Ofbeldi gegn börnum þarf að lúta í lægra haldi - sama hvað það kostar Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 17. september 2020 11:30 Á síðasta borgarstjórnarfundi var umræða um stöðu barna í Reykjavík. Almennt er staða barna mjög góð og er það vel. En staða sumra barna er því miður önnur. Þeirra staða er sú að þau hafa verið eða eru að verða fyrir hvers konar ofbeldi. Nýjar tölur segja að það eru rúmlega 300 börn sem búa við heimilisofbeldi. Þessi tala er byggð á tilkynningum - þá eru eftir skuggatölurnar. Eða það ofbeldi sem er ekki er tilkynnt. Undanfarna daga hafa svo birst fréttir af því að börn, sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi, þurfi að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Einnig sjáum við að stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu. Flest hafa lifað með því alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Þau fá ekki vini heim með sér eftir skóla og eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum. Ekkert þessara barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. Þetta eru einungis nýleg dæmi úr fréttum sl. daga. Við vitum að það er gríðarmikil fylgni á milli áfalla tengdum ofbeldi í æsku og þess að glíma við erfiðleika á borð við fíkn, geðsjúkdóma og jafnvel tilheyra jaðarsettum hópum á fullorðinsárum. Það var og er enn talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldursins. Og það ekki að ósekju. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir sendu ákall til almennings og hvöttu til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur um hvers konar ofbeldi væri fyrir hendi. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá sé svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tilkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Og tilkynningum fjölgaði um 20% Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá að tilkynningum til Barnaverndar jukust. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Það er þess vegna sem ég vildi nýta umræðuna í borgarstjórn til að ræða ofbeldi gegn börnum á breiðari vettvangi. Því það á ekki að skipta máli í hvaða flokki við tilheyrum eða hvort við erum í sveitastjórn eða á þinginu. Staða sumra barna er einfaldlega svo alvarleg að við verðum að standa saman til að sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Sama hvað það kostar. Í mínum huga eru mannréttindi - eða réttindi barna - ekki kostnaður og kvöð heldur alvöru verðmæti til framtíðar. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur. Í 1. grein Barnalaga segir: Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Borgarstjórn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á síðasta borgarstjórnarfundi var umræða um stöðu barna í Reykjavík. Almennt er staða barna mjög góð og er það vel. En staða sumra barna er því miður önnur. Þeirra staða er sú að þau hafa verið eða eru að verða fyrir hvers konar ofbeldi. Nýjar tölur segja að það eru rúmlega 300 börn sem búa við heimilisofbeldi. Þessi tala er byggð á tilkynningum - þá eru eftir skuggatölurnar. Eða það ofbeldi sem er ekki er tilkynnt. Undanfarna daga hafa svo birst fréttir af því að börn, sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi, þurfi að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Einnig sjáum við að stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu. Flest hafa lifað með því alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Þau fá ekki vini heim með sér eftir skóla og eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum. Ekkert þessara barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. Þetta eru einungis nýleg dæmi úr fréttum sl. daga. Við vitum að það er gríðarmikil fylgni á milli áfalla tengdum ofbeldi í æsku og þess að glíma við erfiðleika á borð við fíkn, geðsjúkdóma og jafnvel tilheyra jaðarsettum hópum á fullorðinsárum. Það var og er enn talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldursins. Og það ekki að ósekju. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir sendu ákall til almennings og hvöttu til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur um hvers konar ofbeldi væri fyrir hendi. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá sé svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tilkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Og tilkynningum fjölgaði um 20% Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá að tilkynningum til Barnaverndar jukust. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Það er þess vegna sem ég vildi nýta umræðuna í borgarstjórn til að ræða ofbeldi gegn börnum á breiðari vettvangi. Því það á ekki að skipta máli í hvaða flokki við tilheyrum eða hvort við erum í sveitastjórn eða á þinginu. Staða sumra barna er einfaldlega svo alvarleg að við verðum að standa saman til að sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Sama hvað það kostar. Í mínum huga eru mannréttindi - eða réttindi barna - ekki kostnaður og kvöð heldur alvöru verðmæti til framtíðar. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur. Í 1. grein Barnalaga segir: Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi.
Í 1. grein Barnalaga segir: Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun