Draga til baka umdeilda breytingu á leiðbeiningum um sýnatöku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2020 22:46 Robert Redfield er forstjóri sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna. Anna Moneymaker/Getty Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. Í síðasta mánuði birtust ráðleggingar á vefsíðu stofnunarinnar þar sem fram kom að einstaklingar sem ekki sýndu einkenni Covid-19 ættu ekki að leitast við að fara í skimun. Nú hefur tilmælunum verið breytt aftur og mælist stofnunin til þess að allir sem komist hafa í tæri við einstakling sem greinist með veiruna ættu að láta taka úr sér sýni. Það var hluti af opinberum leiðbeiningum stofnunarinnar áður en þeim var breytt í síðasta mánuði. Meint óákveðni stofnunarinnar í þessum málum hefur vakið talsverða athygli vestanhafs. Til að mynda hafa borist fréttir af því að ráðleggingunum hafi verið breytt að frumkvæði annarra en sérfræðinga á vegum stofnunarinnar. Sumir ganga svo langt að segja að það hafi verið gert þvert gegn ráðleggingum þeirra. Einhver telja forsetann á bak við breytinguna Samkvæmt frétt BBC hafa einhverjir velt því upp að breytingin í síðasta mánuði hafi verið gerð til þess að þóknast Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hafi viljað draga úr fjölda þeirra sem greinast með því að letja fólk til þess að fara í sýnatöku. Bandaríkin er það land þar sem flestir einstaklingar hafa greinst með veiruna, eða rúmlega 6,9 milljónir. Yfir 200.000 hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Forsetinn hefur þó ítrekað haldið því fram að vel hafi verið tekist á við faraldurinn og að ástæða þess að flest smit væru greind í Bandaríkjunum væri sú að ekkert ríki hefði prófað fleiri. Það er þó ekki rétt. Til að mynda hafa verið framkvæmd hlutfallslega fleiri próf við veirunni á Íslandi, en þó eru staðfest smit hlutfallslega færri hér á landi en í Bandaríkjunum. Trump forseti hefur sagst áhugasamur um að láta draga úr umfangi skimunar fyrir kórónuveirunni.Alex Wong/Getty Á stuðningsmannafundi í júní greindi Trump frá því að hann hefði beðið embættismenn innan heilbrigðisgeirans í Bandaríkjunum um að draga úr fjölda þeirra sem skimaður er fyrir veirunni. Talsmaður á vegum Hvíta hússins hefur síðan þá sagt að um grín hafi verið að ræða. Þá hafa talsmenn ríkisstjórnar forsetans sagt að breytingin í síðasta mánuði hafi ekki verið gerð með pólitík í huga. Sérfræðingar í sóttvörnum hafa þó fagnað því að hún hafi verið dregin til baka. „Viðsnúningur í átt að vísindalegri nálgun á skimunarleiðbeiningar frá CDC eru góðar fréttir fyrir lýðheilsu og sameinaða baráttu okkar gegn þessum faraldri,“ hefur BBC til að mynda eftir Thomas File, forseta samtaka um smitsjúkdóma í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19 Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. Í síðasta mánuði birtust ráðleggingar á vefsíðu stofnunarinnar þar sem fram kom að einstaklingar sem ekki sýndu einkenni Covid-19 ættu ekki að leitast við að fara í skimun. Nú hefur tilmælunum verið breytt aftur og mælist stofnunin til þess að allir sem komist hafa í tæri við einstakling sem greinist með veiruna ættu að láta taka úr sér sýni. Það var hluti af opinberum leiðbeiningum stofnunarinnar áður en þeim var breytt í síðasta mánuði. Meint óákveðni stofnunarinnar í þessum málum hefur vakið talsverða athygli vestanhafs. Til að mynda hafa borist fréttir af því að ráðleggingunum hafi verið breytt að frumkvæði annarra en sérfræðinga á vegum stofnunarinnar. Sumir ganga svo langt að segja að það hafi verið gert þvert gegn ráðleggingum þeirra. Einhver telja forsetann á bak við breytinguna Samkvæmt frétt BBC hafa einhverjir velt því upp að breytingin í síðasta mánuði hafi verið gerð til þess að þóknast Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hafi viljað draga úr fjölda þeirra sem greinast með því að letja fólk til þess að fara í sýnatöku. Bandaríkin er það land þar sem flestir einstaklingar hafa greinst með veiruna, eða rúmlega 6,9 milljónir. Yfir 200.000 hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Forsetinn hefur þó ítrekað haldið því fram að vel hafi verið tekist á við faraldurinn og að ástæða þess að flest smit væru greind í Bandaríkjunum væri sú að ekkert ríki hefði prófað fleiri. Það er þó ekki rétt. Til að mynda hafa verið framkvæmd hlutfallslega fleiri próf við veirunni á Íslandi, en þó eru staðfest smit hlutfallslega færri hér á landi en í Bandaríkjunum. Trump forseti hefur sagst áhugasamur um að láta draga úr umfangi skimunar fyrir kórónuveirunni.Alex Wong/Getty Á stuðningsmannafundi í júní greindi Trump frá því að hann hefði beðið embættismenn innan heilbrigðisgeirans í Bandaríkjunum um að draga úr fjölda þeirra sem skimaður er fyrir veirunni. Talsmaður á vegum Hvíta hússins hefur síðan þá sagt að um grín hafi verið að ræða. Þá hafa talsmenn ríkisstjórnar forsetans sagt að breytingin í síðasta mánuði hafi ekki verið gerð með pólitík í huga. Sérfræðingar í sóttvörnum hafa þó fagnað því að hún hafi verið dregin til baka. „Viðsnúningur í átt að vísindalegri nálgun á skimunarleiðbeiningar frá CDC eru góðar fréttir fyrir lýðheilsu og sameinaða baráttu okkar gegn þessum faraldri,“ hefur BBC til að mynda eftir Thomas File, forseta samtaka um smitsjúkdóma í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19 Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00
Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19
Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent