LA Lakers er komið í 3-1 í undanúrslitaeinvíginu gegn Houston í vesturdeildarinnar NBA-körfuboltans.
Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhlutanum en Lakers náði myndarlegu forystu í öðrum leikhlutanum.
Þá forystu lét liðið aldrei af hendi. Staðan í hálfleik var 57-41 og þrátt fyrir áhlaup Houston í fjórða leikhlutanum unnu Lakers menn tíu stiga sigur, 110-100.
Anthony Davis var stigahæstur Lakers-manna með 29 stig en LeBron James gerði sextán stig og tók fimmtán fráköst. Þar að auki gaf hann níu stoðsendingar.
29 & 12 for @AntDavis23 in G4.
— NBA (@NBA) September 11, 2020
Game 5: Sat. (9/12) - 8pm/et on ESPN pic.twitter.com/GOg7e7J4YZ
Rajon Rando heldur áfram að spila vel fyrir Lakers. Ellefu stigum skilaði hann í nótt en þar að auki tók hann tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar.
Þessar átta stoðsendingar fleyttu honum upp í 11. sætið yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu úrslitakeppni NBA-deildarinnar.
Russell Westbrook gerði 25 stig fyrir Houston og James Harden 21. Harden gaf þar að auki tíu stoðsendingar.