Breiðum birkið út! Pétur Halldórsson skrifar 15. september 2020 16:00 Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Á þeim degi er upplagt að efna til sameiginlegs verkefnis með þjóðinni um útbreiðslu á einni öflugustu frumherjaplöntu sem þrífst á landinu. Planta þessi er birki, ilmbjörk, og heitir á latínu Betula pubescens. Við landnám var að minnsta kosti fjórðungur landsins vaxinn birkiskóglendi. Nú er þekja birkis einungis hálft annað prósent. Aðeins hálft prósent af þessu birkiskóglendi telst vera skógur út frá alþjóðlegri skilgreiningu á skógi, sem segir að skógur sé svæði sem er að minnsta kosti hálfur hektari á stærð vaxið trjám sem ná 5 metra hæð eða meira. Slíkur skógur gæti vaxið mun víðar en nú er. Pétur Halldórsson Meginkostur birkis er mikil fræframleiðsla sem þýðir að tegundin er mjög dugleg að sá sér út ef aðstæður eru hagstæðar fyrir fræið að spíra. Birki er frumherjategund. Slíkar tegundir eru á undan öðrum að nema land og duga því vel til að koma upp heilbrigðri gróðurhulu sem þolað getur ýmis áföll. Á Íslandi þarf gróðurlendi að þola alls kyns áraun af völdum náttúruaflanna, hvort sem það er veður, öskugos eða annað. Skógi vaxið land stenst slíka áraun mun betur en skóglaust. Í dag er biðlað til þjóðarinnar að hjálpa birkinu að breiðast út á ný um landið. Nælið ykkur í söfnunaröskju í Bónus eða finnið sjálf bréfpoka, taupoka eða grisju til að safna í, finnið falleg tré með miklu fræi, skráið hvar tínt var og sáið á beitarfriðuðum svæðum þar sem leyfilegt er. Ef fólki hentar ekki að sá fræinu á eigin spýtur má líka skila því í tunnur í Bónus-verslunum eða koma því til Skógræktarinnar eða Landgræðslunnar. Meira á vef verkefnisins, birkiskogur.is. Höfundur situr í undirbúningshópi fræsöfnunarverkefnisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Pétur Halldórsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Á þeim degi er upplagt að efna til sameiginlegs verkefnis með þjóðinni um útbreiðslu á einni öflugustu frumherjaplöntu sem þrífst á landinu. Planta þessi er birki, ilmbjörk, og heitir á latínu Betula pubescens. Við landnám var að minnsta kosti fjórðungur landsins vaxinn birkiskóglendi. Nú er þekja birkis einungis hálft annað prósent. Aðeins hálft prósent af þessu birkiskóglendi telst vera skógur út frá alþjóðlegri skilgreiningu á skógi, sem segir að skógur sé svæði sem er að minnsta kosti hálfur hektari á stærð vaxið trjám sem ná 5 metra hæð eða meira. Slíkur skógur gæti vaxið mun víðar en nú er. Pétur Halldórsson Meginkostur birkis er mikil fræframleiðsla sem þýðir að tegundin er mjög dugleg að sá sér út ef aðstæður eru hagstæðar fyrir fræið að spíra. Birki er frumherjategund. Slíkar tegundir eru á undan öðrum að nema land og duga því vel til að koma upp heilbrigðri gróðurhulu sem þolað getur ýmis áföll. Á Íslandi þarf gróðurlendi að þola alls kyns áraun af völdum náttúruaflanna, hvort sem það er veður, öskugos eða annað. Skógi vaxið land stenst slíka áraun mun betur en skóglaust. Í dag er biðlað til þjóðarinnar að hjálpa birkinu að breiðast út á ný um landið. Nælið ykkur í söfnunaröskju í Bónus eða finnið sjálf bréfpoka, taupoka eða grisju til að safna í, finnið falleg tré með miklu fræi, skráið hvar tínt var og sáið á beitarfriðuðum svæðum þar sem leyfilegt er. Ef fólki hentar ekki að sá fræinu á eigin spýtur má líka skila því í tunnur í Bónus-verslunum eða koma því til Skógræktarinnar eða Landgræðslunnar. Meira á vef verkefnisins, birkiskogur.is. Höfundur situr í undirbúningshópi fræsöfnunarverkefnisins.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar