Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 08:35 Auglýsing Bolla í heild sinni. Skjáskot Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. Þar segir hann Dag B. Eggertsson vafalítið „versta borgarstjóra Reykjavíkur frá upphafi“ og útlistar nítján atriði sem hann telur máli sínu til stuðnings. Bolli segir í auglýsingunni að staðan í miðbæ Reykjavíkur sé „ískyggileg“. Laugavegurinn sé orðinn að „draugagötu fyrir tilverknað borgaryfirvalda“, þar sem mestu ráði heft aðgengi með lokun gatna og fækkun bílastæða. Bolli vísar þar líklega til göngugatna í miðbænum, sem Reykvíkingar eru almennt ánægðir með samkvæmt könnunum. Þá setur Bolli fram nítján atriði sem honum þykir hafa miður farið undir stjórn Dags og meirihlutans í Reykjavík. Þar á meðal séu „skólamálin hneysa [sic] hvarvetna“ og kostnaður við Mathöll á Hlemmi hafi farið 79 prósent fram úr áætlun. Bolli segir Borgarlínuna jafnframt eina af mörgum mistökum borgarstjórnar. „Borgarlínan – sem enginn veit hvað er – nema hvað hún á að kosta á annað hundrað milljarða hið minnsta. Þessu sukki var fagnað með sérstakri veislu borgarbrodda sem skattgreiðendur voru látnir greiða hálfa milljón króna fyrir.“ Það liggur þó nokkuð skýrt fyrir hvað hin umdeilda Borgarlína er í raun og veru. Á heimasíðu verkefnisins segir: „Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum (BRT) sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum.“ Þá hafa kannanir sýnt að Borgarlínan nýtur mikils stuðnings meðal Reykvíkinga. Meiri andstaða hefur hins vegar mælst meðal Seltirninga og Garðbæinga. „Þannig mætti halda lengi áfram að telja og þarf enginn að velkjast í vafa um að Dagur B. Eggertsson er versti borgarstjóri Reykjavíkur frá upphafi. Sammælumst um að kjósa hann aldrei aftur! Endurreisn borgarinnar getur ekki hafist fyrr en niðurrifsöflin hafa verið brotin á bak aftur,“ segir að endingu í auglýsingu Bolla. Bolli var lengi kaupmaður í Miðbænum og hefur jafnframt gegnt trúnaðarstörfum í Sjálfstæðisflokknum. Hann greindi þó frá því í fyrra að hann hefði sagt sig úr flokknum vegna óánægju með forystuna. Borgarlína Göngugötur Verslun Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Sjá meira
Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. Þar segir hann Dag B. Eggertsson vafalítið „versta borgarstjóra Reykjavíkur frá upphafi“ og útlistar nítján atriði sem hann telur máli sínu til stuðnings. Bolli segir í auglýsingunni að staðan í miðbæ Reykjavíkur sé „ískyggileg“. Laugavegurinn sé orðinn að „draugagötu fyrir tilverknað borgaryfirvalda“, þar sem mestu ráði heft aðgengi með lokun gatna og fækkun bílastæða. Bolli vísar þar líklega til göngugatna í miðbænum, sem Reykvíkingar eru almennt ánægðir með samkvæmt könnunum. Þá setur Bolli fram nítján atriði sem honum þykir hafa miður farið undir stjórn Dags og meirihlutans í Reykjavík. Þar á meðal séu „skólamálin hneysa [sic] hvarvetna“ og kostnaður við Mathöll á Hlemmi hafi farið 79 prósent fram úr áætlun. Bolli segir Borgarlínuna jafnframt eina af mörgum mistökum borgarstjórnar. „Borgarlínan – sem enginn veit hvað er – nema hvað hún á að kosta á annað hundrað milljarða hið minnsta. Þessu sukki var fagnað með sérstakri veislu borgarbrodda sem skattgreiðendur voru látnir greiða hálfa milljón króna fyrir.“ Það liggur þó nokkuð skýrt fyrir hvað hin umdeilda Borgarlína er í raun og veru. Á heimasíðu verkefnisins segir: „Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum (BRT) sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum.“ Þá hafa kannanir sýnt að Borgarlínan nýtur mikils stuðnings meðal Reykvíkinga. Meiri andstaða hefur hins vegar mælst meðal Seltirninga og Garðbæinga. „Þannig mætti halda lengi áfram að telja og þarf enginn að velkjast í vafa um að Dagur B. Eggertsson er versti borgarstjóri Reykjavíkur frá upphafi. Sammælumst um að kjósa hann aldrei aftur! Endurreisn borgarinnar getur ekki hafist fyrr en niðurrifsöflin hafa verið brotin á bak aftur,“ segir að endingu í auglýsingu Bolla. Bolli var lengi kaupmaður í Miðbænum og hefur jafnframt gegnt trúnaðarstörfum í Sjálfstæðisflokknum. Hann greindi þó frá því í fyrra að hann hefði sagt sig úr flokknum vegna óánægju með forystuna.
Borgarlína Göngugötur Verslun Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Sjá meira