Boston Celtics er komið í úrslitaleik austurdeildarinnar í þriðja sinn á síðustu fjórum árum eftir sigur á Toront Raptors í sjöunda leik liðanna í nótt, 92-87.
Raptors byrjaði betur og var yfir eftir fyrsta leikhlutann en Celtic var komið yfir fyrir hlé. Mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik en að endingu höfðu Boston menn betur með fimm stigum.
Jayson Tatum lék ansi vel í liði Boston. Hann skoraði 29 stig, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar en Fred VanVleet var stigahæstur Toronto með 20 stig. Hann gaf að auki sex stoðsendingar.
Boston mætir Miami Heat í úrslitaleik austurdeildarinnar en einvígi þeirra hefst á þriðjudaginn kemur. Vinna þarf fjóra leiki til þess að komast í úrslitaeinvígið í NBA-körfuboltanum.
At 22 years and 192 days old, Jayson Tatum becomes the 2nd youngest player to record 25+ points, 10+ rebounds and 5+ assists in a Game 7.
— NBA.com/Stats (@nbastats) September 12, 2020
The youngest is Kobe Bryant (June 4, 2000 at 21 years, 286 days old). pic.twitter.com/hACuEqtEmQ
Í hinum leik næturinnar hafði Denver Nuggets betur gegn LA Clippers, 111-105. Clippers leiðir þó einvígið enn 3-2 en Kawhi Leonard var stigahæsti maður vallarins í nótt. Hann gerði 36 stig fyrir Clippers.
Nikola Jokic var einu sinni sem oftar besti maðurinn í liði Nuggets. Hann skoraði 22 stig en auk þess hirti hann fjórtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar.
"An incredible block by Marcus Smart!"
— NBA (@NBA) September 12, 2020
@smart_MS3's best HUSTLE PLAYS from this season before his @celtics face MIA in the East Finals, starting Tuesday (9/15) on ESPN! pic.twitter.com/WirnZILCIr