Fatan hans Marcelo Bielsa var frumsýnd á Anfield og vakti furðu margra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 10:00 Marcelo Bielsa, knattspyrnusjóri Leeds United, situr hér á fötunni sinni á Anfield um helgina. EPA-EFE/Paul Ellis Frábær frammistaða nýliða Leeds United á Anfield var ekki það eina sam vakti athygli í leik Liverpool og Leeds í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Margir voru að velta því fyrir sér á hverju knattspyrnustjóri Leeds sat í þessum leik. Marcelo Bielsa stýrði liði í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn um helgina þegar Leeds United tapaði 4-3 á móti Englandsmeisturum Liverpool. Leeds liðið stóð sig frábærlega og úr varð sjö marka leikur þar sem meistararnir máttu þakka fyrir að taka öll þrjú stigin. Marcelo Bielsa er á sínu þriðja tímabili með Leeds og er búinn að setja saman skemmtilegt lið sem er óhrætt við að spila fótbolta á stöðum eins og heimavelli Englandsmeistaranna. Augu margra voru hins vegar á Bielsa sjálfum og menn voru að velta því fyrir sér á hverju hann sat stærsta hluta leiksins. Bielsa nýtti sér nefnilega ekki sætin á varamannabekknum eins og knattspyrnustjórarnir gera vanalega heldur sat á sérstakri fötu í þjálfaraboxinu við hliðarlínuna. Why Leeds United manager Marcelo Bielsa sits on a bucket during games. https://t.co/qOpp5FVtSh pic.twitter.com/yVAEOoOBTF— SPORTbible (@sportbible) September 13, 2020 Fyrir þá sem þekkja til Marcelo Bielsa þá kom það ekki mikið á óvart að sjá hann á fötunni á Anfield enda er þetta ekkert nýtt hjá honum. Guillem Balague, blaðamaður BBC, komst að því við gerð heimildarmyndar um Leeds á síðasta ári af hverju „El Loco“ eins og hann er kallaður situr á þessari fötu. „Hann gengur rúma sex kílómetra frá heimili sínu og á æfingavöllinn. Hann labbar líka mikið í leikjunum sjálfum og ástæðan fyrir því að hann sest niður á þessa fötu er að hann er glíma við mikinn bakverk sem hefur fylgt honum síðan hann var að spila sjálfur,“ sagði Guillem Balague í heimildarmyndinni. Bielsa byrjaði á því að setjast niður á kælibox þegar hann var hjá Marseille en Leeds reddaði honum fötu með sæti á og fengu meðal annars fyrirtæki til að kaupa auglýsingu á hana. Það er síðan mjúkt sæti efst til að gera setuna enn þægilegri fyrir Bielsa. Það er almennt talið að hinn 65 ára gamli Bielsa vilji líka vera á fötunni í stað þess að sitja í varamannaskýlinu á Elland Road sem er grafið niður. „Viltu að ég segi eitthvað meira en hvað þetta er? Þetta er bara fata. Ég hef engu við það að bæta nema að þetta er þægileg fata, sagði Marcelo Bielsa þegar hann var spurður út í fötuna sína. Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Frábær frammistaða nýliða Leeds United á Anfield var ekki það eina sam vakti athygli í leik Liverpool og Leeds í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Margir voru að velta því fyrir sér á hverju knattspyrnustjóri Leeds sat í þessum leik. Marcelo Bielsa stýrði liði í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn um helgina þegar Leeds United tapaði 4-3 á móti Englandsmeisturum Liverpool. Leeds liðið stóð sig frábærlega og úr varð sjö marka leikur þar sem meistararnir máttu þakka fyrir að taka öll þrjú stigin. Marcelo Bielsa er á sínu þriðja tímabili með Leeds og er búinn að setja saman skemmtilegt lið sem er óhrætt við að spila fótbolta á stöðum eins og heimavelli Englandsmeistaranna. Augu margra voru hins vegar á Bielsa sjálfum og menn voru að velta því fyrir sér á hverju hann sat stærsta hluta leiksins. Bielsa nýtti sér nefnilega ekki sætin á varamannabekknum eins og knattspyrnustjórarnir gera vanalega heldur sat á sérstakri fötu í þjálfaraboxinu við hliðarlínuna. Why Leeds United manager Marcelo Bielsa sits on a bucket during games. https://t.co/qOpp5FVtSh pic.twitter.com/yVAEOoOBTF— SPORTbible (@sportbible) September 13, 2020 Fyrir þá sem þekkja til Marcelo Bielsa þá kom það ekki mikið á óvart að sjá hann á fötunni á Anfield enda er þetta ekkert nýtt hjá honum. Guillem Balague, blaðamaður BBC, komst að því við gerð heimildarmyndar um Leeds á síðasta ári af hverju „El Loco“ eins og hann er kallaður situr á þessari fötu. „Hann gengur rúma sex kílómetra frá heimili sínu og á æfingavöllinn. Hann labbar líka mikið í leikjunum sjálfum og ástæðan fyrir því að hann sest niður á þessa fötu er að hann er glíma við mikinn bakverk sem hefur fylgt honum síðan hann var að spila sjálfur,“ sagði Guillem Balague í heimildarmyndinni. Bielsa byrjaði á því að setjast niður á kælibox þegar hann var hjá Marseille en Leeds reddaði honum fötu með sæti á og fengu meðal annars fyrirtæki til að kaupa auglýsingu á hana. Það er síðan mjúkt sæti efst til að gera setuna enn þægilegri fyrir Bielsa. Það er almennt talið að hinn 65 ára gamli Bielsa vilji líka vera á fötunni í stað þess að sitja í varamannaskýlinu á Elland Road sem er grafið niður. „Viltu að ég segi eitthvað meira en hvað þetta er? Þetta er bara fata. Ég hef engu við það að bæta nema að þetta er þægileg fata, sagði Marcelo Bielsa þegar hann var spurður út í fötuna sína.
Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira