verið eignaður heiður af því að afhjúpa Watergate-hneykslið á 8. áratug síðustu aldar, fullyrðir höfundurinn að Trump hafi lýst því fyrir sér í símtölum hversu hættuleg veiran væri, mun banvænni en flensan, þegar í febrúar. Á sama tíma spáði Trump því opinberlega að veiran hyrfi fljótt og að ekkert væri að óttast. Síðar sagði Trump Woodward að það hefði verið með ráðum gert. „Ég vildi alltaf gera lítið úr þessu,“ staðhæfir Woodward að Trump hafi sagt sér í símtali 19. mars. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Þjóðaröryggisráðgjafar Trump tjáðu honum þegar í lok janúar að kórónuveirufaraldurinn yrði stærsta þjóðaröryggismál sem hann ætti eftir að standa frammi fyrir. Hann gæti jafnast á við inflúensufaraldurinn sem dró fimmtíu milljónir manna til dauða árið 1918. Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPA „Eina markmið hans er að ná endurkjöri“ Bók Woodward byggir meðal annars á átján viðtölum sem hann átti við Trump frá desember og fram í júlí, að sögn Washington Post. Í henni fara James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trump, og Dan Coats, fyrrverandi leyniþjónustustjóra Bandaríkjanna, einnig hörðum orðum um forsetann. Woodward styðst einnig við ónefnda heimildarmenn innan ríkisstjórnar Trump. Lýsingar á viðbrögðum ríkisstjórnar vegna kórónuveirufaraldursins og axarsköftum þeim tengdum er lýst í bókinni. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur ríkisstjórnarinnar, er sagður hafa rætt við fólk um að Trump væri „á annarri rás“ og héldi ekki einbeitingu á fundum. „Athyglissvið hans er eins og mínustala,“ á Fauci að hafa sagt. „Eina markmið hans er að ná endurkjöri,“ er Fauci sagður hafa harmað sömuleiðis. Þegar Fauci varaði við því á fundi í Hvíta húsinu að Trump færi með ósannindi um faraldurinn opinberlega sem gætu komið í bakið á honum síðar segir Woodward að nánustu ráðgjafar Trump hafi verið sem steinrunnir og forviða yfir því að Fauci skyldi segja slíkt fyrir framan forsetann. George W. Bush, fyrrverandi forseti og repúblikani, er sagður hafa tekið fáleg í hugmynd Lindsey Graham, öldungadeildarþingmanns flokksins og náins bandamanns Trump, að hann ræddi við Trump um alþjóðlegar tilraunir til að þróa bóluefni. „Nei, nei. Hann myndi rangtúlka allt sem ég segði,“ á Bush að hafa svarað. Trump lýsti Kim einræðisherra sem afburðagáfuðum við Woodward.Vísir/Getty Kim spilaði inn á hégóma Trump Þeir Mattis og Coats eru sagðir hafa verið með böggum hildar yfir framferði og skapgerð Trump þegar þeir voru enn embættismenn í ríkisstjórninni. Mattis hafi talið um að raunverulegur möguleiki væri á því að þeir þyrftu að grípa inn í því forsetinn væri gersamlega vanhæfur. Coats tók undir álit Mattis að Trump skorti allt siðferði og sagðist telja að forsetinn skildi ekki muninn á sannleika og lygi. Trump hafði að sama skapi ekki mikið álit á mörgum undirmönnum sínum eða forverum í embætti. Hann kallaði herforingja sína „píkur“ [e. pussies] sem hefðu meiri áhuga á alþjóðlegum bandalögum en viðskiptasamningum. Hann sagði Woodward að Barack Obama væri „ekki gáfaður“ og væri verulega ofmetinn. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefði sagt sér að honum fyndist Obama vera „fáviti“ [e. Asshole]. Woodward vitnar í hluta af bréfum sem Kim sendi Trump í kringum sögulega fundi þeirra. Kim hafi þannig skrifað um ósk sína um „annan sögulegan fund mín og yðar hágöfgi sem minnir á atriði úr ævintýrakvikmynd“. Fundir þeirra væru Kim „dýrmæt minning“ sem undirstrikuðu hvernig „djúpt og einstakt vinasamband okkar mun virka eins og töframáttur“. „Ég er ánægður með að hafa myndað svo góð tengsl við svo valdamikinn og framúrskarandi stjórnvitring eins og yðar hágöfgi,“ á Kim að hafa skrifað Trump. Trump er sagður hafa fallið kylliflatur fyrir skjalli Kim og verið sérstaklega upp með sér að Kim hafi kallað hann „yðar hágöfgi“. Hann sagði Woodward að þegar þeir Kim hittust í fyrsta skipti hafi hann verið fullur lotningar fyrir einræðisherranum. Grobbaði Trump sig af því að Kim segði honum „allt“, þar á meðal myndrænar lýsingar á hvernig Kim hefði látið drepa frænda sinn.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Nýr tónn í Trump Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Það breyttist í gær. 17. mars 2020 12:36 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26
Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52
Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00
Nýr tónn í Trump Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Það breyttist í gær. 17. mars 2020 12:36