CBS framleiðir sjónvarpsþætti eftir Dimmu Ragnars Stefán Árni Pálsson skrifar 17. september 2020 12:30 Fyrsta verkefnið sem framleiðslufyrirtækið Stampede fer í fyrir hönd CBS. Sjónvarpsþáttaröð byggð á Dimmu eftir Ragnar Jónasson verður eitt fyrsta verkefnið sem framleiðslufyrirtækið Stampede og bandaríski sjónvarpsrisinn CBS Studios taka saman höndum um, samkvæmt nýundirrituðum samningi fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjartri & Veröld. Stefnt er að því að framleiða þættina á Íslandi. Um verður að ræða átta þætti þar sem hver er klukkustundarlangur. Tilkynning þessa efnis var gefin út í gær austan hafs og vestan. „Mér finnst þetta afskaplega spennandi, en um leið dálítið óraunverulegt. Það er frábært að fá tækifæri til að vinna með framleiðanda á borð við CBS að þessu verkefni. Ég hlakka mjög til að sjá þessa þætti verða til og vonandi opnar þetta dyr fyrir aðra íslenska höfunda,“ segir Ragnar Jónasson. „Gott efni sker sig ávallt úr, burtséð frá uppruna þess, líkt og sjá má raungerast í tilviki Dimmu,“ er haft eftir Meghan Lyvers, aðstoðarforstjóra alþjóðlegrar framleiðsludeildar CBS Studios, í tilkynningu sjónvarpsrisans. Framleiðslu- og endurgerðarréttur þáttanna verður í höndum CBS Studios. „Það er langt frá því sjálfgefið að erlendur framleiðandi stökkvi á íslenska skáldsögu og nálaraugað þrengist ennþá meira þegar kemur að því að hefja framleiðslu á kvikmynd eða seríu, líkt og CBS hefur nú ákveðið að gera. Velgengni bóka Ragnars á metsölulistum og samningur CBS og Stampede sýnir svo ekki verður um villst að Ragnar er kominn í fremstu röð evrópskra glæpasagnahöfunda. Þá er metnaðarfullt framleiðsluverkefni sem þetta mikilsverð innspýting fyrir sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu á Íslandi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi Bjarts og Veraldar sem gefur út bækur Ragnars á Íslandi. Dimma hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hefur verið áberandi á metsölulistum í Evrópu. Bókin er sú fyrsta í þríleik Ragnars um lögreglukonuna Huldu en hinar eru Drungi og Mistur. Ragnar varð í sumar fyrsti íslenski rithöfundurinn til að eiga tvær bækur samtímis í efstu sætum þýska metsölulistans, þegar Dimma náði öðru sæti og Drungi því fjórða. Dimma hefur nú verið í einu af tíu efstu sætum listans í sextán vikur í röð. Þriðja og síðasta bókin, Mistur, kemur út í Þýskalandi síðar í þessum mánuði. Bækur Ragnars hafa selst í um einni og hálfri milljón eintaka á heimsvísu, en þær eru gefnar út í um það bil 40 löndum á 27 tungumálum. Framleiðslufyrirtækið Stampede og CBS Studios stefna með samstarfi sínu að því að tryggja sér framleiðslurétt á efni fyrir sjónvarp sem upprunnið er utan Bandaríkjanna til birtingar á alþjóðlegum markaði. Yfirskrift samstarfsins er Local for the World™. Framleiðandinn JP Sarni fer fyrir efnisöflun og kaupum hugverka fyrir Stampede Ventures og undirbýr verkefni byggð á bókum, frumsömdu efni og öðrum höfundarverkum til framleiðslu. Undir eru verkefni frá fimmtán löndum, þar á meðal Ástralíu, Finnlandi, Frakklandi, Íslandi, Indlandi, Mexíkó, Suður-Afríku og Bretlandi. Bíó og sjónvarp Bókmenntir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Sjá meira
Sjónvarpsþáttaröð byggð á Dimmu eftir Ragnar Jónasson verður eitt fyrsta verkefnið sem framleiðslufyrirtækið Stampede og bandaríski sjónvarpsrisinn CBS Studios taka saman höndum um, samkvæmt nýundirrituðum samningi fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjartri & Veröld. Stefnt er að því að framleiða þættina á Íslandi. Um verður að ræða átta þætti þar sem hver er klukkustundarlangur. Tilkynning þessa efnis var gefin út í gær austan hafs og vestan. „Mér finnst þetta afskaplega spennandi, en um leið dálítið óraunverulegt. Það er frábært að fá tækifæri til að vinna með framleiðanda á borð við CBS að þessu verkefni. Ég hlakka mjög til að sjá þessa þætti verða til og vonandi opnar þetta dyr fyrir aðra íslenska höfunda,“ segir Ragnar Jónasson. „Gott efni sker sig ávallt úr, burtséð frá uppruna þess, líkt og sjá má raungerast í tilviki Dimmu,“ er haft eftir Meghan Lyvers, aðstoðarforstjóra alþjóðlegrar framleiðsludeildar CBS Studios, í tilkynningu sjónvarpsrisans. Framleiðslu- og endurgerðarréttur þáttanna verður í höndum CBS Studios. „Það er langt frá því sjálfgefið að erlendur framleiðandi stökkvi á íslenska skáldsögu og nálaraugað þrengist ennþá meira þegar kemur að því að hefja framleiðslu á kvikmynd eða seríu, líkt og CBS hefur nú ákveðið að gera. Velgengni bóka Ragnars á metsölulistum og samningur CBS og Stampede sýnir svo ekki verður um villst að Ragnar er kominn í fremstu röð evrópskra glæpasagnahöfunda. Þá er metnaðarfullt framleiðsluverkefni sem þetta mikilsverð innspýting fyrir sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu á Íslandi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi Bjarts og Veraldar sem gefur út bækur Ragnars á Íslandi. Dimma hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hefur verið áberandi á metsölulistum í Evrópu. Bókin er sú fyrsta í þríleik Ragnars um lögreglukonuna Huldu en hinar eru Drungi og Mistur. Ragnar varð í sumar fyrsti íslenski rithöfundurinn til að eiga tvær bækur samtímis í efstu sætum þýska metsölulistans, þegar Dimma náði öðru sæti og Drungi því fjórða. Dimma hefur nú verið í einu af tíu efstu sætum listans í sextán vikur í röð. Þriðja og síðasta bókin, Mistur, kemur út í Þýskalandi síðar í þessum mánuði. Bækur Ragnars hafa selst í um einni og hálfri milljón eintaka á heimsvísu, en þær eru gefnar út í um það bil 40 löndum á 27 tungumálum. Framleiðslufyrirtækið Stampede og CBS Studios stefna með samstarfi sínu að því að tryggja sér framleiðslurétt á efni fyrir sjónvarp sem upprunnið er utan Bandaríkjanna til birtingar á alþjóðlegum markaði. Yfirskrift samstarfsins er Local for the World™. Framleiðandinn JP Sarni fer fyrir efnisöflun og kaupum hugverka fyrir Stampede Ventures og undirbýr verkefni byggð á bókum, frumsömdu efni og öðrum höfundarverkum til framleiðslu. Undir eru verkefni frá fimmtán löndum, þar á meðal Ástralíu, Finnlandi, Frakklandi, Íslandi, Indlandi, Mexíkó, Suður-Afríku og Bretlandi.
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Sjá meira