Bardagakappinn Jón Viðar Arnþórsson og Sigríður Jóna Rafnsdóttir eiga vona á sínu fyrsta barni saman.
Fyrir á Jón Viðar einn dreng. Hann greinir frá þessu á Instagram og segir:
„Núna er bannað að kýla Siggu í magann á æfingu! ...annars er mér, Bomba og Breka að mæta.
23.mars.“
Jón Viðar vakti mikla athygli í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 síðasta vetur og stóð hann sig mjög vel í þeirri keppni.