Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með nýjan hlaðvarpsþátt í síðustu viku.
Sunneva er einn allra vinsælasti áhrifavaldur landsins og er hún með yfir 45 þúsund fylgjendur á Instagram. Birta er með yfir fimm þúsund fylgjendur.
Þátturinn ber heitið Teboðið og ræða þær meðal annars um slúðrið í hinum stóra Hollywood heimi.
Í öðrum þættinum var umræðuefnið heimabíómyndir stjarnanna í Hollywood. Þegar talað er um heimabíómyndir er átt við kynlífsmyndbönd. Þær fóru vel yfir það hvaða stjörnur hafa gert slík myndbönd og í kjölfarið hafa myndböndin lekið á internetið.
Einnig ræddu þær um Only Fans síðuna sem hefur verið fjallað um í fjölmiðlum síðustu daga.