Denver-ævintýrið hélt áfram og ekkert verður því af einvígi LA-liðanna í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 07:30 Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets, fylgist með stjörnuleikmönnum sínum Nikola Jokic (15) og Jamal Murray (27) fagna sigri í nótt. AP/Mark J. Terrill Denver Nuggets vann þriðja leikinn í röð á móti Los Angeles Clippers í úrslitaleik NBA-deildarinnar í nótt og tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar á móti Los Angeles Lakers. Miami Heat vann Boston Celtics í framlengingu í fyrsta leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar. Denver dúóið Jamal Murray og Nikola Jokic áttu báðir súperleik í sannfærandi 104-89 sigri Denver Nuggets á Los Angeles Clippers í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar. Jamal Murray skoraði 40 stig og Nikola Jokic bauð upp á þrennu með 16 stigum, 13 stoðsendingum og 22 fráköstum. Jamal Murray (@BeMore27) pours in 40 PTS (25 in 1st half) to help the @nuggets win Game 7 and advance to the Western Conference Finals! #Drop40DEN/LAL Game 1: Friday - 9pm/et, TNT pic.twitter.com/jrFpsd8bqM— NBA (@NBA) September 16, 2020 Denver Nuggets lenti 3-1 undir í einvíginu alveg eins og í seríunni á undan á móti Utah Jazz. Liðið er það fyrsta í sögu NBA sem vinnur tvö einvígi í sömu úrslitakeppninni eftir að lent 3-1 undir. Flestir voru farnir að telja niður í Los Angeles einvígi á milli Lakers og Clippers en ekkert verður að því. Ofurlið Los Angeles Clippers var sett saman fyrir þetta tímabil en strandaði á fyrstu hindrun. Los Angeles Clippers hefur aldrei komist í úrslit Vesturdeildarinnar og það breyttist ekki einu sinni þegar margir héldu að þeir væru með lið til að fara alla leið. Stórstjörnur Clippers-liðsins, Kawhi Leonard og Paul George voru langt frá sínu besta. Leonard hitti aðeins úr 6 af 22 skotum og skoraði bara 14 stig. George var með 10 stig og hitti aðeins úr 4 af 16 skotum. Leonard og George kolféllu á prófinu í seinni hálfleiknum þegar þeir skoruðu aðeins samtals fimm stig og klikkuðu á 16 af 18 skotum sínum utan af velli. Það má búast við því að þeir fái báðir að heyra það frá bandarískum spjallþáttarstjórnendum í dag. Nuggets liðið var reyndar tólf stigum undir í fyrri hálfleiknum og 54-61 undir þegar 10:50 voru eftir að þriðja leikhluta. Þá náði Denver 35-13 spretti og leit ekki til baka eftir það. Dragon drops 29!@Goran_Dragic's team-high 29 PTS lead the @MiamiHEAT to a 1-0 series lead with the OT win! #NBAPlayoffs Game 2: Thurs. - 7pm/et, ESPN pic.twitter.com/nYqDXYfWak— NBA (@NBA) September 16, 2020 Miami Heat er komið í 1-0 á móti Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar eftir 117-114 sigur í framlengdum fyrsta leik. Miami liðið hefur unnið 9 af 10 leikjum sínum í úrslitakeppninni til þessa. Ein af stærstu stundum leiksins var í blálokin þegar Jayson Tatum ætlaði sér að troða boltanum í körfuna og jafna metin en Bam Adebayo varði frá honum skotið og tryggði sínu liði sigurinn. Boston Celtics komst þrettán stigum yfir í upphafi leiks og var fjórtán stigum yfir, 85-71, snemma í lokaleikhlutanum. Miami tókst að koma leiknum í framlengingu og hafa þar betur. More angles of Bam Adebayo's GAME-SAVING DENIAL for the @MiamiHEAT! #NBAPlayoffs Game 2: Thurs. - 7pm/et, ESPN pic.twitter.com/yqEuERB87k— NBA (@NBA) September 16, 2020 Goran Dragic skoraði 29 stig fyrir Miami liðið, Jae Crowder var með 22 stig og Jimmy Butler skoraði 29 stig. Tyler Herro var nálægt þrennunni af bekknum en hann skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jayson Tatum var með 30 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta en Marcus Smart skoraði næst mest með 26 stig. Kemba Walker var síðan með 19 stig. The top plays from the @nuggets 3 double-digit comebacks wins vs. LAC! #NBAPlayoffs #MileHighBasketball pic.twitter.com/dDJ7ykhbFB— NBA (@NBA) September 16, 2020 NBA Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Denver Nuggets vann þriðja leikinn í röð á móti Los Angeles Clippers í úrslitaleik NBA-deildarinnar í nótt og tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar á móti Los Angeles Lakers. Miami Heat vann Boston Celtics í framlengingu í fyrsta leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar. Denver dúóið Jamal Murray og Nikola Jokic áttu báðir súperleik í sannfærandi 104-89 sigri Denver Nuggets á Los Angeles Clippers í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar. Jamal Murray skoraði 40 stig og Nikola Jokic bauð upp á þrennu með 16 stigum, 13 stoðsendingum og 22 fráköstum. Jamal Murray (@BeMore27) pours in 40 PTS (25 in 1st half) to help the @nuggets win Game 7 and advance to the Western Conference Finals! #Drop40DEN/LAL Game 1: Friday - 9pm/et, TNT pic.twitter.com/jrFpsd8bqM— NBA (@NBA) September 16, 2020 Denver Nuggets lenti 3-1 undir í einvíginu alveg eins og í seríunni á undan á móti Utah Jazz. Liðið er það fyrsta í sögu NBA sem vinnur tvö einvígi í sömu úrslitakeppninni eftir að lent 3-1 undir. Flestir voru farnir að telja niður í Los Angeles einvígi á milli Lakers og Clippers en ekkert verður að því. Ofurlið Los Angeles Clippers var sett saman fyrir þetta tímabil en strandaði á fyrstu hindrun. Los Angeles Clippers hefur aldrei komist í úrslit Vesturdeildarinnar og það breyttist ekki einu sinni þegar margir héldu að þeir væru með lið til að fara alla leið. Stórstjörnur Clippers-liðsins, Kawhi Leonard og Paul George voru langt frá sínu besta. Leonard hitti aðeins úr 6 af 22 skotum og skoraði bara 14 stig. George var með 10 stig og hitti aðeins úr 4 af 16 skotum. Leonard og George kolféllu á prófinu í seinni hálfleiknum þegar þeir skoruðu aðeins samtals fimm stig og klikkuðu á 16 af 18 skotum sínum utan af velli. Það má búast við því að þeir fái báðir að heyra það frá bandarískum spjallþáttarstjórnendum í dag. Nuggets liðið var reyndar tólf stigum undir í fyrri hálfleiknum og 54-61 undir þegar 10:50 voru eftir að þriðja leikhluta. Þá náði Denver 35-13 spretti og leit ekki til baka eftir það. Dragon drops 29!@Goran_Dragic's team-high 29 PTS lead the @MiamiHEAT to a 1-0 series lead with the OT win! #NBAPlayoffs Game 2: Thurs. - 7pm/et, ESPN pic.twitter.com/nYqDXYfWak— NBA (@NBA) September 16, 2020 Miami Heat er komið í 1-0 á móti Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar eftir 117-114 sigur í framlengdum fyrsta leik. Miami liðið hefur unnið 9 af 10 leikjum sínum í úrslitakeppninni til þessa. Ein af stærstu stundum leiksins var í blálokin þegar Jayson Tatum ætlaði sér að troða boltanum í körfuna og jafna metin en Bam Adebayo varði frá honum skotið og tryggði sínu liði sigurinn. Boston Celtics komst þrettán stigum yfir í upphafi leiks og var fjórtán stigum yfir, 85-71, snemma í lokaleikhlutanum. Miami tókst að koma leiknum í framlengingu og hafa þar betur. More angles of Bam Adebayo's GAME-SAVING DENIAL for the @MiamiHEAT! #NBAPlayoffs Game 2: Thurs. - 7pm/et, ESPN pic.twitter.com/yqEuERB87k— NBA (@NBA) September 16, 2020 Goran Dragic skoraði 29 stig fyrir Miami liðið, Jae Crowder var með 22 stig og Jimmy Butler skoraði 29 stig. Tyler Herro var nálægt þrennunni af bekknum en hann skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jayson Tatum var með 30 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta en Marcus Smart skoraði næst mest með 26 stig. Kemba Walker var síðan með 19 stig. The top plays from the @nuggets 3 double-digit comebacks wins vs. LAC! #NBAPlayoffs #MileHighBasketball pic.twitter.com/dDJ7ykhbFB— NBA (@NBA) September 16, 2020
NBA Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira