Eurovision 2021 skal fara fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2020 20:04 Daði og Gagnamagnið áttu að keppa fyrir hönd Íslands í ár. Eins og svo mörgu öðru var keppninni aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Mynd/Mummi Lú Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa, í samstarfi við hollenskar sjónvarpsstöðvar, teiknað upp fjórar mismunandi sviðsmyndir, með tilliti til kórónuveirufaraldursins, til þess að tryggja að heimsfaraldurinn spilli ekki Eurovision-keppninni árið 2021. Eurovision 2020 átti að fara fram í Rotterdam í Hollandi í maí síðastliðinn. Faraldur kórónuveirunnar setti hins vegar strik í reikninginn og keppninni var aflýst. Nú hefur EBU gert fjórar áætlanir svo hægt verði að bregðast við mismunandi aðstæðum tengdum faraldrinum. Þær eru hér að neðan. Áætlun A: Keppnin fer fram með sem hefðbundnustum hætti. Áhorfendur verða eins margir og húsrúm leyfir og keppendur mæta til Rotterdam og flytja framlög sín til keppninnar í beinni útsendingu. Þessi leið verður líklega aðeins möguleg verði bóluefni við kórónuveirunni komið í almenna dreifingu um heiminn. Áætlun B: Keppnin verður haldin og fjarlægðartakmörk virt. Hóparnir í kringum keppendur verða minnkaðir og öllum, listamönnum, fjölmiðlafólki og áhorfendum verður gert að virða 1,5 metra fjarlægðartakmörk. Þetta myndi valda því að færri áhorfendur kæmust að en ella, og því yrði dregið úr hópi þeirra sem keypt hafa miða. Hinir óheppnu miðaeigendur, sem ekki yrðu dregnir út, fengju miða sína endurgreidda. Áætlun C: Þessi áætlun snýr að þeim möguleika að ekki allir keppendur geti ferðast til Rotterdam. Þeir keppendur myndu þá flytja framlög síns lands í beinni útsendingu frá sínu heimalandi. Þeir keppendahópar sem gætu ferðast til Hollands myndu gera það og flytja lög sín þar. Líklegt er að ef aðstæður eru taldar krefjast áætlunar C yrðu einhvers konar fjarlægðartakmarkanir í gildi. Áætlun D: Þessari áætlun verður hrundið í framkvæmd fari svo að Hollandi verði „lokað“ vegna slæmrar stöðu faraldursins þar í landi. Keppendur þyrftu þá að flytja lögin hver í sínu heimalandi. Keppninni yrði þá sjónvarpað frá Rotterdam. Gert er ráð fyrir að EBU og hollensku stöðvarnar hefji snemma á næsta ári viðræður um hvaða áætlun skuli stefnt að því að fara. Það verður þó að sjálfsögðu gert með það í huga að staðan getur breyst hratt. Eurovision Holland Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Sjá meira
Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa, í samstarfi við hollenskar sjónvarpsstöðvar, teiknað upp fjórar mismunandi sviðsmyndir, með tilliti til kórónuveirufaraldursins, til þess að tryggja að heimsfaraldurinn spilli ekki Eurovision-keppninni árið 2021. Eurovision 2020 átti að fara fram í Rotterdam í Hollandi í maí síðastliðinn. Faraldur kórónuveirunnar setti hins vegar strik í reikninginn og keppninni var aflýst. Nú hefur EBU gert fjórar áætlanir svo hægt verði að bregðast við mismunandi aðstæðum tengdum faraldrinum. Þær eru hér að neðan. Áætlun A: Keppnin fer fram með sem hefðbundnustum hætti. Áhorfendur verða eins margir og húsrúm leyfir og keppendur mæta til Rotterdam og flytja framlög sín til keppninnar í beinni útsendingu. Þessi leið verður líklega aðeins möguleg verði bóluefni við kórónuveirunni komið í almenna dreifingu um heiminn. Áætlun B: Keppnin verður haldin og fjarlægðartakmörk virt. Hóparnir í kringum keppendur verða minnkaðir og öllum, listamönnum, fjölmiðlafólki og áhorfendum verður gert að virða 1,5 metra fjarlægðartakmörk. Þetta myndi valda því að færri áhorfendur kæmust að en ella, og því yrði dregið úr hópi þeirra sem keypt hafa miða. Hinir óheppnu miðaeigendur, sem ekki yrðu dregnir út, fengju miða sína endurgreidda. Áætlun C: Þessi áætlun snýr að þeim möguleika að ekki allir keppendur geti ferðast til Rotterdam. Þeir keppendur myndu þá flytja framlög síns lands í beinni útsendingu frá sínu heimalandi. Þeir keppendahópar sem gætu ferðast til Hollands myndu gera það og flytja lög sín þar. Líklegt er að ef aðstæður eru taldar krefjast áætlunar C yrðu einhvers konar fjarlægðartakmarkanir í gildi. Áætlun D: Þessari áætlun verður hrundið í framkvæmd fari svo að Hollandi verði „lokað“ vegna slæmrar stöðu faraldursins þar í landi. Keppendur þyrftu þá að flytja lögin hver í sínu heimalandi. Keppninni yrði þá sjónvarpað frá Rotterdam. Gert er ráð fyrir að EBU og hollensku stöðvarnar hefji snemma á næsta ári viðræður um hvaða áætlun skuli stefnt að því að fara. Það verður þó að sjálfsögðu gert með það í huga að staðan getur breyst hratt.
Eurovision Holland Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Sjá meira