Afi og heilsugæslan Ragnheiður Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2020 07:30 Margir eldri borgarar eru skjólstæðingar fleiri en eins sérfræðilæknis á sama tíma vegna fjölþætts heilsufarsvanda. Sérfræðilæknar sinna sinni sérgrein en þeim er ekki ætlað að hafa þá heildaryfirsýn sem heilsugæslunni er ætlað að hafa yfir alla heilsufarssögu sinna skjólstæðinga. Við innlögn á sjúkrahús kemur til dæmis of oft í ljós að hægt væri að komast af með færri lyf með betri árangri og færri aukaverkunum ef vel og reglulega væri farið yfir allar lyfjaávísanir viðkomandi sjúklings. Það kemur líka alltof oft í ljós hve lítið aldraðir og aðstandendur þeirra vita um alla þá góðu og fjölbreyttu þjónustu sem eldri borgarar eiga möguleika á að fá frá heimahjúkrun og félagsþjónustu sveitarfélaganna. Þjónustu sem hjálpar fólki til að búa sem lengst á eigin heimili. Hafandi starfað lengi og víða við hjúkrun eldri borgara er mín skoðun að ætli heilbrigðiskerfið að veita þessum dýrmæta hópi góða heildræna þjónustu á sem hagkvæmastan hátt, þar með talið fyrirbyggjandi þjónustu, þurfa allir eldri borgarar að vera skráðir á heilsugæslustöð þar sem þeir hafa fastan heilsugæslulækni og geta líka nýtt sér annað starfsfólk heilsugæslunnar. Og að mínu mati er árleg heimsókn á heilsugæsluna skynsamleg fyrir alla eldri borgara 70 ára og eldri þar sem mældur er blóðþrýstingur og blóðsykur, mæld þyngd og teknar almennar blóðprufur hafi þær ekki verið teknar annars staðar á árinu. Slíkt eftirlit gæti verið staðlað, amk fyrsta heimsókn, en læknir viðkomandi gæti að sjálfsögðu bætt við því sem hann teldi æskilegt í hverju tilviki. Niðurstöðum væri fylgt eftir í viðtali við heilsugæslulækninn sem færi yfir lyfjanotkun og rannsóknaniðurstöður. Í slíku árlegu eftirliti væri líka tækifæri til að kynnast öðru starfsfólki heilsugæslustöðvarinnar. Fá upplýsingar um hvaða þjónustu er hægt að fá frá ríki- og sveitarfélögum í formi heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu, hvíldarinnlagna eða dagdeilda þegar og ef sú staða væri hjá viðkomandi sjúklingi að hann gæti farið að þurfa slíka þjónustu. Einnig hvaða hjálpartæki gætu komið að gagni og hvernig niðurgreiðslu þeirra er háttað. Oft getur reynst aðstandendum mjög erfitt að vekja máls á að þörf sé á aðstoð eða hjálpartækjum inn á heimilið og eðlilegt að slíkt sé kynnt og sótt um á heilsugæslunni. Einnig mætti benda fólki á þjónustu sem hægt er að kaupa af einkafyrirtækjum og nægir þar að nefna lyfjaskömmtun og heimsendingar ýmiss konar. En hefur heilsugæslan bolmagn í það sem hér er lagt til ? Ef svo er ekki tel ég fjármagni ekki skipt með hagkvæmnina í huga og hvet eldri borgara til að láta á það reyna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landakoti og hjá Efri ár-öldrunarráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Margir eldri borgarar eru skjólstæðingar fleiri en eins sérfræðilæknis á sama tíma vegna fjölþætts heilsufarsvanda. Sérfræðilæknar sinna sinni sérgrein en þeim er ekki ætlað að hafa þá heildaryfirsýn sem heilsugæslunni er ætlað að hafa yfir alla heilsufarssögu sinna skjólstæðinga. Við innlögn á sjúkrahús kemur til dæmis of oft í ljós að hægt væri að komast af með færri lyf með betri árangri og færri aukaverkunum ef vel og reglulega væri farið yfir allar lyfjaávísanir viðkomandi sjúklings. Það kemur líka alltof oft í ljós hve lítið aldraðir og aðstandendur þeirra vita um alla þá góðu og fjölbreyttu þjónustu sem eldri borgarar eiga möguleika á að fá frá heimahjúkrun og félagsþjónustu sveitarfélaganna. Þjónustu sem hjálpar fólki til að búa sem lengst á eigin heimili. Hafandi starfað lengi og víða við hjúkrun eldri borgara er mín skoðun að ætli heilbrigðiskerfið að veita þessum dýrmæta hópi góða heildræna þjónustu á sem hagkvæmastan hátt, þar með talið fyrirbyggjandi þjónustu, þurfa allir eldri borgarar að vera skráðir á heilsugæslustöð þar sem þeir hafa fastan heilsugæslulækni og geta líka nýtt sér annað starfsfólk heilsugæslunnar. Og að mínu mati er árleg heimsókn á heilsugæsluna skynsamleg fyrir alla eldri borgara 70 ára og eldri þar sem mældur er blóðþrýstingur og blóðsykur, mæld þyngd og teknar almennar blóðprufur hafi þær ekki verið teknar annars staðar á árinu. Slíkt eftirlit gæti verið staðlað, amk fyrsta heimsókn, en læknir viðkomandi gæti að sjálfsögðu bætt við því sem hann teldi æskilegt í hverju tilviki. Niðurstöðum væri fylgt eftir í viðtali við heilsugæslulækninn sem færi yfir lyfjanotkun og rannsóknaniðurstöður. Í slíku árlegu eftirliti væri líka tækifæri til að kynnast öðru starfsfólki heilsugæslustöðvarinnar. Fá upplýsingar um hvaða þjónustu er hægt að fá frá ríki- og sveitarfélögum í formi heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu, hvíldarinnlagna eða dagdeilda þegar og ef sú staða væri hjá viðkomandi sjúklingi að hann gæti farið að þurfa slíka þjónustu. Einnig hvaða hjálpartæki gætu komið að gagni og hvernig niðurgreiðslu þeirra er háttað. Oft getur reynst aðstandendum mjög erfitt að vekja máls á að þörf sé á aðstoð eða hjálpartækjum inn á heimilið og eðlilegt að slíkt sé kynnt og sótt um á heilsugæslunni. Einnig mætti benda fólki á þjónustu sem hægt er að kaupa af einkafyrirtækjum og nægir þar að nefna lyfjaskömmtun og heimsendingar ýmiss konar. En hefur heilsugæslan bolmagn í það sem hér er lagt til ? Ef svo er ekki tel ég fjármagni ekki skipt með hagkvæmnina í huga og hvet eldri borgara til að láta á það reyna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landakoti og hjá Efri ár-öldrunarráðgjöf.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun