Eigandi skemmtistaða vill lengja opnunartímann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2020 12:55 Arnar Þór Gíslason, eigandi skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur, telur að lengri opnunartími myndi minnka smithættu. Vísir/Vilhelm Eigandi fjölda skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur segist aðstoða smitrakningateymið eftir fremsta megni við rakningu nýuppkominna smita. Hann segir augljóst mál að skertur opnunartími auki hættuna á smiti. Af þeim þrjátíu og tveimur sem hafa greinst með kórónuveiruna síðastliðna tvo sólarhringa má rekja þriðjung þeirra smita til vínveitingastaðar í miðborg Reykjavíkur að sögn sóttvarnalæknis. „Síðastliðna tvo sólarhringa höfum við verið að greina rúmlega þrjátíu einstaklinga og um það bil þriðjunginn má rekja til þessara staðar. Það er síðasta helgi sem að er til skoðunar og það er verið að reyna að hafa upp á sem flestum sem hafa verið á þessum stað á þeim tíma,“ segir Þórólfur. Hann veltir fyrir sér hertum staðbundnum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu í ljósi fjölda smitaðra undanfarna tvo daga. Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Vill dreifa fjöldanum Arnar Þór Gíslason er eigandi Irishman, Lebowski, Kalda, Dönsku krárinnar og Enska barsins í miðbæ Reykjavíkur. Hann segist aðstoða smitrakningateymið eftir fremsta megni að rekja smitin og einn staður hjá sér sé til skoðunar. En sömuleiðis fleiri staðir í miðbænum og matvöruverslanir. Engum stað hefur verið lokað og ekki gripið til aðgerða. Fólk hafi verið sent í skimun og eigi eftir að koma út úr prófunum. 32 smit hafa greinst undanfarna tvo daga á höfuðborgarsvæðinu. Arnar Þór segir hrikalegt að í hvert einasta skipti sem virðist birta til hjá rekstraraðilum vínveitingastaða þá komi bakslag. Augljóst sé í hans huga að skertur opnunartími til klukkan 23 hafi mikið að segja. Gríðarleg hópamyndun á kvöldin auki smithættuna verulega. „Það þarf að lengja opnunartímann og dreifa fólki, svo það séu ekki hópamyndanir,“ segir Arnar Þór. Snúist ekki aðeins um gróða Skoðun Arnars Þórs er ekki ný af nálinni og má segja um bergmál að ræða frá rekstraraðilum í miðbænum sem greiða háa leigu en hafa farið varhluta vegna kórónuveirufaraldursins, samkomubanns og annarra takmarkana. „Það halda allir að við viljum bara græða. Það er ekki okkar markmið. Við viljum forðast hópamyndanir og vandræði,“ segir Arnar Þór. Hann biður fólk að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði ef Krónunni og Bónus yrði lokað klukkan tvö á daginn. „Ímyndaðu þér raðirnar. Það væri sturlað að gera á þeim tíma sem opið væri og allir færu að versla,“ segir Arnar Þór. „Erum að skíttapa“ Aðspurður um þau rök að eftir því sem líði á kvöldin og drykkja eykst fari fólk að gleyma sér, sóttvörnum og fjarlægðartakmörkunum, segir hún þau algjöra vitleysu. „Við erum með dyraverði og gæslu sem passar fjölda og nálægðartakmarkanir. Löggan er ekkert að passa þetta, við erum að passa þetta,“ segir Arnar Þór. Hann fjölgi frekar mönnum á vaktinni ef opnunartími verði lengdur. Fólk dreifi sér þá betur yfir ákveðinn tíma. Fáir hafi lent jafnilla í faraldrinum og rekstraraðilar í miðbænum og starfsfólks staðanna. „Við getum alveg haldið tveggja metra eða metra regluna,“ segir Arnar Þór. Það leiði til meiri vinnutíma fyrir fólk og meiri launa. „Við fáum enga styrki, enga afslætti og greiðum sömu leigu,“ segir Arnar Þór. „Við erum að skíttapa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Eigandi fjölda skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur segist aðstoða smitrakningateymið eftir fremsta megni við rakningu nýuppkominna smita. Hann segir augljóst mál að skertur opnunartími auki hættuna á smiti. Af þeim þrjátíu og tveimur sem hafa greinst með kórónuveiruna síðastliðna tvo sólarhringa má rekja þriðjung þeirra smita til vínveitingastaðar í miðborg Reykjavíkur að sögn sóttvarnalæknis. „Síðastliðna tvo sólarhringa höfum við verið að greina rúmlega þrjátíu einstaklinga og um það bil þriðjunginn má rekja til þessara staðar. Það er síðasta helgi sem að er til skoðunar og það er verið að reyna að hafa upp á sem flestum sem hafa verið á þessum stað á þeim tíma,“ segir Þórólfur. Hann veltir fyrir sér hertum staðbundnum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu í ljósi fjölda smitaðra undanfarna tvo daga. Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Vill dreifa fjöldanum Arnar Þór Gíslason er eigandi Irishman, Lebowski, Kalda, Dönsku krárinnar og Enska barsins í miðbæ Reykjavíkur. Hann segist aðstoða smitrakningateymið eftir fremsta megni að rekja smitin og einn staður hjá sér sé til skoðunar. En sömuleiðis fleiri staðir í miðbænum og matvöruverslanir. Engum stað hefur verið lokað og ekki gripið til aðgerða. Fólk hafi verið sent í skimun og eigi eftir að koma út úr prófunum. 32 smit hafa greinst undanfarna tvo daga á höfuðborgarsvæðinu. Arnar Þór segir hrikalegt að í hvert einasta skipti sem virðist birta til hjá rekstraraðilum vínveitingastaða þá komi bakslag. Augljóst sé í hans huga að skertur opnunartími til klukkan 23 hafi mikið að segja. Gríðarleg hópamyndun á kvöldin auki smithættuna verulega. „Það þarf að lengja opnunartímann og dreifa fólki, svo það séu ekki hópamyndanir,“ segir Arnar Þór. Snúist ekki aðeins um gróða Skoðun Arnars Þórs er ekki ný af nálinni og má segja um bergmál að ræða frá rekstraraðilum í miðbænum sem greiða háa leigu en hafa farið varhluta vegna kórónuveirufaraldursins, samkomubanns og annarra takmarkana. „Það halda allir að við viljum bara græða. Það er ekki okkar markmið. Við viljum forðast hópamyndanir og vandræði,“ segir Arnar Þór. Hann biður fólk að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði ef Krónunni og Bónus yrði lokað klukkan tvö á daginn. „Ímyndaðu þér raðirnar. Það væri sturlað að gera á þeim tíma sem opið væri og allir færu að versla,“ segir Arnar Þór. „Erum að skíttapa“ Aðspurður um þau rök að eftir því sem líði á kvöldin og drykkja eykst fari fólk að gleyma sér, sóttvörnum og fjarlægðartakmörkunum, segir hún þau algjöra vitleysu. „Við erum með dyraverði og gæslu sem passar fjölda og nálægðartakmarkanir. Löggan er ekkert að passa þetta, við erum að passa þetta,“ segir Arnar Þór. Hann fjölgi frekar mönnum á vaktinni ef opnunartími verði lengdur. Fólk dreifi sér þá betur yfir ákveðinn tíma. Fáir hafi lent jafnilla í faraldrinum og rekstraraðilar í miðbænum og starfsfólks staðanna. „Við getum alveg haldið tveggja metra eða metra regluna,“ segir Arnar Þór. Það leiði til meiri vinnutíma fyrir fólk og meiri launa. „Við fáum enga styrki, enga afslætti og greiðum sömu leigu,“ segir Arnar Þór. „Við erum að skíttapa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira