Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 31-38 | Eyjamenn byrjuðu á útisigri Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2020 20:28 Eyjamenn urðu meistarar meistararanna á dögunum. vísir ÍBV vann sjö marka sigur á ÍR í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Breiðholtinu í kvöld. Lokatölur 38-31 og Eyjamenn gátu fagnað vel í leikslok. Heimamenn byrjuðu leikinn í kvöld betur og komust 4-1 á fyrstu mínútunum. Þeir keyrðu vel á gestina sem voru að klikka í færunum í upphafi. Smátt og smátt komust Eyjamenn betur inn í leikinn og náðu forystunni í fyrsta sinn í stöðunni 9-8. Jafnt var á með liðunum í framhaldinu en þegar Eyjamenn skiptu um varnarleik náðu þeir yfirhöndinni og leiddu 21-17 í leikhléi. Mikið skorað í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik náðu ÍR-ingar aldrei að ógna ÍBV-liðinu. Eyjamenn komust fljótlega sjö mörkum yfir og héldu þeirri forystu út leikinn. Leikurinn fór í smá vitleysu þegar líða fór á og dómararnir, sem áttu ekki sérlega góðan dag, misstu tökinn á tímabili. Lokatölur eins og áður segir 38-31 og ÍBV því komið með tvö stig í Olís-deildinni. Af hverju vann ÍBV? Þeir eru einfaldlega með betra lið en ÍR. ÍR olli Eyjaliðinu vissulega vandræðum og gáfu ekki tommu eftir í dag en þegar ÍBV náði sínum leik upp á ákveðið stig náðu ÍR-ingar ekki að fylgja því eftir. ÍR-ingar leystu 5-1 vörn Eyjamanna nokkuð vel og gestirnir urðu að skipta yfir í 6-0 vörn sem þeir þurfa ekki oft að gera. ÍBV róteraði vel á sínum útileikmönnum á meðan ÍR-liðið þurfti að spila meira á sömu mönnunum og þeir höfðu ekki alveg næga krafta til að spila svona hraðan leik í 60 mínútur. Hverjir stóðu upp úr? Hákon Daði Styrmisson var markahæstur á vellinum, skoraði 13 mörk úr 14 skotum og átti nær óaðfinnanlegan leik. Kári Kristján Kristjánsson var ÍR-ingum erfiður á línunni og Petar varði ágætlega í markinu. Hjá ÍR var Úlfur Kjartansson öflugur á línunni en Andri Heimir Friðriksson dró vagninn lengst af og tók af skarið þegar á þurfti að halda. Hvað gekk illa? Varnir liðanna voru götóttar en ÍBV átti auðveldara með að sækja mörk í uppstilltum sóknarleik þegar þeir þurftu á því að halda. Bæði lið voru dugleg að keyra á andstæðingana en mistök ÍR-inga í sóknnini voru dýrkeypt og Eyjamenn voru duglegir að nýta sér þau. Þá verð ég að nefna dómaraparið sem mér fannst ekki eiga góðan leik í dag. Bæði lið voru ósátt og sem dæmi má nefna að þegar Eyjamenn vildu fá rautt spjald á Andra Heimi Friðriksson fyrir brot þá ráku þeir vitlausan mann útaf, Gunnar Valdimar Johnsen fékk tvær mínútur og það í þriðja sinn og þar með rautt. Hvað gerist næst? ÍR á útileik framundan gegn Val sem flestir spá toppbaráttu í vetur. Eyjamenn leika aftur á útivelli í næstu umferð, þeir fara á Ásvelli og mæta þar gríðarsterku liði Hauka. Kristinn Björgúlfsson fékk krefjandi verkefni í hendurnar þegar hann tók við karlaliði ÍR.vísir/s2s Kristinn: Hundleiðinlegt ef þetta á að vera eins og einhver jarðarför Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR var sáttur með margt hjá sínu liði í dag þrátt fyrir 7 marka tap gegn ÍBV. „Ég er mjög ánægður með mína menn. Við berjumst alltan tímann. Við erum örugglega að spila gegn töluvert betra liði en sýndum þeim ekki nokkra virðingu hér í dag,“ sagði Kristinn í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. ÍR-liðinu er spáð erfiðu gengi á tímabilinu eftir að hafa misst allt byrjunarliðið sitt frá því síðasta vetur. „Ég er búinn að lesa allt og horfa á allt. Það er ekkert óeðlilegt að okkur sé spáð þarna niðri. Sjálfskipaðir sérfræðingar úti í bæ mega alveg halda áfram að spá, við vinnum bara í okkar og erum með ákveðin markmið. Síðan er það bara gamla tuggan að telja upp úr hattinum í lokin.“ ÍR fékk á sig 38 mörk í leiknum í dag en Kristinn sagði það ekkert hafa með varnarleik að gera. „Leikurinn var þvílíkt hraður, staðan er 21-17 í hálfleik. Það er þá hægt að segja að ÍBV eigi að herða sig varnarlega. Við erum að keyra allan tímann og það gefur færi á sér. Það er ekkert mál.“ Í síðari hálfleik virtust dómararnir missa tökin á leiknum og bæði lið voru ósátt með störf þeirra. „Þeir eru örugglega að gera sitt besta. Það verður að vera barátta og einhver læti. Þetta er hundleiðinlegt ef þetta á að vera eins og einhver jarðarför. Við erum ekki í því og þetta var allt í lagi,“ sagði Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR. Kristinn: Áttum von á hverju sem er Kristinn Guðmundsson, annar af þjálfurum ÍBV var ánægður eftir sigurinn á ÍR í Breiðholtinu í kvöld í 1.umferð Olís-deildar karla í handknattleik. „Þó að við höfum verið að spila einhvern leik í Meistarar meistaranna þá gerum við okkur grein fyrir því að þetta gæti orðið dans að koma hingað. Við vissum hvaða leikmenn væru til staðar en höfum ekkert séð þá spila og áttum þannig séð von á hverju sem er. Það er því ekkert óeðlilegt að okkur hafi gengið erfiðlega að brjóta niður baráttuglaða ÍR-inga,“ sagði Kristinn við Vísi að leik loknum í kvöld. Liðin hafa marga hildina háð á undanförnum árum og meðal annars átt eftirminnilegar rimmur í úrslitakeppni. „Það kominn fínn tími síðan við unnum hérna, við Erlingur (Richardsson) erum að vinna hér í fyrsta skipti síðan sautjánhundruð og súrkál. Það situr kannski ekkert í mönnum en það er alltaf erfitt að koma hingað. Þetta ÍR-lið barðist eins og ljón og ef þeir halda því áfram verða þeir hættulegir eins og allir aðrir.“ Kristinn var sæmilega sáttur með frammistöðu Eyjaliðsins í kvöld. „Bæði og. Við erum að berjast og tökum verkefnið alvarlega. Við lendum í vandræðum með þá í 5-1 vörninni okkar, þeir spiluðu bara vel gegn henni þannig að við breyttum í 6-0 og búum til þessa forystu.“ „Sóknarleikurinn er frekar þægilegur allan leikinn en það er fullt af hlutum sem þarf að laga. Það eru fínir handboltaleikmenn í þessu ÍR-liði, það er eins og fólk sé alveg búið að gleyma því. Eðlilegt að það taki tíma að brjóta þá niður. Ég er bara ánægður með 7 marka sigur í fyrsta leik.“ ÍBV var spáð 4.sætinu í spá Vísis og Íþróttadeildar Stöðvar 2 Sports í Olísdeild sem margir vilja meina að sé sú sterkasta í langan tíma. „Er þetta ekki alltaf sterkasta deildin? Það eru frábær lið í deildinni núna og hægt að bjóða upp á fullt af hörkuleikjum. Spáin gæti farið hvernig sem er, við höfum séð það margoft þannig að mér er nokk sama um hana. Ég er þokkalega ánægður með það sem ég hef séð frá okkur í þessum fyrstu leikjum sem við höfum spilað. Við þurfum að halda áfram að þróa okkar leik, við erum langt frá því að vera búnir með það.“ Kári: Við áttum að vinna stærra „Þetta var alls ekki létt og ljúft því fyrstu 25 mínúturnar þá vorum við ekki til staðar. Við fáum á okkur 17 mörk í fyrri hálfleik og það er bara of mikið,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson línumaður Eyjamanna eftir sjö marka sigurinn á ÍR í fyrsta leik Olís-deildarinnar í handknattleik. „Við skorum nóg af mörkum en við þurfum að skipta um varnarleik sem við eigum alla jafna ekkert að þurfa að vera að gera. Sjö marka sigur, við tökum það“. ÍR-liðinu er af flestum spáð frekar neðarlega í deildinni í vetur enda misst mikið af lykilmönnum. „Þeir höfðu engu að tapa. Við erum sigurstranglegri fyrir leikinn og eigum að vera það, lokatölurnar kannski bara eðlilegar en við áttum að vinna stærra. Auðvitað berjast þeir og fara inn í leikinn með enga pressu.“ Kári sagði undirbúning Eyjamanna hafa gengið vel fyrir tímabilið. „Það er allt eins og í lygasögu, við erum bara búnir að vera duglegir. Þetta er mjög skrýtið hvernig allt hefur verið en það er flott að boltinn sé farinn að rúlla og maður heldur varla geðheilsunni ef þetta fer að stoppa aftur.“ Að lokum langaði blaðamanni að vita hvað Kári hefði að segja um þau köll sem komu frá ÍR-bekknum um að hann hefði sýnt leikaraskap þegar einn ÍR-ingurinn var rekinn af velli fyrir brot á Eyjamanninum hrausta. „Þetta er á teipi Smári minn, þú getur kíkt á þetta,“ sagði Kári glottandi og gaf lítið fyrir þetta tal. ÍBV ÍR Olís-deild karla
ÍBV vann sjö marka sigur á ÍR í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Breiðholtinu í kvöld. Lokatölur 38-31 og Eyjamenn gátu fagnað vel í leikslok. Heimamenn byrjuðu leikinn í kvöld betur og komust 4-1 á fyrstu mínútunum. Þeir keyrðu vel á gestina sem voru að klikka í færunum í upphafi. Smátt og smátt komust Eyjamenn betur inn í leikinn og náðu forystunni í fyrsta sinn í stöðunni 9-8. Jafnt var á með liðunum í framhaldinu en þegar Eyjamenn skiptu um varnarleik náðu þeir yfirhöndinni og leiddu 21-17 í leikhléi. Mikið skorað í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik náðu ÍR-ingar aldrei að ógna ÍBV-liðinu. Eyjamenn komust fljótlega sjö mörkum yfir og héldu þeirri forystu út leikinn. Leikurinn fór í smá vitleysu þegar líða fór á og dómararnir, sem áttu ekki sérlega góðan dag, misstu tökinn á tímabili. Lokatölur eins og áður segir 38-31 og ÍBV því komið með tvö stig í Olís-deildinni. Af hverju vann ÍBV? Þeir eru einfaldlega með betra lið en ÍR. ÍR olli Eyjaliðinu vissulega vandræðum og gáfu ekki tommu eftir í dag en þegar ÍBV náði sínum leik upp á ákveðið stig náðu ÍR-ingar ekki að fylgja því eftir. ÍR-ingar leystu 5-1 vörn Eyjamanna nokkuð vel og gestirnir urðu að skipta yfir í 6-0 vörn sem þeir þurfa ekki oft að gera. ÍBV róteraði vel á sínum útileikmönnum á meðan ÍR-liðið þurfti að spila meira á sömu mönnunum og þeir höfðu ekki alveg næga krafta til að spila svona hraðan leik í 60 mínútur. Hverjir stóðu upp úr? Hákon Daði Styrmisson var markahæstur á vellinum, skoraði 13 mörk úr 14 skotum og átti nær óaðfinnanlegan leik. Kári Kristján Kristjánsson var ÍR-ingum erfiður á línunni og Petar varði ágætlega í markinu. Hjá ÍR var Úlfur Kjartansson öflugur á línunni en Andri Heimir Friðriksson dró vagninn lengst af og tók af skarið þegar á þurfti að halda. Hvað gekk illa? Varnir liðanna voru götóttar en ÍBV átti auðveldara með að sækja mörk í uppstilltum sóknarleik þegar þeir þurftu á því að halda. Bæði lið voru dugleg að keyra á andstæðingana en mistök ÍR-inga í sóknnini voru dýrkeypt og Eyjamenn voru duglegir að nýta sér þau. Þá verð ég að nefna dómaraparið sem mér fannst ekki eiga góðan leik í dag. Bæði lið voru ósátt og sem dæmi má nefna að þegar Eyjamenn vildu fá rautt spjald á Andra Heimi Friðriksson fyrir brot þá ráku þeir vitlausan mann útaf, Gunnar Valdimar Johnsen fékk tvær mínútur og það í þriðja sinn og þar með rautt. Hvað gerist næst? ÍR á útileik framundan gegn Val sem flestir spá toppbaráttu í vetur. Eyjamenn leika aftur á útivelli í næstu umferð, þeir fara á Ásvelli og mæta þar gríðarsterku liði Hauka. Kristinn Björgúlfsson fékk krefjandi verkefni í hendurnar þegar hann tók við karlaliði ÍR.vísir/s2s Kristinn: Hundleiðinlegt ef þetta á að vera eins og einhver jarðarför Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR var sáttur með margt hjá sínu liði í dag þrátt fyrir 7 marka tap gegn ÍBV. „Ég er mjög ánægður með mína menn. Við berjumst alltan tímann. Við erum örugglega að spila gegn töluvert betra liði en sýndum þeim ekki nokkra virðingu hér í dag,“ sagði Kristinn í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. ÍR-liðinu er spáð erfiðu gengi á tímabilinu eftir að hafa misst allt byrjunarliðið sitt frá því síðasta vetur. „Ég er búinn að lesa allt og horfa á allt. Það er ekkert óeðlilegt að okkur sé spáð þarna niðri. Sjálfskipaðir sérfræðingar úti í bæ mega alveg halda áfram að spá, við vinnum bara í okkar og erum með ákveðin markmið. Síðan er það bara gamla tuggan að telja upp úr hattinum í lokin.“ ÍR fékk á sig 38 mörk í leiknum í dag en Kristinn sagði það ekkert hafa með varnarleik að gera. „Leikurinn var þvílíkt hraður, staðan er 21-17 í hálfleik. Það er þá hægt að segja að ÍBV eigi að herða sig varnarlega. Við erum að keyra allan tímann og það gefur færi á sér. Það er ekkert mál.“ Í síðari hálfleik virtust dómararnir missa tökin á leiknum og bæði lið voru ósátt með störf þeirra. „Þeir eru örugglega að gera sitt besta. Það verður að vera barátta og einhver læti. Þetta er hundleiðinlegt ef þetta á að vera eins og einhver jarðarför. Við erum ekki í því og þetta var allt í lagi,“ sagði Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR. Kristinn: Áttum von á hverju sem er Kristinn Guðmundsson, annar af þjálfurum ÍBV var ánægður eftir sigurinn á ÍR í Breiðholtinu í kvöld í 1.umferð Olís-deildar karla í handknattleik. „Þó að við höfum verið að spila einhvern leik í Meistarar meistaranna þá gerum við okkur grein fyrir því að þetta gæti orðið dans að koma hingað. Við vissum hvaða leikmenn væru til staðar en höfum ekkert séð þá spila og áttum þannig séð von á hverju sem er. Það er því ekkert óeðlilegt að okkur hafi gengið erfiðlega að brjóta niður baráttuglaða ÍR-inga,“ sagði Kristinn við Vísi að leik loknum í kvöld. Liðin hafa marga hildina háð á undanförnum árum og meðal annars átt eftirminnilegar rimmur í úrslitakeppni. „Það kominn fínn tími síðan við unnum hérna, við Erlingur (Richardsson) erum að vinna hér í fyrsta skipti síðan sautjánhundruð og súrkál. Það situr kannski ekkert í mönnum en það er alltaf erfitt að koma hingað. Þetta ÍR-lið barðist eins og ljón og ef þeir halda því áfram verða þeir hættulegir eins og allir aðrir.“ Kristinn var sæmilega sáttur með frammistöðu Eyjaliðsins í kvöld. „Bæði og. Við erum að berjast og tökum verkefnið alvarlega. Við lendum í vandræðum með þá í 5-1 vörninni okkar, þeir spiluðu bara vel gegn henni þannig að við breyttum í 6-0 og búum til þessa forystu.“ „Sóknarleikurinn er frekar þægilegur allan leikinn en það er fullt af hlutum sem þarf að laga. Það eru fínir handboltaleikmenn í þessu ÍR-liði, það er eins og fólk sé alveg búið að gleyma því. Eðlilegt að það taki tíma að brjóta þá niður. Ég er bara ánægður með 7 marka sigur í fyrsta leik.“ ÍBV var spáð 4.sætinu í spá Vísis og Íþróttadeildar Stöðvar 2 Sports í Olísdeild sem margir vilja meina að sé sú sterkasta í langan tíma. „Er þetta ekki alltaf sterkasta deildin? Það eru frábær lið í deildinni núna og hægt að bjóða upp á fullt af hörkuleikjum. Spáin gæti farið hvernig sem er, við höfum séð það margoft þannig að mér er nokk sama um hana. Ég er þokkalega ánægður með það sem ég hef séð frá okkur í þessum fyrstu leikjum sem við höfum spilað. Við þurfum að halda áfram að þróa okkar leik, við erum langt frá því að vera búnir með það.“ Kári: Við áttum að vinna stærra „Þetta var alls ekki létt og ljúft því fyrstu 25 mínúturnar þá vorum við ekki til staðar. Við fáum á okkur 17 mörk í fyrri hálfleik og það er bara of mikið,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson línumaður Eyjamanna eftir sjö marka sigurinn á ÍR í fyrsta leik Olís-deildarinnar í handknattleik. „Við skorum nóg af mörkum en við þurfum að skipta um varnarleik sem við eigum alla jafna ekkert að þurfa að vera að gera. Sjö marka sigur, við tökum það“. ÍR-liðinu er af flestum spáð frekar neðarlega í deildinni í vetur enda misst mikið af lykilmönnum. „Þeir höfðu engu að tapa. Við erum sigurstranglegri fyrir leikinn og eigum að vera það, lokatölurnar kannski bara eðlilegar en við áttum að vinna stærra. Auðvitað berjast þeir og fara inn í leikinn með enga pressu.“ Kári sagði undirbúning Eyjamanna hafa gengið vel fyrir tímabilið. „Það er allt eins og í lygasögu, við erum bara búnir að vera duglegir. Þetta er mjög skrýtið hvernig allt hefur verið en það er flott að boltinn sé farinn að rúlla og maður heldur varla geðheilsunni ef þetta fer að stoppa aftur.“ Að lokum langaði blaðamanni að vita hvað Kári hefði að segja um þau köll sem komu frá ÍR-bekknum um að hann hefði sýnt leikaraskap þegar einn ÍR-ingurinn var rekinn af velli fyrir brot á Eyjamanninum hrausta. „Þetta er á teipi Smári minn, þú getur kíkt á þetta,“ sagði Kári glottandi og gaf lítið fyrir þetta tal.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti