Mun fleiri Covid-flutningar en undanfarnar nætur Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2020 07:40 Sérútbúinn bíll slökkviliðsins til Covid-flutninga sést hér á mynd, ásamt sjúkraflutningamanni. Slökkviliðið á HBS Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru þetta mun fleiri slíkir flutningar en hafa verið undanfarnar nætur. Covid-tengdir sjúkraflutningar eru þó hvorki ávísun á kórónuveirusmit sjúklingsins sem fluttur er, né innlögn inn á sjúkrahús, líkt og Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum útskýrði í samtali við Vísi í sumar. „Þegar fólk er með óútskýrð öndunarfæraeinkenni eða með einhver einkenni sem viðbragðsaðili eða læknir telur að gætu hugsanlega verið Covid, þá er gripið til þessa. Það er, að fólk er flutt með sérstökum viðbúnaði og sérstök aðgæsla höfð,“ sagði Már. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru líklega einn eða tveir sem fluttir voru með sérstökum Covid-viðbúnaði í nótt með staðfest kórónuveirusmit. Í hinum tilfellunum hafi verið grunur um smit. Þegar slíkur grunur er til staðar eru sjúklingar fluttir í sérútbúnum Covid-bílum og fyllstu sóttvarna gætt í hvívetna. Þá eru venjulega einn til þrír sjúkraflutningamenn í hverju útkalli eftir stöðu þess sem fluttur er. Tveir liggja inni á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar samkvæmt tölum gærdagsins á Covid.is. Hvorugur þeirra hefur verið sagður alvarlega veikur. 215 eru í einangrun með veiruna á landinu en mjög hefur fjölgað í hópi smitaðra síðustu daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Slökkvilið Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43 Hættustig á Landspítalanum vegna smita meðal starfsfólks Viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans hafa ákveðið að færa spítalann á hættustig vegna smita meðal starfsfólks spítalans. 20. september 2020 14:05 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru þetta mun fleiri slíkir flutningar en hafa verið undanfarnar nætur. Covid-tengdir sjúkraflutningar eru þó hvorki ávísun á kórónuveirusmit sjúklingsins sem fluttur er, né innlögn inn á sjúkrahús, líkt og Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum útskýrði í samtali við Vísi í sumar. „Þegar fólk er með óútskýrð öndunarfæraeinkenni eða með einhver einkenni sem viðbragðsaðili eða læknir telur að gætu hugsanlega verið Covid, þá er gripið til þessa. Það er, að fólk er flutt með sérstökum viðbúnaði og sérstök aðgæsla höfð,“ sagði Már. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru líklega einn eða tveir sem fluttir voru með sérstökum Covid-viðbúnaði í nótt með staðfest kórónuveirusmit. Í hinum tilfellunum hafi verið grunur um smit. Þegar slíkur grunur er til staðar eru sjúklingar fluttir í sérútbúnum Covid-bílum og fyllstu sóttvarna gætt í hvívetna. Þá eru venjulega einn til þrír sjúkraflutningamenn í hverju útkalli eftir stöðu þess sem fluttur er. Tveir liggja inni á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar samkvæmt tölum gærdagsins á Covid.is. Hvorugur þeirra hefur verið sagður alvarlega veikur. 215 eru í einangrun með veiruna á landinu en mjög hefur fjölgað í hópi smitaðra síðustu daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Slökkvilið Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43 Hættustig á Landspítalanum vegna smita meðal starfsfólks Viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans hafa ákveðið að færa spítalann á hættustig vegna smita meðal starfsfólks spítalans. 20. september 2020 14:05 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43
Hættustig á Landspítalanum vegna smita meðal starfsfólks Viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans hafa ákveðið að færa spítalann á hættustig vegna smita meðal starfsfólks spítalans. 20. september 2020 14:05
Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48