Titillinn stoppar stutt í Liverpool samkvæmt spá ofurtölvunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 09:00 Það er eins gott að biðja til æðri máttarvalda því ofurtölvan hefur talað. Liverpool Brassarnir Fabinho, Roberto Firmino og Alisson Becker fagna með Englandsbikarinn í sumar. EPA-EFE/Laurence Griffiths Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst á laugardaginn með leik Fulham og Arsenal á Craven Cottage. Að venju hefur ofurtölvan spáð fyrir um öll úrslit tímabilsins og um leið reiknað út líklegustu lokastöðuna í vor. Liverpool liðið vann ensku úrvalsdeildina með átján stigum á síðasta tímabili en það forskot á hin liðin í deildinni er ekki nóg í spálíkaninu fyrir 2020-21 tímabilið. Manchester City hefur bætt við sig leikmönnum eins Nathan Ake og Ferran Torres en á sama tíma hefur verið mjög lítið að frétta í leikmannamálum Liverpool liðsins. Jürgen Klopp hefur ekki enn náð að kaupa leikmann sem er líklegur til að breyta einhverju fyrir liðið í vetur. Liðið tapaði á móti Arsenal í leiknum um Samfélagsskjöldinn og margir eru á því að ensku meistararnir þurfi liðstyrk þrátt fyrir gengið frábæra á 2019-20 tímabilinu. 4th - Manchester United 6th - Tottenham 13th - Leeds United 19th - West Ham The super computer is officially back! This time, it's predicted the final 2020/21 Premier League table... https://t.co/Wu5eet7yAT— SPORTbible (@sportbible) September 10, 2020 Ofurtölvan er sammála þeirri gagnrýni um að Liverpool þurfi að gera meira til þess að halda enska meistaratitlinum hjá sér á Anfield annað árið í röð. Liverpool er þó spáð öðru sætinu á undan Chelsea. Chelsea hefur unnið yfirburðasigur á leikmannamarkaðnum í sumar enda búið að bæta við sig mörgum spennandi leikmönnum. Leikmenn eins og þeir Hakim Ziyech, Timo Werner, Ben Chilwell, Malang Sarr, Thiago Silva og Kai Havertz spila fyrir Frank Lampard á komandi tímabili. Manchester United er síðan síðasta liðið til að ná Meistaradeildarsæti og Arsenal tekur síðan fimmta sætið á undan nágrönnum sínum í Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa bætt við miklu inn á miðjuna hjá sér en það dugar þó bara í níunda sætið. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley munu rétt sleppa við fall. Liðin sem er spáð falli eru Fulham, West Ham og West Brom. Nýliðar Leeds United komst ekki upp í efri hlutann en er spáð þrettánda sætinu á langþráðu tímabili sínu meðal þeirra bestu. Lokastaðan samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar: 1. Manchester City (Meistaradeildarsæti) 2. Liverpool (Meistaradeildarsæti) 3. Chelsea (Meistaradeildarsæti) 4. Manchester United (Meistaradeildarsæti) 5. Arsenal (Evrópudeildarsæti) 6. Tottenham 7. Wolves 8. Leicester City 9. Everton 10. Southampton 11. Sheffield United 12. Newcastle 13. Leeds 14. Brighton 15. Crystal Palace 16. Aston Villa 17. Burnley 18. West Brom (Fall úr deildinni) 19. West Ham (Fall úr deildinni) 20. Fulham (Fall úr deildinni) Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst á laugardaginn með leik Fulham og Arsenal á Craven Cottage. Að venju hefur ofurtölvan spáð fyrir um öll úrslit tímabilsins og um leið reiknað út líklegustu lokastöðuna í vor. Liverpool liðið vann ensku úrvalsdeildina með átján stigum á síðasta tímabili en það forskot á hin liðin í deildinni er ekki nóg í spálíkaninu fyrir 2020-21 tímabilið. Manchester City hefur bætt við sig leikmönnum eins Nathan Ake og Ferran Torres en á sama tíma hefur verið mjög lítið að frétta í leikmannamálum Liverpool liðsins. Jürgen Klopp hefur ekki enn náð að kaupa leikmann sem er líklegur til að breyta einhverju fyrir liðið í vetur. Liðið tapaði á móti Arsenal í leiknum um Samfélagsskjöldinn og margir eru á því að ensku meistararnir þurfi liðstyrk þrátt fyrir gengið frábæra á 2019-20 tímabilinu. 4th - Manchester United 6th - Tottenham 13th - Leeds United 19th - West Ham The super computer is officially back! This time, it's predicted the final 2020/21 Premier League table... https://t.co/Wu5eet7yAT— SPORTbible (@sportbible) September 10, 2020 Ofurtölvan er sammála þeirri gagnrýni um að Liverpool þurfi að gera meira til þess að halda enska meistaratitlinum hjá sér á Anfield annað árið í röð. Liverpool er þó spáð öðru sætinu á undan Chelsea. Chelsea hefur unnið yfirburðasigur á leikmannamarkaðnum í sumar enda búið að bæta við sig mörgum spennandi leikmönnum. Leikmenn eins og þeir Hakim Ziyech, Timo Werner, Ben Chilwell, Malang Sarr, Thiago Silva og Kai Havertz spila fyrir Frank Lampard á komandi tímabili. Manchester United er síðan síðasta liðið til að ná Meistaradeildarsæti og Arsenal tekur síðan fimmta sætið á undan nágrönnum sínum í Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa bætt við miklu inn á miðjuna hjá sér en það dugar þó bara í níunda sætið. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley munu rétt sleppa við fall. Liðin sem er spáð falli eru Fulham, West Ham og West Brom. Nýliðar Leeds United komst ekki upp í efri hlutann en er spáð þrettánda sætinu á langþráðu tímabili sínu meðal þeirra bestu. Lokastaðan samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar: 1. Manchester City (Meistaradeildarsæti) 2. Liverpool (Meistaradeildarsæti) 3. Chelsea (Meistaradeildarsæti) 4. Manchester United (Meistaradeildarsæti) 5. Arsenal (Evrópudeildarsæti) 6. Tottenham 7. Wolves 8. Leicester City 9. Everton 10. Southampton 11. Sheffield United 12. Newcastle 13. Leeds 14. Brighton 15. Crystal Palace 16. Aston Villa 17. Burnley 18. West Brom (Fall úr deildinni) 19. West Ham (Fall úr deildinni) 20. Fulham (Fall úr deildinni)
Lokastaðan samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar: 1. Manchester City (Meistaradeildarsæti) 2. Liverpool (Meistaradeildarsæti) 3. Chelsea (Meistaradeildarsæti) 4. Manchester United (Meistaradeildarsæti) 5. Arsenal (Evrópudeildarsæti) 6. Tottenham 7. Wolves 8. Leicester City 9. Everton 10. Southampton 11. Sheffield United 12. Newcastle 13. Leeds 14. Brighton 15. Crystal Palace 16. Aston Villa 17. Burnley 18. West Brom (Fall úr deildinni) 19. West Ham (Fall úr deildinni) 20. Fulham (Fall úr deildinni)
Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira