Einvígi á milli launahæstu leikmanna NFL-deildarinnar í fyrsta leik í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 15:00 Patrick Mahomes og Deshaun Watson eftir leik liða þeirra í úrslitakeppnini í ársbyrjun. Getty/Tom Pennington NFL-meistarar Kansas City Chiefs taka á móti Houston Texans í kvöld í opnunarleik NFL-deildarinnar 2020 og í fyrsta sinn fá íslenskir sjónvarpsáhorfendur að sjá fyrsta leik tímabilsins í beinni. Augu allra verða á nýju milljarðarmæringunum í NFL-deildinni því leikstjórnendur liðanna skrifuðu báðir undir nýja risasamninga fyrir tímabilið. Patrick Mahomes hefur slegið alls konar met inn á vellinum en hann sló annars konar met í sumar þegar hann skrifaði undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti á endanum skilað honum yfir fimm hundruð milljónir Bandaríkjadala eða næstum því sjötíu milljörðum íslenskra króna. "We're going to have to steal their thunder, because we sure as hell can't take their money - they've got a whole lot of that between the two of them."J.J. Watt is looking forward to tonight's QB matchup as much as we are!— Sky Sports NFL (@SkySportsNFL) September 10, 2020 Málið er að leikstjórnandinn í hinu liðinu var líka að fá alvöru launahækkun. Deshaun Watson gekk nýverið frá sínum samningi og fór þá mun hefðbundnari leið en Patrick Mahomes. Deshaun Watson fær allt að 160 milljónum dollara fyrir næstu fjögur tímabil sín með Houston Texans liðinu eða yfir 22 milljarða íslenskra króna. Með þessum samningum eru þeir Patrick Mahomes og Deshaun Watson ekki bara orðnir milljarðamæringar heldur eru þeir tveir launahæstu leikmenn deildarinnar. Week 1 of the 2020 NFL season is here. the @PennLive crew has its picks as football makes its return with #Chiefs vs. #Texans tonight https://t.co/2zLCD18Jfl— Daniel Gallen (@danieljtgallen) September 10, 2020 Patrick Mahomes var valinn í nýliðavalinu 2017 en spilaði bara einn leik á fyrsta tímabilinu sínu. Mahomes sló hins vegar rækilega í gegn á 2018 tímabilinu og var þá kosinn besti leikmaður deildarinnar. Mahomes fylgdi síðan eftir með því að leiða Kansas City Chiefs til sigurs í Super Bowl á síðustu leiktíð. Deshaun Watson var valinn í nýliðavalinu 2017 og er að fara byrja sitt fjórða tímabil. Hann gat 26 snertimarkssendingar á síðustu leiktíð og skora sjö snertimörk sjálfur en Houston Texans vann 10 af 16 deildarleikjum sínum. Báðir voru enn að klára nýliðasamninginn sinn en fá nú hærri laun en allir hinir leikmenn deildarinnar. Það er því þeirra að standa undir því í leiknum í kvöld og um leið mun Deshaun Watson og félagar örugglega reyna að hefna tapsins í úrslitakeppninni 2019. .@realrclark25 says Deshaun Watson is about to be Patrick Mahomes biggest rival, not Lamar Jackson, similar to Brady/Manning back in the day. pic.twitter.com/mLMZynB805— First Take (@FirstTake) September 7, 2020 Kansas City Chiefs vann 51-31 sigur á Houston Texans í úrslitakeppninni á síðasta tímabili eftir að Deshaun Watson og félagar höfðu komist í 24-0 í leiknum. Það er hins vegar alltof á von á snilld frá Patrick Mahomes og hann sýndi það enn á ný með því að leiða endurkomuna þar sem hann gaf fimm snertimarkssendingar. Leikur Kansas City Chiefs og Houston Texans verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin rétt eftir miðnætti í kvöld. NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira
NFL-meistarar Kansas City Chiefs taka á móti Houston Texans í kvöld í opnunarleik NFL-deildarinnar 2020 og í fyrsta sinn fá íslenskir sjónvarpsáhorfendur að sjá fyrsta leik tímabilsins í beinni. Augu allra verða á nýju milljarðarmæringunum í NFL-deildinni því leikstjórnendur liðanna skrifuðu báðir undir nýja risasamninga fyrir tímabilið. Patrick Mahomes hefur slegið alls konar met inn á vellinum en hann sló annars konar met í sumar þegar hann skrifaði undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti á endanum skilað honum yfir fimm hundruð milljónir Bandaríkjadala eða næstum því sjötíu milljörðum íslenskra króna. "We're going to have to steal their thunder, because we sure as hell can't take their money - they've got a whole lot of that between the two of them."J.J. Watt is looking forward to tonight's QB matchup as much as we are!— Sky Sports NFL (@SkySportsNFL) September 10, 2020 Málið er að leikstjórnandinn í hinu liðinu var líka að fá alvöru launahækkun. Deshaun Watson gekk nýverið frá sínum samningi og fór þá mun hefðbundnari leið en Patrick Mahomes. Deshaun Watson fær allt að 160 milljónum dollara fyrir næstu fjögur tímabil sín með Houston Texans liðinu eða yfir 22 milljarða íslenskra króna. Með þessum samningum eru þeir Patrick Mahomes og Deshaun Watson ekki bara orðnir milljarðamæringar heldur eru þeir tveir launahæstu leikmenn deildarinnar. Week 1 of the 2020 NFL season is here. the @PennLive crew has its picks as football makes its return with #Chiefs vs. #Texans tonight https://t.co/2zLCD18Jfl— Daniel Gallen (@danieljtgallen) September 10, 2020 Patrick Mahomes var valinn í nýliðavalinu 2017 en spilaði bara einn leik á fyrsta tímabilinu sínu. Mahomes sló hins vegar rækilega í gegn á 2018 tímabilinu og var þá kosinn besti leikmaður deildarinnar. Mahomes fylgdi síðan eftir með því að leiða Kansas City Chiefs til sigurs í Super Bowl á síðustu leiktíð. Deshaun Watson var valinn í nýliðavalinu 2017 og er að fara byrja sitt fjórða tímabil. Hann gat 26 snertimarkssendingar á síðustu leiktíð og skora sjö snertimörk sjálfur en Houston Texans vann 10 af 16 deildarleikjum sínum. Báðir voru enn að klára nýliðasamninginn sinn en fá nú hærri laun en allir hinir leikmenn deildarinnar. Það er því þeirra að standa undir því í leiknum í kvöld og um leið mun Deshaun Watson og félagar örugglega reyna að hefna tapsins í úrslitakeppninni 2019. .@realrclark25 says Deshaun Watson is about to be Patrick Mahomes biggest rival, not Lamar Jackson, similar to Brady/Manning back in the day. pic.twitter.com/mLMZynB805— First Take (@FirstTake) September 7, 2020 Kansas City Chiefs vann 51-31 sigur á Houston Texans í úrslitakeppninni á síðasta tímabili eftir að Deshaun Watson og félagar höfðu komist í 24-0 í leiknum. Það er hins vegar alltof á von á snilld frá Patrick Mahomes og hann sýndi það enn á ný með því að leiða endurkomuna þar sem hann gaf fimm snertimarkssendingar. Leikur Kansas City Chiefs og Houston Texans verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin rétt eftir miðnætti í kvöld.
NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira