Arteta: Aubameyang getur komist í hóp bestu leikmanna heims hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 10:30 Pierre-Emerick Aubameyang með föður sínum á Emirates leikvanginum í gær eftir að gengið var frá nýjum samningi. Getty/Stuart MacFarlane Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var eins og aðrir Arsenal menn mjög ánægðir með það að Pierre-Emerick Aubameyang skrifaði undir nýjan samning við félagið í gær. Pierre-Emerick Aubameyang gladdi stuðningsmenn Arsenal í gær með því að breyta út af venju stórstjarna liðsins síðustu ár og velja það að vera áfram hjá félaginu. Undanfarin ár hafa bestu leikmenn félagsins stokkið í burtu, hver á fætur öðrum. Gabonmaðurinn valdi það hins vegar að vera áfram. He's here and he's perfect! @Aubameyang7 pic.twitter.com/jLrquZMgjU— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 Aubameyang skrifaði undir nýjan þriggja ára samning. „Það var aldrei neinn vafi á því að ég myndi skrifa undir nýjan samning við þetta félag,“ sagði Pierre-Emerick Aubameyang sem fagnaði samningnum með föður sínum á Emirates. „Ég trúi á Arsenal. Við getum gert stóra hluti saman. Við erum með spennandi lið og ég trúi því að okkar bestu dagar eigi eftir að koma,“ sagði Aubameyang. Pierre-Emerick Aubameyang kom til Arsenal í janúar 2018 og vann markakóngstitil ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili 2018-19. Gamli samningurinn átti að renna út við lok þessa tímabils og hann hefði því mátt ræða við önnur félög í janúar. Pierre-Emerick Aubameyang fékk fyrirliðabandið á síðasta tímabili og hefur þegar tekið við tveimur bikurum. Hann skoraði tvö mörk í sigri á Chelsea í bikarúrslitaleiknum og skoraði líka þegar liðið vann Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn. The moment you've all been waiting for! @Aubameyang7 pic.twitter.com/OUQdmoIEpW— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 „Það var mikilvægt fyrir okkur að Pierre-Emerick yrði áfram hjá okkur. Hann er frábær leikmaður með ótrúlegt hugarfar. Það segir okkur allt um hans getu að hann hafi verið sá sem var fljótastur að skora fimmtíu mörk fyrir þetta félag,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal. „Hann er mikilvægur leiðtogi fyrir liðið og stór hluti af því sem við erum að byggja upp hér. Hann vill vera í hópi bestu leikmanna heims og setja sitt mark. Hann getur náð því hér,“ sagði Arteta. Arsenal keypti Aubameyang á sínum tíma á 56 milljónir punda. Hann hefur síðan skorað 72 mörk í 111 leikjum þar af 55 mörk í 86 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Aubameyang fékk fyrirliðabandið í nóvember eftir að Unai Emery tók það af Granit Xhaka. This is where you belong, Auba @Aubameyang7 pic.twitter.com/sgViWSBYWf— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 Enski boltinn Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjá meira
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var eins og aðrir Arsenal menn mjög ánægðir með það að Pierre-Emerick Aubameyang skrifaði undir nýjan samning við félagið í gær. Pierre-Emerick Aubameyang gladdi stuðningsmenn Arsenal í gær með því að breyta út af venju stórstjarna liðsins síðustu ár og velja það að vera áfram hjá félaginu. Undanfarin ár hafa bestu leikmenn félagsins stokkið í burtu, hver á fætur öðrum. Gabonmaðurinn valdi það hins vegar að vera áfram. He's here and he's perfect! @Aubameyang7 pic.twitter.com/jLrquZMgjU— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 Aubameyang skrifaði undir nýjan þriggja ára samning. „Það var aldrei neinn vafi á því að ég myndi skrifa undir nýjan samning við þetta félag,“ sagði Pierre-Emerick Aubameyang sem fagnaði samningnum með föður sínum á Emirates. „Ég trúi á Arsenal. Við getum gert stóra hluti saman. Við erum með spennandi lið og ég trúi því að okkar bestu dagar eigi eftir að koma,“ sagði Aubameyang. Pierre-Emerick Aubameyang kom til Arsenal í janúar 2018 og vann markakóngstitil ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili 2018-19. Gamli samningurinn átti að renna út við lok þessa tímabils og hann hefði því mátt ræða við önnur félög í janúar. Pierre-Emerick Aubameyang fékk fyrirliðabandið á síðasta tímabili og hefur þegar tekið við tveimur bikurum. Hann skoraði tvö mörk í sigri á Chelsea í bikarúrslitaleiknum og skoraði líka þegar liðið vann Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn. The moment you've all been waiting for! @Aubameyang7 pic.twitter.com/OUQdmoIEpW— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 „Það var mikilvægt fyrir okkur að Pierre-Emerick yrði áfram hjá okkur. Hann er frábær leikmaður með ótrúlegt hugarfar. Það segir okkur allt um hans getu að hann hafi verið sá sem var fljótastur að skora fimmtíu mörk fyrir þetta félag,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal. „Hann er mikilvægur leiðtogi fyrir liðið og stór hluti af því sem við erum að byggja upp hér. Hann vill vera í hópi bestu leikmanna heims og setja sitt mark. Hann getur náð því hér,“ sagði Arteta. Arsenal keypti Aubameyang á sínum tíma á 56 milljónir punda. Hann hefur síðan skorað 72 mörk í 111 leikjum þar af 55 mörk í 86 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Aubameyang fékk fyrirliðabandið í nóvember eftir að Unai Emery tók það af Granit Xhaka. This is where you belong, Auba @Aubameyang7 pic.twitter.com/sgViWSBYWf— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020
Enski boltinn Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjá meira