Körfubolti

Sjáðu kynningarfundinn fyrir Domino‘s deild kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonur urðu síðustu Íslandsmeistararnir í Domino´s deild kvenna en það var vorið 2019.
Valskonur urðu síðustu Íslandsmeistararnir í Domino´s deild kvenna en það var vorið 2019. Vísir/Daníel Þór

Íslandsmótið í körfubolta er að hefjast og í dag var kynnt árleg spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna í Dominos-deild kvenna um lokastöðuna í deildinni.

Spáin var kynnt á kynningarfundi KKÍ í Laugardalshöllinni og má sjá fundinn í heild sinni hér að neðan, þar sem meðal annars var rætt við þjálfara Vals sem spáð er efsta sætinu og Keflavíkur sem spáð er 3. sæti.

Átta lið taka þátt í Domino´s deild kvenna í vetur en það eru Breiðablik, Fjölnir, Haukar, Keflavík, KR, Skallagrímur, Snæfell og Valur. Fyrsta umferðin er næsta miðvikudag.

Valsliðið varð deildarmeistari á síðustu leiktíð og Skallagrímur varð bikarmeistari, og er þessum liðum spáð efstu sætunum í vetur. Enginn Íslandsmeistari var krýndur í fyrra vegna kórónuveirunnar.

Klippa: Blaðamannafundur vegna Dominos-deildar kvenna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×