Boston menn í hávaða rifrildi inn í klefa eftir að Miami komst í 2-0 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 07:30 Kemba Walker reynir að skora fyrir Boston en Jimmy Butler og Kelly Olynyk virðast vera búnir að loka öllum leiðum. AP/Mark J. Terrill Miami Heat liðið er aðeins tveimur sigrum frá því að komast aftur í lokaúrslitin í NBA-deildinni og það í fyrsta sinn síðan LeBron James fór frá liðinu eftir tvo titla og fjögur lokaúrslit á fjórum árum. Miami Heat vann 106-101 sigur á Boston Celtics í nótt í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar og staðan er því orðin 2-0 í einvíginu þar sem fjórir sigrar kemur liði í lokaúrslitin um NBA-titilinn. @Bam1of1 (15 PTS in 3Q) and @Goran_Dragic (9 in 4Q) combine for 33 second-half points to lead the @MiamiHEAT to a 2-0 ECF lead! #NBAPlayoffsGame 3 Saturday, 8:30 PM ET, ESPN pic.twitter.com/26tHj3SOgR— NBA (@NBA) September 18, 2020 Líkt og í leik eitt þá voru Boston Celtics menn skrefinu á undan framan af leik en alveg eins og þá tókst Miami Heat liðinu að vinna upp forskotið og tryggja sér sigurinn. Miami Heat var mest sautján stigum undir í seinni hálfleik í leiknum en hafði lenti fjórum stigum undir í fyrri leiknum. „Við viljum gera þetta aðeins erfiðara fyrir okkur. Við elskum að lenda mikið undir og að vera síðan endurkomu krakkarnir,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn en hann stal þremur boltum af Boston mönnum á lokakafla leiksins. 3 STEALS in the final 4 MINUTES of Game 2 for @JimmyButler! ECF Game 3 Saturday, 8:30 PM ET, ESPN pic.twitter.com/PsRi1KV48g— NBA (@NBA) September 18, 2020 Goran Dragic skoraði 25 stig fyrir Miami liðið og Bam Adebayo var með 21 stig. Duncan Robinson var síðan með 18 stig og Jimmy Butler skoraði 14 stig. Miami vann þriðja leikhlutann 37-17 þar sem skoraði næstum því meira en allt Boston liðið. Adebayo skoraði 15 stig í leikhlutanum og hitti úr 7 af 8 skotum sínum. Eftir hann var Miami 84-77 yfir en 15-2 sprettur færði Boston aftur forystuna í lokaleikhlutanum. Boston liðið var 94-89 yfir þegar 4:25 voru eftir af leiknum en Miami vann lokamínúturnar 17-7 og tryggði sér annan sigurinn í röð. Miami liðið hefur nú unnið tíu af ellefu leikjum sínum í úrslitakeppninni. Það voru mikil læti í klefa Boston Celtics eftir leik og Boston menn rifust það hátt að þeir sem voru fyrir utan klefann heyrðu greinilega að mikið gekk á. Boston menn reyndu að gera lítið úr því eftir leik. „Þetta var ekkert. Þetta var ekki ekkert,“ tvítók Kemba Walker á blaðamannafundinum eftir leik. Jimmy Butler talks about the @MiamiHEAT's mentality late in games after another big comeback has them up 2-0 in the Eastern Conference Finals. pic.twitter.com/wbUktNfRoY— NBA (@NBA) September 18, 2020 Kemba Walker var stigahæstur hjá Boston með 23 stig og liðið fékk 21 stig frá bæði Jaylen Brown og Jayson Tatum. Jaylen Brown fékk tækifæri til að jafna leikinn fimmtán sekúndum fyrir leikslok en klikkaði þá á þriggja stiga skoti úr horninu. Butler kláraði leikinn endanlega með því að setja niður tvö víti 7,4 sekúndum fyrir leikslok. „Við erum pirraðir en svona eru liðsíþróttir. Þú átt aldrei að vera ánægður með að vera 2-0 undir. Þetta er ekkert óvenjulegt. Við vorum bara að fara yfir leikinn. Þetta var flott,“ sagði Boston maðurinn Jayson Tatum um rifrildið eftir leik. „Við stóðum ekki saman í þessu og spiluðum ekki vel. Þeir stóðu sig vel. Við erum ekki að fara vinna þetta lið eftir við erum ekki sem ein heild á báðum endum vallarins. Eins og er þá eru þeir betra liðið og við þurfum að berjast fyrir því að komast aftur inn í einvígið,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston liðsins. 10-1 in the postseason... the BEST PLAY from each of Miami's #NBAPlayoffs WINS! They seek 11-1 and a 3-0 ECF lead on Saturday at 8:30pm/et on ESPN. pic.twitter.com/fsCIb99JzL— NBA (@NBA) September 18, 2020 NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Miami Heat liðið er aðeins tveimur sigrum frá því að komast aftur í lokaúrslitin í NBA-deildinni og það í fyrsta sinn síðan LeBron James fór frá liðinu eftir tvo titla og fjögur lokaúrslit á fjórum árum. Miami Heat vann 106-101 sigur á Boston Celtics í nótt í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar og staðan er því orðin 2-0 í einvíginu þar sem fjórir sigrar kemur liði í lokaúrslitin um NBA-titilinn. @Bam1of1 (15 PTS in 3Q) and @Goran_Dragic (9 in 4Q) combine for 33 second-half points to lead the @MiamiHEAT to a 2-0 ECF lead! #NBAPlayoffsGame 3 Saturday, 8:30 PM ET, ESPN pic.twitter.com/26tHj3SOgR— NBA (@NBA) September 18, 2020 Líkt og í leik eitt þá voru Boston Celtics menn skrefinu á undan framan af leik en alveg eins og þá tókst Miami Heat liðinu að vinna upp forskotið og tryggja sér sigurinn. Miami Heat var mest sautján stigum undir í seinni hálfleik í leiknum en hafði lenti fjórum stigum undir í fyrri leiknum. „Við viljum gera þetta aðeins erfiðara fyrir okkur. Við elskum að lenda mikið undir og að vera síðan endurkomu krakkarnir,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn en hann stal þremur boltum af Boston mönnum á lokakafla leiksins. 3 STEALS in the final 4 MINUTES of Game 2 for @JimmyButler! ECF Game 3 Saturday, 8:30 PM ET, ESPN pic.twitter.com/PsRi1KV48g— NBA (@NBA) September 18, 2020 Goran Dragic skoraði 25 stig fyrir Miami liðið og Bam Adebayo var með 21 stig. Duncan Robinson var síðan með 18 stig og Jimmy Butler skoraði 14 stig. Miami vann þriðja leikhlutann 37-17 þar sem skoraði næstum því meira en allt Boston liðið. Adebayo skoraði 15 stig í leikhlutanum og hitti úr 7 af 8 skotum sínum. Eftir hann var Miami 84-77 yfir en 15-2 sprettur færði Boston aftur forystuna í lokaleikhlutanum. Boston liðið var 94-89 yfir þegar 4:25 voru eftir af leiknum en Miami vann lokamínúturnar 17-7 og tryggði sér annan sigurinn í röð. Miami liðið hefur nú unnið tíu af ellefu leikjum sínum í úrslitakeppninni. Það voru mikil læti í klefa Boston Celtics eftir leik og Boston menn rifust það hátt að þeir sem voru fyrir utan klefann heyrðu greinilega að mikið gekk á. Boston menn reyndu að gera lítið úr því eftir leik. „Þetta var ekkert. Þetta var ekki ekkert,“ tvítók Kemba Walker á blaðamannafundinum eftir leik. Jimmy Butler talks about the @MiamiHEAT's mentality late in games after another big comeback has them up 2-0 in the Eastern Conference Finals. pic.twitter.com/wbUktNfRoY— NBA (@NBA) September 18, 2020 Kemba Walker var stigahæstur hjá Boston með 23 stig og liðið fékk 21 stig frá bæði Jaylen Brown og Jayson Tatum. Jaylen Brown fékk tækifæri til að jafna leikinn fimmtán sekúndum fyrir leikslok en klikkaði þá á þriggja stiga skoti úr horninu. Butler kláraði leikinn endanlega með því að setja niður tvö víti 7,4 sekúndum fyrir leikslok. „Við erum pirraðir en svona eru liðsíþróttir. Þú átt aldrei að vera ánægður með að vera 2-0 undir. Þetta er ekkert óvenjulegt. Við vorum bara að fara yfir leikinn. Þetta var flott,“ sagði Boston maðurinn Jayson Tatum um rifrildið eftir leik. „Við stóðum ekki saman í þessu og spiluðum ekki vel. Þeir stóðu sig vel. Við erum ekki að fara vinna þetta lið eftir við erum ekki sem ein heild á báðum endum vallarins. Eins og er þá eru þeir betra liðið og við þurfum að berjast fyrir því að komast aftur inn í einvígið,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston liðsins. 10-1 in the postseason... the BEST PLAY from each of Miami's #NBAPlayoffs WINS! They seek 11-1 and a 3-0 ECF lead on Saturday at 8:30pm/et on ESPN. pic.twitter.com/fsCIb99JzL— NBA (@NBA) September 18, 2020
NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira