Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2020 10:04 Ráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforeta hafa gert ítrekaðar tilraunir til að breyta skýrslum um framgang kórónuveirufaraldursins þar í landi. Getty/Anna Moneymaker Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. Starfsmenn innan ráðuneytisins hafa lýst þessu sem tilraun til að skelfa höfunda skýrslnanna og draga úr samskiptum þeirra við heilbrigðisstarfsmenn. Í tölvupóstum sem Politico hefur undir höndum sem sendir voru af samskiptaráðgjöfum til Robert Redfield, yfirmanns sóttvarnastofnunarinnar, segir að skýrslurnar geri lítið úr „jákvæðum skilaboðum“ Donalds Trumps um framgang faraldursins. Starfsmenn sóttvarnastofnunarinnar hafa reynt að koma í veg fyrir mestu breytingarnar en hafa á síðustu vikum samþykkt oftar að heimila samskiptaráðgjöfunum að fara yfir, og í sumum tilfellum, að breyta orðalagi að sögn þriggja aðila sem þekkja málið vel. Tilraunir samskiptaráðgjafanna til að breyta orðalagi í skýrslunum hafa verið stöðugar í sumar og síðasta tilraun til þess var gerð í gær, föstudag. Skýrslur sóttvarnastofnunarinnar um útbreiðslu og dánartíðni vegna veirunnar eru aðal miðill stofnunarinnar til að upplýsa lækna, vísindamenn og almenning um útbreiðslu veirunnar og hverjir séu í mestum áhættuhópi. Samkvæmt frétt Poitico hafa slíkar skýrslur í gegn um tíðina verið birtar án nokkurra pólitískra afskipta. En síðan Michael Caputo, fyrrverandi meðlimur kosningastjórnar Trump sem er ómenntaður í læknavísindum, tók við sem upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins í apríl á þessu ári hafa tilraunir til að hafa áhrif á skýrslurnar svo þær stemmi við orðræðu forsetans, eða að koma í veg fyrir birtingu þeirra verið ítrekaðar. Caputo og starfsmenn hans hafa ítrekað gert tilraunir til að bæta viðvörunum við niðurstöður sóttvarnastofnunarinnar og hafa þeir einnig gert tilraunir til að breyta skýrslum stofnunarinnar afturvirkt, sem þeir segja gera of mikið mál úr áhrifum kórónuveirunnar. Þá hafi þeir viljað að gert væri ljóst í skýrslunum að Bandaríkjamenn sem smitast hafi af veirunni hafi getað smitast af henni vegna hegðunar þeirra sjálfra. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. Starfsmenn innan ráðuneytisins hafa lýst þessu sem tilraun til að skelfa höfunda skýrslnanna og draga úr samskiptum þeirra við heilbrigðisstarfsmenn. Í tölvupóstum sem Politico hefur undir höndum sem sendir voru af samskiptaráðgjöfum til Robert Redfield, yfirmanns sóttvarnastofnunarinnar, segir að skýrslurnar geri lítið úr „jákvæðum skilaboðum“ Donalds Trumps um framgang faraldursins. Starfsmenn sóttvarnastofnunarinnar hafa reynt að koma í veg fyrir mestu breytingarnar en hafa á síðustu vikum samþykkt oftar að heimila samskiptaráðgjöfunum að fara yfir, og í sumum tilfellum, að breyta orðalagi að sögn þriggja aðila sem þekkja málið vel. Tilraunir samskiptaráðgjafanna til að breyta orðalagi í skýrslunum hafa verið stöðugar í sumar og síðasta tilraun til þess var gerð í gær, föstudag. Skýrslur sóttvarnastofnunarinnar um útbreiðslu og dánartíðni vegna veirunnar eru aðal miðill stofnunarinnar til að upplýsa lækna, vísindamenn og almenning um útbreiðslu veirunnar og hverjir séu í mestum áhættuhópi. Samkvæmt frétt Poitico hafa slíkar skýrslur í gegn um tíðina verið birtar án nokkurra pólitískra afskipta. En síðan Michael Caputo, fyrrverandi meðlimur kosningastjórnar Trump sem er ómenntaður í læknavísindum, tók við sem upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins í apríl á þessu ári hafa tilraunir til að hafa áhrif á skýrslurnar svo þær stemmi við orðræðu forsetans, eða að koma í veg fyrir birtingu þeirra verið ítrekaðar. Caputo og starfsmenn hans hafa ítrekað gert tilraunir til að bæta viðvörunum við niðurstöður sóttvarnastofnunarinnar og hafa þeir einnig gert tilraunir til að breyta skýrslum stofnunarinnar afturvirkt, sem þeir segja gera of mikið mál úr áhrifum kórónuveirunnar. Þá hafi þeir viljað að gert væri ljóst í skýrslunum að Bandaríkjamenn sem smitast hafi af veirunni hafi getað smitast af henni vegna hegðunar þeirra sjálfra.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51
Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent