Varahéraðssaksóknari og lögreglustjóri Vesturlands vilja á Suðurnesin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2020 19:16 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari er á meðal umsækjenda um stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, og Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Vesturlandi, eru á meðal fimm umsækjenda um stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum. Þá er Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og staðgengill lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins einnig á meðal umsækjenda um stöðuna á Suðurnesjum. Sex manns sækjast síðan eftir stöðu lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, meðal annars þau Arndís Bára Ingimarsdóttir, sem nú er settur lögreglustjóri í Eyjum, og Grímur Hergeirsson sem var um tíma skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi. Greint er frá umsækjendunum á vef dómsmálaráðuneytisins. Í sumar var greint frá ólgu innan lögreglunnar á Suðurnesjum sem tengdist störfum þáverandi lögreglustjóra, Ólafs Helga Kjartanssonar. Þannig greindi Vísir frá því að fjórir af sjö æðstu yfirmönnum embættisins ynnu gegn Ólafi Helga og héldu upplýsingum frá honum. Þá hefðu starfsmenn kvartað undan framkomu Ólafs Helga og hópur yfirmanna jafnframt kvartað undan honum til dómsmálaráðuneytisins. Fjölmiðlar greindu svo frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði boðið Ólafi að taka við stöðu lögreglustjórans í Eyjum en það mætti mótstöðu í bæjarfélaginu, meðal annars frá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra. Var kallað eftir því að staðan yrði auglýst. Að lokum fór það svo að Ólafur Helgi var fluttur yfir í dómsmálaráðuneytið þar sem hann starfar sem sérfræðingur í málefnum landamæra. Stöður lögreglustjóranna á Suðurnesjum og í Eyjum voru svo auglýstar og rann umsóknarfrestur út í gær. Umsækjendurnir eru eftirfarandi: Umsækjendur um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum: Daniel Johnson Hulda Elsa Björgvinsdóttir Kolbrún Benediktsdóttir Súsanna Björg Fróðadóttir Úlfar Lúðvíksson Umsækjendur um embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum: Arndís Bára Ingimarsdóttir Daníel Johnson Grímur Hergeirsson Helgi Jensson Kristmundur Stefán Einarsson Logi Kjartansson Lögreglan Vistaskipti Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, og Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Vesturlandi, eru á meðal fimm umsækjenda um stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum. Þá er Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og staðgengill lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins einnig á meðal umsækjenda um stöðuna á Suðurnesjum. Sex manns sækjast síðan eftir stöðu lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, meðal annars þau Arndís Bára Ingimarsdóttir, sem nú er settur lögreglustjóri í Eyjum, og Grímur Hergeirsson sem var um tíma skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi. Greint er frá umsækjendunum á vef dómsmálaráðuneytisins. Í sumar var greint frá ólgu innan lögreglunnar á Suðurnesjum sem tengdist störfum þáverandi lögreglustjóra, Ólafs Helga Kjartanssonar. Þannig greindi Vísir frá því að fjórir af sjö æðstu yfirmönnum embættisins ynnu gegn Ólafi Helga og héldu upplýsingum frá honum. Þá hefðu starfsmenn kvartað undan framkomu Ólafs Helga og hópur yfirmanna jafnframt kvartað undan honum til dómsmálaráðuneytisins. Fjölmiðlar greindu svo frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði boðið Ólafi að taka við stöðu lögreglustjórans í Eyjum en það mætti mótstöðu í bæjarfélaginu, meðal annars frá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra. Var kallað eftir því að staðan yrði auglýst. Að lokum fór það svo að Ólafur Helgi var fluttur yfir í dómsmálaráðuneytið þar sem hann starfar sem sérfræðingur í málefnum landamæra. Stöður lögreglustjóranna á Suðurnesjum og í Eyjum voru svo auglýstar og rann umsóknarfrestur út í gær. Umsækjendurnir eru eftirfarandi: Umsækjendur um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum: Daniel Johnson Hulda Elsa Björgvinsdóttir Kolbrún Benediktsdóttir Súsanna Björg Fróðadóttir Úlfar Lúðvíksson Umsækjendur um embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum: Arndís Bára Ingimarsdóttir Daníel Johnson Grímur Hergeirsson Helgi Jensson Kristmundur Stefán Einarsson Logi Kjartansson
Lögreglan Vistaskipti Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira