Ofbeldi gegn börnum þarf að lúta í lægra haldi - sama hvað það kostar Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 17. september 2020 11:30 Á síðasta borgarstjórnarfundi var umræða um stöðu barna í Reykjavík. Almennt er staða barna mjög góð og er það vel. En staða sumra barna er því miður önnur. Þeirra staða er sú að þau hafa verið eða eru að verða fyrir hvers konar ofbeldi. Nýjar tölur segja að það eru rúmlega 300 börn sem búa við heimilisofbeldi. Þessi tala er byggð á tilkynningum - þá eru eftir skuggatölurnar. Eða það ofbeldi sem er ekki er tilkynnt. Undanfarna daga hafa svo birst fréttir af því að börn, sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi, þurfi að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Einnig sjáum við að stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu. Flest hafa lifað með því alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Þau fá ekki vini heim með sér eftir skóla og eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum. Ekkert þessara barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. Þetta eru einungis nýleg dæmi úr fréttum sl. daga. Við vitum að það er gríðarmikil fylgni á milli áfalla tengdum ofbeldi í æsku og þess að glíma við erfiðleika á borð við fíkn, geðsjúkdóma og jafnvel tilheyra jaðarsettum hópum á fullorðinsárum. Það var og er enn talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldursins. Og það ekki að ósekju. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir sendu ákall til almennings og hvöttu til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur um hvers konar ofbeldi væri fyrir hendi. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá sé svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tilkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Og tilkynningum fjölgaði um 20% Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá að tilkynningum til Barnaverndar jukust. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Það er þess vegna sem ég vildi nýta umræðuna í borgarstjórn til að ræða ofbeldi gegn börnum á breiðari vettvangi. Því það á ekki að skipta máli í hvaða flokki við tilheyrum eða hvort við erum í sveitastjórn eða á þinginu. Staða sumra barna er einfaldlega svo alvarleg að við verðum að standa saman til að sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Sama hvað það kostar. Í mínum huga eru mannréttindi - eða réttindi barna - ekki kostnaður og kvöð heldur alvöru verðmæti til framtíðar. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur. Í 1. grein Barnalaga segir: Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Borgarstjórn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Á síðasta borgarstjórnarfundi var umræða um stöðu barna í Reykjavík. Almennt er staða barna mjög góð og er það vel. En staða sumra barna er því miður önnur. Þeirra staða er sú að þau hafa verið eða eru að verða fyrir hvers konar ofbeldi. Nýjar tölur segja að það eru rúmlega 300 börn sem búa við heimilisofbeldi. Þessi tala er byggð á tilkynningum - þá eru eftir skuggatölurnar. Eða það ofbeldi sem er ekki er tilkynnt. Undanfarna daga hafa svo birst fréttir af því að börn, sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi, þurfi að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Einnig sjáum við að stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu. Flest hafa lifað með því alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Þau fá ekki vini heim með sér eftir skóla og eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum. Ekkert þessara barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. Þetta eru einungis nýleg dæmi úr fréttum sl. daga. Við vitum að það er gríðarmikil fylgni á milli áfalla tengdum ofbeldi í æsku og þess að glíma við erfiðleika á borð við fíkn, geðsjúkdóma og jafnvel tilheyra jaðarsettum hópum á fullorðinsárum. Það var og er enn talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldursins. Og það ekki að ósekju. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir sendu ákall til almennings og hvöttu til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur um hvers konar ofbeldi væri fyrir hendi. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá sé svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tilkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Og tilkynningum fjölgaði um 20% Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá að tilkynningum til Barnaverndar jukust. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Það er þess vegna sem ég vildi nýta umræðuna í borgarstjórn til að ræða ofbeldi gegn börnum á breiðari vettvangi. Því það á ekki að skipta máli í hvaða flokki við tilheyrum eða hvort við erum í sveitastjórn eða á þinginu. Staða sumra barna er einfaldlega svo alvarleg að við verðum að standa saman til að sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Sama hvað það kostar. Í mínum huga eru mannréttindi - eða réttindi barna - ekki kostnaður og kvöð heldur alvöru verðmæti til framtíðar. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur. Í 1. grein Barnalaga segir: Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi.
Í 1. grein Barnalaga segir: Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun